Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. júlí 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 417

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • María Guðmundsdóttir

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1207127 – Brekkuás 14, auka bílastæði

      Guðmundur Jónasson sækir 04.07.2012 um leyfi fyrir auka bílastæði á lóð samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 05.06.2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1009138 – Hvaleyrarbraut 32,bygging minnkuð, byggingarleyfi

      Leyfi til að minnka byggingu um 343,1 fm samþykkt 03.11.10. Ný afstöðumynd með textabreytingu vegna þaks barst 4.7.12. Uppbygging þaks breytist

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1207162 – Straumsvík mhl.81, breyting

      Rio Tinto Alcan á Íslandi sækir 09.07.2012 um breytingu á baðefnavinnslu MHL.81 sneiðing breytt/aukið rúmmál. samkvæmt teikningum Sigbjörns Kjartanssonar dagsettar.25.06.2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1206354 – Hringhella 3, breyting á MHL.02

      Haraldur Ólason sækir um að hefja jarðvegsframkvæmdir. Byggingaráform voru samþykkt á síðasta afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir leyfi til framkvæmda í samræmi 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Leyfið tekur til framkvæmda þar sem hönnunargögn hafa verið samþykkt.

    • 0807195 – Hnoðravellir 1, byggingarleyfi.

      Byggingarleyfi var samþykkt 10.09.2008. síðasta úttekt var úttekt á lögnum 03.04.2009. Síðan hafa framkvæmdir legið niðri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir byggingarleyfið úr gildi skv. heimild í 2. mgr. 14. greinar laga um mannvirki nr. 160/2012.

    • 0807196 – Hnoðravellir 3, byggingarleyfi.

      Byggingarleyfi var samþykkt 10.09.2008. síðasta úttekt var úttekt á lögnum 03.04.2009. Síðan hafa framkvæmdir legið niðri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir byggingarleyfið úr gildi skv. heimild í 2. mgr. 14. greinar laga um mannvirki nr. 160/2012.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1206344 – Miðvangur 41, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Jóns I. Garðarssonar ehf þar sem spurst er fyrir um möguleika á að breyta bakaríi á jarðhæð í íbúðarhúsnæði. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í sambærilega fyrirspurn. Á fundi hjá húsfélaginu 20.06.12 var samþykkt af hálfu húsfélagsins að gefa leyfi fyrir breytri notkunn á húsnæðinu. Einnig var gefið leyfi fyrir breytingu á útliti gafls til vesturs af hálfu húsfélagsins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1207145 – Austurgata 26, merkt bílastæði fyrir fatlaða

      Sigurður Elvar Sigurðsson sækir með bréfi dags 4.7.12, f.h. föður síns Sigurðar Björgvins Viggóssonar, um að merkja 1 bílastæði á Austurgötu, sjá meðfl. kort.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar á umhverfis- og framkvæmdasviði.

    • 1207137 – Hverfisgata 22, fyrirspurn

      Árni Björn Ómarsson leggur inn 05.07.2012 fyrirspurn, sjá meðfylgjandi gögn og myndir.

      Frestað milli funda.

    • 1206288 – Bón og þvottastöðin ehf, lóðaumsókn

      Lögð fram umsókn Bón og þvottastöðvarinnar ehf ódags. en móttekin 20. júní 2012 um lóð fyrir bílaþvottastöð. Bæjarráð óskaði 05.07.12 eftir umsögn frá skipulags- og byggingarmálum og umhverfis- og framkvæmdamálum.

      Frestað milli funda.

    • 1207171 – Hamarsbraut 7, fokheldi

      Við skoðun embættis byggingarfulltrúa hefur komið í ljós að húsið fyllir skilyrði þess að vera fokhelt, en ekki hefur verið sótt um fokheldisúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna. Bent er á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með framkvæmdum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1207172 – Hlíðarás 20, fokheldi

      Við skoðun embættis byggingarfulltrúa hefur komið í ljós að húsið fyllir skilyrði þess að vera fokhelt, en ekki hefur verið sótt um fokheldisúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um fokheldisúttekt innan 4 vikna. Bent er á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með framkvæmdum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1205364 – Óseyrarbraut 17, breyting byggingarleyfi

      Eskja rekstrafélag sækir 30.05.12 um að stækka húsið til norðurs, einangra það og klæða með báruáli samkvæmt teikningum Gunnars Valdimarssonar dags. 29.05.12. Leiðréttar teikningar bárust 19.06.2012. Viðbót við málið/breyting á texta barst sem vefumsókn nr 1207167 þann 10.7.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Enn vantar stimpil Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ábendingagátt