Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. mars 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 453

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður

Þormóður Sveinsson sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Þormóður Sveinsson sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1303482 – Kvistavellir 29, breyting

      Sveinn Ingason leggur 22.03.13 inn reyndarteikningar af Kvistavöllum 29 samkvæmt teikningum Sigurbergs Árnasonar dags. 20.03.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    • 1303442 – Sléttahraun 24-26,klæðning á gafl

      Húsfélagið Sléttahraun 24-26 sækir 22.03.13 um leyfi að klæða gafl með sléttri álklæðningu. Einnig er sótt um að fjarlægja skorstein hússins vegna langvinnra lekavandamála samkvæmt teikningum Reynis Kristjánssonar dags. 21.03.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    • 1303440 – Trönuhraun 1, byggingarleyfi

      Húsfélagið Trönuhrauni 1 sækir um 22.03.13 breytingar sem varða innréttingu skrifstofurýma á 2. hæð auk hljóðvers og framleiðslurými. Gluggakerfi sett upp í stað bílskúrshurðar er snýr út að Hjallahrauni samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dagsettar 14.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    • 1303075 – Bæjarhraun 16, breyting

      Foodco hf sækir 07.03.2013 um innanhúsbreytingar ásamt hurðaopnun sem var svissuð. Sjá nánar á teikningum frá Arkís dags. 22.01.2013. Óskað er eftir að fylgja eldri byggingarreglugerð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við mannvirkjalög nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1205120 – Hlíðarás 24,byggingaframkvæmdir og skilmálar

      Vakin er athygli á að Hlíðarás 24 sé hálfbyggt hús og skapi hættur fyrir börnin í hverfinu. Húsið er skráð á byggingarstigi 2, sökkulveggir, en skv. úthlutunarskilmálum átti að skila sökkulveggjum þann 18. maí s.l. og fokheldisfrestur er til 18. maí 2008. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 04.10.12 eigendum skylt að gera húsið fokhelt og sækja um fokheldisúttekt og ganga frá húsinu þannig að ekki stafi hætta af. Kvartanir hafa borist frá nágrönnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um frágang og fokheldi. Verði ekki brugðist við tilmælum um fokheldi mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 um aðgerðir til að knýja fram umbætur.

    • 1210123 – Dalshraun 11, umsókn um stækkun lóðar og fjölgun bílastæða

      Húsfélagið Dalshrauni 11. leggur inn 12.10.2011 fyrirspurn um að fjölga bílastæðum, framkvæmdin er engöngu á bæjarlandi. Hún felur í sér að búa til bílastæði á eyjum(gras) og minnka innkeyrslugatið inn á bílastæði frá Stakkahrauni. Eigendur hússins krefjast þess að lóðarmörk húsins verða færð yfir verðandi nýju bílastæði enda stendur til að húsfélagið fjarmagni alla framkvæmdina. Sjá meðfylgjandi gögn. Skipulags-og byggingarfulltrúi óskaði 13.06.2012 eftir umsögn Umhverfis-og framkvæmdasviðs,sem tók jákvætt í breytingarnar 20.06.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið svo fremi sem bílastæði sé innan lóðar. Sótt hefur verið um lóðarstækkun.

      Umsækjandi þarf að sækja formlega um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1303408 – Hraunbrún 40, Byggingarleyfi

      Haukur Sveinsson sækir 21.03.2013 um leyfi fyrir gestahúsi, sjá meðfylgjandi bréf og teikningar.

      Erindið er skoðað sem fyrirspurn. Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda.

    • 1303406 – Helluhraun 16-18, breyting

      Eik fasteignafélag Hf sækir 21.03.2013 um leyfi v/endurnýjunar klæðningar, breyttri gluggasetningu, niðurrif andyris, stækkun tengibyggingar og niðurrif millilofts, samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 06.03.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar til skipulagsbreyting hefur hlotið lögformlega afgreiðslu.

    • 1303383 – Krýsuvíkurvegur, fyrirspurn um lóð fyrir skreiðaþurrkun

      Dane Magnusson gerir fyrirspurn, dags 19.3.13, um helming lóðar við Krýsuvíkurveg 218420, til að þurrka skreið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu, þar sem margar kvartanir hafa borist vegna lyktarmengunar frá skreiðarvinnslu á þessu svæði.

Ábendingagátt