Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. júní 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 415

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Anna Sofia Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Heiðbjört Fjóla Guðjónsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1206343 – Dalshraun 9b, viðbygging

      Síld og Fiskur ehf sækir 26.06.2012 um leyfir fyrir viðbyggingu á Dalshrauni 9b, samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dagsettar 25.06.2012 stimpil frá heilbrigðiseftirliti barst einnig.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skv. samþykkt um skiltareglugerð eru flettiskilti ekki leyfileg á þessum stað. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt: $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1206102 – Brekkutröð 1, breyting á innra skipulagi

      Húsfélagið Brekkutröð 1 sækir 08.06.2012 um áðurgerðar breytingar á innra skipulagi rýma. Skyggni á vesturhlið ekki gert og tekið burtu af teikningum. Skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar 26.04.2012$line$Leiðréttar teikningar bárust 21.06.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1205354 – Norðurbakki 1-3, breyting á mhl.0104 byggingarleyfi

      Ljósþing ehf sækir 30.05.12 um leyfi til að innrétta kaffihús á 1.hæð mhl.0104 samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 20.12.05/ 25.04.12. Samþykki slökkviliðs og heilbrigðiseftirlits hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    • 1206348 – Gjáhella 4, breyting viðbygging

      Héðinn hf sækir um 26.6.2012 breytingar á þegar samþykktum teikningum. Burðarvirki stækkunar verði úr steypu auk br. á innra skipulagi skv. teikningum ASK arkitekta, br.dags. 25.6.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1206279 – Strandgata 19, fyrirspurn

      Skák ehf leggur þann 20.06.12 inn fyrirspurn um að stækka íbúðarhúsnæði við Strandgötu 19.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar í fyrri afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs 13.03.2010 að umsækjanda sé heimilt að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 1206275 – Hringbraut 36, fyrirspurn

      Hjalti Bergmann leggur þann 20.06.12 inn fyrirspurn um að byggja bílskúr á suðvesturhlið tvíbýlishúss, færa svalahurð og lengja svalir ásamt að breikka þær.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en vísar í meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1206372 – Hamarsbraut 17 bílastæði

      Athugasemd hefur borist um að verið sé að tyrfa lóðina þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að samkvæmt skipulagi og lóðarleigusamningi skulu öll bílastæði vera innan lóðar og gerir lóðarhafa skylt að ganga frá lóðinni í samræmi við það.

    C-hluti erindi endursend

    • 1205364 – Óseyrarbraut 17, breyting byggingarleyfi

      Eskja rekstrafélag sækir 30.05.12 um að stækka húsið til norðurs, einangra það og klæða með báruáli samkvæmt teikningum Gunnars Valdimarssonar dags. 29.05.12. Leiðréttar teikningar bárust 19.06.2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt