Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

8. febrúar 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 396

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1201593 – Steinhella 12, breyting

      Xýzeta leggur 31.01.12 inn umsókn um breytingu, sótt eru breytingu á útliti á göflum, stig og v.s breytt. samkvæmt teikningum Davíðs Karls Karlssonar dag.12.01.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202034 – Straumsvík.breytingar við kerskála á mhl 04,110,97

      Alcan á Íslandi sækir þann 02.02.2012 um leyfi til að gera breytingar á mhl.04, 110 og 97 við kerskála. Um er að ræða breytingar á veggjaskipan afriðladeilda og endurskoðun á greinargerð um eldvarnir samkvæmt teikningum frá Sigbirni Kjartanssyni arkitekt kt.121258-2269, dagsettar 17.03.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1202035 – Hverfisgata 41-43

      Skrauthús ehf leggja inn fyrirspurn um nýtingu lóðarinnar Hverfisgata 41-43 skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilaði 10.1.2012, breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulags- og byggingarsvið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1202113 – Hvaleyrarvatn, fuglahólmar.

      Jónatan Garðarsson formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar óskar eftir í bréfi dags. 7. febrúar 2012 f.h. Skógræktarfélagsins að útbúa 3 hólma í vesturenda Hvaleyarvatns skv. meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið, sem samræmist deiliskipulagi.

    • 1109128 – Koparhella 1 deiliskipulagsbreyting

      Gísli Valdimarsson VSB sækir f.h. Steypustöðvarinnar Borgar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. uppdrætti dags. sept. 2011. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir á fundi sínum 11.1.2012 að senda erindið í grenndarkynningu í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykki nágranna hefur borist og telst því grenndarkynningu lokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að því verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1202008 – Holtsgata 19, P merkt bílastæði

      Guðmundur Hörður Guðmundsson sækir 01.02.12 um leyfi til að setja upp p- merkt bílastæði. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og framkvæmdasviðs og óskar jafnframt eftir nánari skýringum frá umsækjanda.

    • 1011349 – Óseyrarbraut 40A, byggingarstig og notkun

      Óseyrarbraut 40A, er skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Hvorki hefur verið tekið út fokheldi né lokaúttekt á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.12.2011 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur kr. 20.000 kr/dag frá og með 15.03.2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma.

    • 1011319 – Breiðhella 16, byggingarstig og notkun

      Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst/mst 4, þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Ekki var brugðist við því og boðaði skipulags- og byggingarfulltrúi til lokaúttektar 17.03.2011, sem ekki var lokið þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 16.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1101040 – Burknavellir 5.Lokaúttekt ólokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.01.11 byggingarstjóra skylt að ljúka lokaúttektinni innan 4 vikna. Frestur var veittur til 01.10.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 17.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.

    • 1101042 – Bæjarhraun 4.Lokaúttekt ólokið.

      Lokaúttekt var framkvæmd 07.07.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra og eigendum skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna.

    • 0908248 – Hringhella 8, byggingarstig og notkun

      Hringhella 8, á bst. 1 en skv. tímafresti úthlutunarskilmála, átti fokheldi að skilast 15.3.2007 og fullbúið 15.8.2007. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 22.12.11 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um öryggis- og lokaúttekt innan 4 vikna í samræmi við 1. mgr. 15. greinar og 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eigendur kr. 20.000 kr/dag frá og með 15.03.2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, verði ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Þar sem málið hefur verið lengi í meðferð mun skipulags- og byggingarfulltrðúi jafnframt gera tillögu til Mannvirkjastofnunar um áminningu á byggingarstjóra.

    C-hluti erindi endursend

    • 1201484 – Hraunbrún 25, merkt bílastæði

      Ingibjörg Birna Jónsdóttir sækir 20.01.2011 um leyfi fyrir P-merkt stæði við húsið, sjá gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar í meðfylgjandi umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs. Megin reglan er sú að sérmerkja ekki stæði á bæjarlandi.

    • 1201595 – Kvistavellir 29, breyting

      Sveinn Ingason sækir 31.01.12 um breytingu á gluggum og innra skipulagi á baði. Samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dag.30.12.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1202005 – Reykjavíkurvegur 72.breyting

      Grímannsfell ehf sækir þann 01.02.2012 um leyfi til að gera breytingu á skipulagi i kjallara atvinnuhúsnæðis staðsett á Reykjavíkurvegi 72 samkvæmt teikningum frá Brynjari Daníelssyni kt.090467-5229.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1202032 – Lónsbraut 1, breyting á byggingarleyfi

      Stormur seafood sækir 02.02.12 um breytingu á teikningum, breytingu á reyklosu, sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Björns Gústafsonar dag.26.01.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt