Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

29. febrúar 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 399

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Brynjar Rafn Ólafsson nemi í starfsþjálfun sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1202382 – Reyniberg 3, Reyndarteikning

      Esther Sigurðardóttir leggur 22.02.2012 um reyndarteiknigar af Reyniberg 3, samkvæmt teikningum Sigurbergs Árnasonar dagsettar 20.02.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1202426 – Straumsvík, stöðuleyfi fyrir gáma

      Lagt fram erindi Hilmars Guðmundssonar f.h. alcan á Íslandi dags. 23.02.12 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir efnisgáma fram til áramóta skv. meðfylgjandi uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir stöðuleyfi fyrir gáma á svæði 1 fram til næstu áramóta. Stæði 2 má einungis nota í undantekningartilvikum til sama tíma. Gæta skal þess að valda sem minnstri sjónmengun frá Reykjanesbraut og aðliggjandi byggð og ganga snyrtilega frá svæðunum meðan á notkun stendur og eftir að henni lýkur.

    • 1202438 – Bæjarhraun 26, skilti

      Nýborg ehf sækir 27.02.2012 um að setja upplýst skilti uppá þak á verslunar og þjónustuhúsnæði að Bæjarhrauni 26. sjá gögn

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið, svo framarlega að ekki sé um að ræða blikkandi skilti.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1111391 – Klukkuvellir 20-26, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir erindi Brynju, húsfélags Öryrkjabandalagsins dags. 28.11.11, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að leyft verði að byggja 5 húseiningar á einni hæð samkvæmt meðfylgjandi teikningu Teiknistofunnar Kollgátu. Erindið var auglýst frá 12.1. til 23.2.12. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1202398 – Reykjavíkurvegur 22

      Borist hefur ábending um ljósaskilti á húsi nr. 22 við Reykjavíkurveg.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vekur athygli eiganda á að skiltið verkar truflandi á umferð og kvartanir hafa borist frá nágrönnum. Óæskilegt er að vera með blikkandi skilti af svo miklu ljósmagni. Bent er á að leita leiðbeininga hjá Skipulags- og byggingarsviði.

    • 1202008 – Holtsgata 19, P merkt bílastæði

      Guðmundur Hörður Guðmundsson sækir 01.02.12 um leyfi til að setja upp p- merkt bílastæði. Sjá meðfylgjandi gögn. Borist hefur læknisvottorð varðandi hreyfihömlun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Allar breytingar eru á kostnað umsækjanda.

    • 1202500 – Dalshraun 9, fyrirspurn

      Isotec leggur 27.02.12 fram fyrirspurn um að byggja við austur hlið núverandi húsnæðis 10 m út frá húsinu. Frá norðan verðum gafli hússins og 12,5 m með húsinu, sjá riss.Viðbygging verði í sömu hæð og með sama sniði er á húsi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1111113 – Skipalón 10, aflétting kvaðar

      Tekið fyrir að nýju erindi FM-húsa ehf dags. 03.11.11 þar sem óskað er eftir að Skipulags- og byggingarráð aflétti þeirri kvöð af húsinu Skipalón 10 að íbúar skuli vera 50 ára og eldri. Áður lögð fram umsögn Fræðslusviðs og Framkvæmdasviðs sem gera ekki athugasemd við erindið. Skipulagið var auglýst í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti er lokið, athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1202427 – Skipalón 10-14, byggingarstig og notkun

      Skipalón 10-14 er skráð á byggingarstigi 2, en virðist vera allt að því fokhelt. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti húsið að vera fokhelt 2. apríl 2008.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til byggingarstjóra að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna.

    • 1202501 – Hringhella 12, milliloft

      Gerð er athugasemd við milliloft í húsinu, sem eigandi telur vera hillur.

      Það er túlkun skipulags- og byggingarfulltrúa að sé breidd meiri en 2 metrar þurfi til að koma burðarþolsreikningar, og sé þá um að ræða milliloft, sem er byggingarleyfisskylt. Eiganda er gert skylt að sækja um leyfi fyrir milliloftið eða fjarlægja það að öðrum kosti.

    • 1011325 – Norðurhella 15, byggingarstig og notkun

      Norðurhella 15 er skráð á bst. 2, mst 1 þrátt fyrir að svo virðist sem sé búið að byggja húsið. Vantar fokheldi.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Byggingarstjóri sagði sig af verkinu 19.11.08. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að ráða byggingarstjóra og óska eftir fokheldis- og lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita heimildum mannvirkjalaga til að fá fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda EV-17 ehf. skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 0909014 – Álfhella 12-14, byggingarstig og notkun

      Húsið fékk fokheldisvottorð árið 2009, en hefur verið tekið í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 18.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1011351 – Brekkutröð 3, byggingarstig og notkun

      Brekkutröð 3 er skráð á bst 4 og mst 8, þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 10.02.12. Ekki var brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan 3 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun um að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1012255 – Drekavellir 26.Lokaúttekt ólokið.

