Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. mars 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 403

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1203194 – Sraumsvík mhl 04,40,79,97 Byggingarleyfi,breyting

      Alcan á Íslandi sækir um breytingu á afriðladeildum og viðbótarafriðil,reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Sigurbjörns Kjartanssonar dag.17.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1203193 – Straumsvík mhl.13,Byggingarleyfi,breyting

      Alcan á Íslandi sækir 19.03.12 um bygginarleyfi. Rofabygging og tengivirki. Reyndarteikningar, Samkvæmt teikningum Sigubjörns Kjartanssonar dag.03.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1203195 – Straumsvík mhl 14,byggingarleyfi,breyting

      Alcan á Íslandi sækir 19.03.12 um Þjónustuhús við steypuskála, reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Sigurbjarnar Kjartanssonar dag.09.02.11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1203197 – Straumsvík mhl. 71, byggingarleyfi ,breyting

      Alcan á Íslandi sækir 19.03.12 um breytingu á Tækjahúsi-snb 61 við steypuskála, reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Sigubjarnar Kjartanssonar dag.03.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1203196 – Straumsvík mhl. 82, byggingarleyfi, breyting

      Alcan á Íslandi sækir 19.03.12 um breytingu á Olíudælustöð, reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Sigurbjörns Kjartanssonar dag.03.02.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    • 1202118 – Klukkuvellir 20-26b, byggingarleyfi

      Brynja hússjóður sækir um að byggja raðhús samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 28.01.12 Hönnunarstjóri er Haukur Margeirsson.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.

    B-hluti skipulagserindi

    • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

      Bréf barst frá Björgvini Kjartanssyni dags 15.03.2012 vegna íbúðar 205 við Miðvang 41.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1203216 – Vesturgata 8, gistiheimili

      Princess Annie E. Björnsson sækir um gistileyfi fyrir Vesturgötu 8. Sjá mmeðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skriflegu samþykki eigenda og vísar erindinu síðan til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1202227 – Óseyrarbraut 22C, breyting á deiliskipulagi

      Hafnarfjarðarhöfn sækir 07.02.12 um breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnarinnar þar sem gerð er ný lóð, Óseyrarbraut 22C. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 0812095 – Hverfisgata 41A, frágangur

      Borist hefur kvörtun frá nágranna vegna ástands hússin.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá eigendum um fyrirætlanir þeirra varðandi húsið, en hætta stafar af því eins og það er.

    • SB050605 – Strandgata 9

      Súfistinn kaffihús viðbygging.Birgir Finnbogason sótti 08.11.2005 um að byggja við kaffihúsið Súfistann samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags 18.05.2005 með breytingum 04.11.2005 og nýjum teikningum 23.12.2005.Byggingarleyfið var samþykkt á afgreiðslufundi Skipulags- og byggingarfulltrúa þann 30.11.2005.

      Byggingarleyfið er fallið úr gildi, þar sem engar framkvæmdir hafa farið fram. Sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0809094 – Sléttuhlíð C-O (123147), byggingarleyfi

      Björn Bjarnason sækir þann 09.09.08 um leyfi til að reisa sumarhús samkvæmt meðfylgjandi teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar, dags. 04.09.08$line$Nýjar teikningar bárust 30.09.2008.

      Byggingarleyfið er fallið úr gildi, þar sem engar framkvæmdir hafa farið fram. Sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0807019 – Hamarsbraut 5,byggingarleyfi

      Sola Capital sækir 02.07.2008 um að byggja einbýlishús við Hamarsbraut 5 samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar 02.06.2008. Nýjar teikningar bárust 15.07.2008.

      Byggingarleyfið er fallið úr gildi, þar sem engar framkvæmdir hafa farið fram. Sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1001204 – Drangahraun 14, byggingarstig og notkun

      Fokheldi er komið á húsið, en það vantar enn lokaúttekt og svo virðist sem húsið sé í notkun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 26.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1005162 – Eskivellir 3, lokaúttekt

      Tekinn fyrir að nýju tölvupóstur frá Páli Viggó Bjarnasyni f.h. húsfélagsins Eskivöllum 3 dags. 16.05.10 þar sem óskað er eftir að fram fari lokaúttekt á húsinu eins fljótt og auðið er. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 16.05.10 byggingarstjóra hússins skylt að sækja um lokaúttekt á húsinu innan tveggja vikna frá dagsetningu fundarins 19.05.2010 í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð eða gera grein fyrir málinu innan þess tíma. Ekki var brugðist við erindinu. Nýr byggingarstjóri skráður á verkið 21.08.08.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 27.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1201327 – Einivellir 5, byggingarstig og úttektir

      Einivellir 5 er skráð á byggingarstig 7, þrátt fyrir að engin lokaúttekt hafi átt sér stað. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.03.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Ágúst Pétursson, en í ljós kom að hann hafði skráð sig af verki.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 30.04.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra Anton Kjartanssyni er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.$line$Dagsektir á fv. byggingarstjóra Ágúst Pétursson eru felldar niður.

    • 1109159 – Flatahraun 1, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11 og aftur 16.03.12, en byggingastjóra barst hugsanlega ekki bréf um það.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til lokaúttektar 02.05.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra er skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinni hann ekki erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent er á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki: “Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga þessara og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra”.

    • 1110315 – Hólshraun 1, viðbygging og skráning

      Þann 14.5.2004 samþykkti bfltr. viðbyggingu við húsið nr. 1 við Hólshraun. Síðasta skráða úttekt er á vatnsúðakerfi þ. 2.12.2004. Það vantar bæði fokheldis- og lokaúttekt en á loftmynd fasteignaskráar sést að viðbyggingin er komin í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.01.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1201487 – Hraunhvammur 6, bifreiðageymsla, byggingarstig og framkvæmdir

      Á lóðinni er bílskúr mhl 02 sem er skráður á bst/mst 2 en virðist á loftmynd fullbyggður. Hvorki hefur verið óskað eftir fokheldi né lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra 25.01.12 skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan fjögurra vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1003444 – Norðurhella 10, byggingarstig og notkun.

      Húsið er skráð á byggingarstigi 2, úttekt á sökkulveggjum, en er fullbyggt og tekið í notkun. Dagsektir voru lagðar á, en frestur veittur til 03.03.11 til að ljúka úttektum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingastóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 3 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki til að knýja fram úrbætur.

    • 1011396 – Trönuhraun 7 mhl 03, byggingarstig og notkun

      Trönuhraun 7, mhl 03, 2 einingar af 3 eru skráðar á bst 4 mst 8, það vantar lokaúttekt á matshlutann. Húsið virðist fullbyggt og hefur verið tekið í notkun. Lokaúttekt fór fram 09.02.11, en var ekki lokið þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka við atriði sem gerð var athugasemd við og óska innan fjögurra vikna eftir endurtekinni lokaúttekt. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda á eftirliti með störfum byggingarstjóra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar tilmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0911132 – Suðurhella 10, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrð málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áður lagt fram bréf frá Þorsteini Gunnlaugssyni og Hreiðari Sigurjónssyni dags. 17.05.2010 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og öryggisúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.01.12 var eftirfarandi bókað: “Skipulags- og byggingarfulltrúi mun leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög verði ekki brugðist við erindinu innan þriggja vikna.” Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra hússins og sömu upphæð á eigendur Lagga ehf. kt. 660106-2270 frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1101044 – Þrastarás 44.Lokaúttekt ólokið.

      Björn Bjarnason sótti 04.05.2011 um lokaúttekt á Þrastarási 44. Lokaúttekt var framkvæmd 05.05.11 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til endurtekinnar lokaúttektar dags. 30.06.11, en frestur var veittur til 15.09.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir endurtekinni lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eiganda í samræmi við heimild í mannvirkjalögum nr. 160/2010 og jafnframt senda erindi á Mannvirkjastofnun varðandi áminningu til byggingarstjóra í samræmi við sömu lög. Eigendur hafa haft samband og óskað eftir að lokaúttekt verði lokið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Björn Bjarnason frá og með 1. maí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki.

    C-hluti erindi endursend

    • 1203264 – Hamarsbraut 8, breyting á viðbyggingu

      Jákob Ásmundsson og Guðbjörg Óskarsdóttir sækja 26.03.12 um breytingu á viðbyggingu -minnkað.Raunteikningar lagfærðar í stofu-hæð 0201. veggur teiknaður áður sem er ekki. Samkvæmt teikningum Luigi Bartolozzi dag.21.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1203228 – Arnarhraun 40,breyting

      Guðmundur Jónsson leggur 21.03.12 inn umsókn um breytingu á húsi,sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Ingunnar Helgu Hafstað dags.10.02.12 Samþykki nágranna berst 21.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1202369 – Gjótuhraun 7, reyndarteikning

      Gjótan ehf leggur 22.02.12 fram reyndarteikningar.Færsla á stiga í bili 104,stigi í bili 105, kaffistofa og wc í bil 107. Útlisbreyting á bili 103 og 104 stækkun á útihurðum samkvæmt teikningu Ársæls Vignissonar 13.09.06. Nýjar teikningar bárust 21.03.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1203229 – Eyrartröð 2 reyndarteikningar byggingarleyfi

      Bréfabær ehf sækir þann 21.03.2012 um leyfi til að fá samþykktar reyndarteikningar af iðnaðarhúsinu nr.2 við Eyrartröð samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing kt.141250-4189.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1203325 – Steinhella 14,breyting á innra skipulagi

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1203235 – Stapahraun 12,endurnýjun á byggingarleyfi

      Ómar Tómasson sækir 21.03.12 um endurnýjum á byggingarleyfi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir leiðréttum teikningum til samræmis við það sem þegar hefur verið byggt. Teikningar skulu vera í samræmi við núgildandi byggingareglugerð. Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt