Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. júlí 2012 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 418

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1205364 – Óseyrarbraut 17, breyting byggingarleyfi

      Eskja rekstrafélag sækir 30.05.12 um að stækka húsið til norðurs, einangra það og klæða með báruáli samkvæmt teikningum Gunnars Valdimarssonar dags. 29.05.12. Leiðréttar teikningar bárust 19.06.2012. Viðbót við málið/breyting á texta barst sem vefumsókn nr 1207167 þann 10.7.12.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1207183 – Dalshraun 9b, breyting

      Síld og Fiskur ehf sækir 26.06.2012 um breytingar á brunavörnum á aður samþykktum teikningum dags. 11. júlí 2012. Samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skv. samþykkt um skiltareglugerð eru flettiskilti ekki leyfileg á þessum stað. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1207193 – Furuás 12, breyting

      Jón Stefánsson Furuási 12 óskar eftir að breyta innra fyrirkomulagi hússins skv. teikningu Halldórs Eiríkssonar dags. 11. júlí 2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir breytinguna í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 1207194 – Strandgata 9, Súfistinn, útisvæði og tré

      Birgir Finnbogason óskar eftir í bréfi dags. 9. júlí 2012, heimild til þess að lagfæra gangstétt og endurbæta útirými við Súfistann, Strandgötu 9 skv.meðfylgjandi teikningum AKO arkitekta. Enn fremur er óskað eftir að fjarlægja Alaskaösp sem stendur á þessum stað vegna skuggamyndunnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1207145 – Austurgata 26, merkt bílastæði fyrir fatlaða

      Sigurður Elvar Sigurðsson sækir með bréfi dags 4.7.12, f.h. föður síns Sigurðar Björgvins Viggóssonar, um að merkja 1 bílastæði á Austurgötu, sjá meðfl. kort.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar að sérmerkja stæði sem merkt er nr. 1 á skýringarmynd, sjá meðfylgandi athugasemdir.

    • 1207217 – Sléttuhlíð D-1, niðurrif

      Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir óskar eftir með tölvupósti dags. 18. júlí 2012 að fá leyfi til að taka leifar af gömlu sumarhúsi sem er á reit D-1 í Sléttuhlíð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar að fjarlægja leifarnar af lóðinni og farga með viðeigandi hætti.

    • 1110011 – Stuðlaberg 42.Frágangur við gangstétt.

      Í erindi frá Umhverfis- og framkvæmdasviði segir að enn eigi íbúi eftir að laga gangstétt sem hann braut við framkvæmdir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir húseiganda skylt að laga umrædda gangstétt innan 4 vikna.

    • 1207196 – Lóuás 7, lagfæring á stétt

      Í erindi frá umhverfis- og framkvæmdasviði segir að lóðarhafi hafi grafið undan stétt við götuna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir húseiganda skylt að laga umrædda gangstétt innan 4 vikna.

    • 11032659 – Gjáhella 19,umgengni á lóð.

      Athygli er vakin á því að umgengni á lóðinni nr. 19 við Gjáhellu er mjög slæm.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna.

    • 1207220 – Reykjavíkurvegur 35 og 35A, umgengni á bæjarlandi

      Komið hefur í ljós að komið hefur verið fyrir ýmsu dóti og byggingarúrgangi á bæjarland bak við hús nr. 35 og 35A við Reykjavíkurveg.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að fjarlægja umrætt dót og byggingarúrgang af lóðinni innan 4 vikna.

    • 1207215 – Svöluhraun 6, sorptunnuskýli á göngustíg.

      Komið hefur í ljós að sorptunnuskýli er staðsett á göngustíg milli húsa nr. 6 og 8 við Svöluhraun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vekur athygli á því að skv. staðfestu deiliskipulagi liggur göngustígur á milli þessara húsa og skal eigandi húss nr. 6 fjarlægja öll mannvirki af göngustígnum.

Ábendingagátt