      Drekavellir 26.Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 30.06.11, en ekki tókst að ljúka henni þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 11.01.12 byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan þriggja vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt var bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum og byggingarstjóra skylt að bregðast við erindinu innan 3 vikna. Að öðrum kosti mun skipulags- og bygigngarstjóri leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 og jafnfram beina því til Mannvirkjastofunuar að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1110223 – Eyrartröð 12, viðbygging, fokheldi og skráning

      Þann 10.6.2009 var samþykkt byggingarleyfi vegna viðbyggingar á lóðinni nr. 12 við Eyrartröð, eigandi Opal Holding ehf, vegna viðbyggingar. Vegna misskilnings milli hönnuðar og eigenda þá sýndu uppdrættir breytta skráningu úr 4 mhl í 1 mhl, sem gerir það að verkum að í stað 4 fastanúmera verður bara eitt fastanúmer. Ekki var sótt um breytta skráningu. Það þarf annað hvort samrunaskjal til að ganga frá þeirri skráningu eða að eigendur skili inn reyndaruppdráttum þar sem mhl merking og skráning er leiðrétt. Einungis mhl 01 átti að stækka sem nemur viðbyggingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 24.11.11, en byggingarstjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 18.02.12 skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Opal Holding ehf skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1011234 – Íshella 10, byggingarstig og notkun

      Íshella 10 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 og mst. 8, og hefur verið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Boðað var til 31.03.11 en byggingarstjóri sinnti því ekki. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Guðmund Aðalsteinsson og byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”. Jafnframt verður því beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

    • 1011376 – Melabraut 27, byggingarstig og notkun

      Melabraut 27 er skráð á bst/mst 1, byggingar- og framkvæmdarleyfi, þrátt fyrir að húsið virðist vera fullbyggt og búið að taka í notkun. Vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.12.10 byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan þriggja vikna og síðan lokaúttekt í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Dagsektir áður lagðar á, en frestur veittur 01.05.11 teikningar á leiðinni að sögn. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að skila umræddum teikningum innan fjögurra vikna og sækja jafnframt um fokheldisúttekt og lokaúttekt. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf og byggingarstjóra Oddgeir Arnar Jónsson skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”. Jafnframt verður því beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

    • 1011248 – Rauðhella 12, byggingarstig og notkun

      Rauðhella 12 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á bst. 4 og mst 8, en búið að taka húsið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. ekki var brugðist við því, og skipulags- og bygigngarstjóri boðaði til lokaúttektar 15.02.11. Byggingarstjóri sinnti ekki erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á eiganda og byggingarstjóra Þröst Helgason skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”. Jafnframt verður því beint til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

    • 1011268 – Rauðhella 13, byggingarstig og notkun

      Í fasteignaskrá er Rauðhella 13 sem er á iðnaðarsvæði skráð á bst 4 mst 8, þrátt fyrir að húsið hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 31.03.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 verði ekki brugðist við erindinu innan 3 vikna og jafnframt beina því til Mannvirkjastofnunar að veita byggingarstjóra áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1011269 – Rauðhella 14, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 14 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 4 eignir sem eru allar skráðar á byggingarstigi 4 matsstigi 8, þrátt fyrir að þær séu allar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð. Komið hefur í ljós að enginn byggingarstjóri er á húsinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að ráða byggingarstjóra og sækja um öryggisúttekt fyrir öll rými hússins í samræmi við 35. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010 og vísaði til ábyrgðar eigenda skv. 15. grein mannvirkjalaganna. Frestur var veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 18.01.12 eigendum skylt að bregðast við erindinu og ráða byggingarstjóra, sem sæki um lokaúttekt innan tveggja vikna. Yrði það ekki gert mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á hvern eiganda Hagsbót ehf, Draumagarða ehf, Pálínu Sif Gunnarsdóttur og Smáherja ehf skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 frá og með 1. apríl 2012 kr. 20.000 á dag verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    C-hluti erindi endursend

    • 1202369 – Gjótuhraun 7, reyndarteikning

      Gjótan ehf leggur 22.02.12 fram reyndarteikningar.Færsla á stiga í bili 104,stigi í bili 105, kaffistofa og wc í bil 107. Útlisbreyting á bili 103 og 104 stækkun á útihurðum samkvæmt teikningu Ársæls Vignissonar 13.09.06.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt