Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. júní 2012 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 414

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1206223 – Klukkuvellir 10.breytingar

      Haghús ehf sækir þann 18.06.2012 um leyfi til sð koma fyrir glugga á norðvesturgafli raðhúss á Klukkuvöllum 10 samkvæmt teikningum frá Jóni Hrafni Hlöðverssyni kt.260662-6519.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1206224 – Klukkuvellir 12.breytingar

      Haghús ehf sækir þann 18.06.2012 um leyfi til sð breyta innra skipulagi raðhúss á klukkuvöllum 12 samkvæmt teikningum frá Jóni Hrafni Hlöðverssyni kt.260662-6519.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1205294 – Breiðvangur 30-32, klæðning

      Húsfélagið Breiðvangi 30-32 sækir þann 24.05.2012 um leyfi til að klæða fjölbýlishús með áli (bárujárni) samkvæmt teikningum frá Sigurbjarti Halldórssyni kt. 230656-3479 Nýjar teikningar bárust 15.06.2012 og undirskriftir meðeiganda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1202369 – Gjótuhraun 7, reyndarteikning

      Gjótan ehf leggur 22.02.12 fram reyndarteikningar.Færsla á stiga í bili 104,stigi í bili 105, kaffistofa og wc í bil 107. Útlisbreyting á bili 103 og 104 stækkun á útihurðum samkvæmt teikningu Ársæls Vignissonar 13.09.06. Nýjar teikningar bárust 21.03.12. Nýjar teikningar bárust 12.06.2012 Ný skráningartafla barst 15.06.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1206229 – Klukkuvellir 4-8 fyrirspurn

      Haghús ehf leggja inn fyrirspurn um breytingu frá samþykktum teikningum skv meðfylgjandi teikningu Mansard teiknistofu ehf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1206259 – Hafravellir 1, fyrirspurn

      Krark arkitektar leggja inn fyrir hönd lóðarhafa þann 19.6.2012 fyrirspurn varðandi byggingau á lóð. Meðfylgjandi er uppdráttur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1205168 – Brekkuás 27, umsókn um breytingu a deiliskipulagi

      Bjarni Guðni Jóhannsson sækir um dags 4.6.2012 að fá að breyta nýtingarhlutfalli lóðar í samræmi við meðfylgjandi gögn. Erindið er breyting á deiliskipulagi og var sent í grendarkynningu dags. 13.6.2012. Skriflegt samþykki nágranna hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1111390 – Kirkjuvellir 9, svalalokun byggingarleyfi

      Athugasemd hefur borist vegna burðarþols og frágangs svalahandriða í húsinu.

      Samkvæmt áliti Mannvirkjastofnunar ber að skila séruppdráttum vegna burðarþols og frágangs svalahandriða.

    • 1202427 – Skipalón 10-14, byggingarstig og notkun

      Skipalón 10-14 er skráð á byggingarstigi 2, en virðist vera allt að því fokhelt. Samkvæmt lóðarleigusamningi átti húsið að vera fokhelt 2. apríl 2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 01.03.12 til byggingarstjóra að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæí 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 09103151 – Steinhella 12, byggingarstig og notkun

      Steinhella 12,er á byggingarstigi 1 en ekki séð annað en að það sé búið að fullbyggja húsið, sem er á iðnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarráð gerði 02.11.10 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um fokheldisúttekt innan fjögurra vikna. Byggingarstjóri hafða samband 24.11.10 og sagði samskipti við eigendur hafa verið erfið. Nýir eigendur skráðir 18.01.12. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 01.02.12 byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og benti jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1109159 – Flatahraun 1, byggingarstig og notkun.

      Lokaúttekt ólokið. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 05.10.11 og aftur 16.03.12, en byggingastjóra barst hugsanlega ekki bréf um það. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 02.05.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var gert skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Bent var á ábyrgð eigenda skv. 15. gr. laga um mannvirki. Byggingarstjóri brást ekki við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir á byggingarstjóra Sæmund Pálsson kr. 20.000 á dag frá og með 1. ágúst 2012 á samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010hafi hann ekki brugðist við erindinu fyrir þann tíma. Jafnframt verður sent erindi til Mannvrkjastofnunar um að veita honum áminningu í starfi í samræmi við sömu lög.

    • 1011245 – Rauðhella 9, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 9 eru skráðar 7 eignir sem eru allar skráðar í bst 4 mst. 8, en allar teknar í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 27.03.2012 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóra var skylt að gera þær ráðstafanir sem lögin kveða á um. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Engin viðbrögð voru við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 09.05.12 dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Guðmund Ragnar Guðmundsson frá og með 1. júlí 2012 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi hann ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram yrði sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Fram hefur komið að byggingarstjóri hafi sagt sig af verkinu 11.04.12, en engin stöðuúttekt farið fram í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi boðar til stöðuúttektar 25.06.12 kl. 13:15. Byggingarstjóra er skylt að mæta á staðinn og gera viðeigandi ráðstafanir í samræmi við 30. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1206173 – Gauksás 65, stoðveggur

      Jóhann Þórir Jóhannsson sækir 13.06.12 um leyfi fyrir stoðvegg og sorpskýli á lóð samkvæmt teikninum Sigurþórs Aðalasteinssonar dagsettar 30.05.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en skriflegt samþykki lóðarhafa á nr. 63 þarf að liggja fyrir áður en samþykki er veitt.

    • 1206221 – Suðurgata 56.fyrirspurn

      Einar Magnús Magnússon óskar eftir leyfi til að byggja stoðvegg skv. meðfylgjandi gögnum dags. 15. júnlí 2012. Veggurinn er staðsettur á Mýrargötu 2.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skriflegu samþykki lóðarhafa að Mýrargötu 2 og eins upplýsingum um hæð veggjarins. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1205140 – Vallarbarð 12.byggja yfir svalir

      Þorsteinn Svavarsson sækir þann 09.05.2012 um að byggja yfir svalir á einbýlishúsi við Vallabrað 12 samkvæmt teikningum frá Sigurði Hafsteinssyni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sækja þarf um að sameina matshluta. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1206174 – Skútahraun 2, Loftnetssúla

      Fjarskipti ehf sækja 13.06.12 um að setja loftnetssúlu og kapalstiga á Skútahraun 2, samkvæmt teikningum Gauts Þorsteinssonar dagsettar 07.06.12. Samþykki eiganda og gögn bárust með erindi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1206175 – Breiðvangur 42, reyndarteikningar

      Hafnarfjarðarkaupstaður leggur 13.06.2012 inn reyndarteikningar af Breiðvangi 42, samkvæmt teikningum Sigurþór Aðalsteinssonar dagsettar 01.06.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1206157 – Dalshraun 5, fyrirspurn

      Sebastian Dariusz Gajda leggur 12.06.12 inn fyrirspurn, óskar eftir því að fá að breyta skrifstofurými í íbúð fastanúmerið á eigninni er 222-1479.

      Ekki er leyfilegt að hafa íbúðir á svæðinu sem er skilgreint sem athafnasvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Ekki er því hægt að verða við erindinu.

Ábendingagátt