Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. apríl 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 454

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður

Þormóður Sveinsson sat einnig fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Þormóður Sveinsson sat einnig fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1303070 – Lækjargata 11, byggingarleyfi

      Lárus Gunnar Jónasson leggur 06.03.2013 fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um stækkun á jarðhæð, sem mun hýsa stofu og eldhús. Samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 01.02.2013. Nýjar teikningar bárust 27.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1303207 – Vesturgata 18-20, breyting.

      Leiguhlíð ehf. sækir 14.03.13 um breytingu á aðaluppdrætti skv. teikningum Tryggva Tryggvasonar 22.02.07.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1302221 – Reykjavíkurvegur 54, breyting

      N1 hf sækir um 15.02.2013 um að breyta innraskipulagi á Subway samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.22.02.10 breytt 12.02.13. Nýjar teikningar bárust 04.03.13. Nýjar teikningar bárust 19.03.13 með stimpli Heilbrigðiseftirlits.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1304028 – Hvammmur lóðarmörk

      Svanlaugur Sveinsson sækir f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs um óverulega tilfærslu á lóðamörkum leikskólans Hvamms skv meðfylgjandi uppdrætti til að aðlaga þau að göngustíg og gróðri. Girðing verði færð til samræmis við það, en hún er í dag langt innan núverandi lóðarmarka.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið fyrir sitt leyti með vísan til 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindi um lóðarstækkun til bæjarráðs.

    • 1304015 – Mjósund 10, breytt nýting á lóð

      Mjósund ehf sækir með bréfi dags. 23.03.13 um breytta skráningu húsnæðisins Mjósund 19, þannig að skráningu lóðarinnar verði breytt úr viðskipta- og þjónustulóð í íbúðarlóð. Húsnæðið er skráð sem félagsmiðstöð í fasteignaskrá.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrra svar um að breytingin krefst breytingar á aðalskipulagi, og þarf að sækja sérstaklega um þá breytingu.

    • 1304012 – Krosseyrarvegur 2, fyrirspurn

      Kristján B Arnar leggur 02.04.13 fram fyrirspurn um að byggja svalir og reisa lágreistan vegg við lóðamörk að Vesturbraut 9, sjá fylgigögn. Samþykki eiganda aðliggjandi lóðar liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðinn vegg með fyrirvara um að samkomulag milli lóðarhafanna verði þinglýst eða lóðamörkum breytt. Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurn um svalir. Fullnaðaruppdrættir skv. kafla 2.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

    • 0906048 – Skipalón 23, frágangur á byggingarstað

      Tekið fyrir að nýju bréf Páls Jónssonar f.h. húseigendafélagsins að Skipalóni 27, þar sem kvartað er yfir frágangi á lóðinni. Samþykktar voru dagsektir á lóðarhafa, Frjálsa fjárfestingabankann 13.08.2009, en þá voru gerðar nokkrar úrbætur á lóðinni. Girðing umhverfis svæðið er nú fallin niður, á lóðinni er óvarinn byggingarkrani og ónýtir gámar ásamt fleiru. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 25.05.11 lóðarhöfum skylt að koma lóðinni í viðunandi horf innan fjögurra vikna. Ekkert gerðist í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 08.06.11 fyrirmæli til lóðarhafa um að koma lóðinni í viðunandi horf í samræmi við 68.6 grein skipulagsreglugerðar nr. 441/1998. Yrði ekki brugðist við erindinu innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á lóðarhafa í samræmi við 2. mgr. 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir nýjum eiganda, Frjálsa Fjárfestingabankanum, sem er skráður eigandi, eða félögum í hans umboði/eigu, skylt að ganga frá lóðinni á viðunandi hátt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1206058 – Víkingastræti 3, lokaúttekt

      Lagt fram bréf Jóhannesar Viðars Bjarnasonar dags. 2. júlí 2012 þar sem óskað er eftir fresti til 15. september til að ljúka við lagfæringar á atriðum sem gerð var athugasem við í lokaúttekt á nýju húsunum. Umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi féllst á að veita umbeðinn frest til 15.09.12 með því skilyrði að sem fyrst yrði lokið við að klæða með óbrennanlegri klæðningu húsið næst Fjörukránni vegna sambrunahættu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1110292 – Sörlaskeið 21, byggingarstig og notkun

      Hesthúsin við Sörlaskeið 21 eru skráð á byggingarstigi 4 og 5 og matstigi 5 og 8. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar dags. 25.11.11, en byggingarstjóri brást ekki við erindinu, sagður fluttur úr landi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að ráða nýjan byggingarstjóra og sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna.

    • 1201336 – Sörlaskeið 9, byggingarstig og notkun

      Sörlaskeið 9 er skráð á byggingarstigi 4, þrátt fyrir að vera fullbúið. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 03.05.2012 kl. 15:00 í samræmi við 36. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarstjóri mætti á staðinn og kvaðst ætla að sækja um lokaúttekt. Sú umsókn hefur ekki borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0905032 – Tjarnarbraut 29, iðnaðarhúsnæði á lóð

      Kvörtun hefur borist vegna skýlis sem reist hefur verið á lóðinni,ásamt ólöglegri búsetu í matshluta 02. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 22.08.12 eigenda á að búseta er óheimil í iðnaðarhúsnæði. Ekkert byggingarleyfi er fyrir skýlinu,og skal það fjarlægt án tafar að viðlögðum dagsektum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skýlið hefur verið fjarlægt, en gerðar hafa verið útlitsbreytingar án leyfis. Nýjar upplýsingar hafa borist um að rekið sé bílaverkstæði í skúrnum og gögn lögð fram því til satðfestingar. Ekki starfsleyfi fyrir því og starfsemin óheimil þar sem hér er íbúðarsvæði samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 23.01.13 að búseta er óheimil í húsinu og gerði eiganda skylt að hætta atvinnurekstrinum (bílaverkstæðinu) tafalaust. Yrði ekki brugðist við því innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda kr. 50.000/dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á þinglýstan eiganda Algimantas Cesiulis 300955-2159 frá og með 15.05.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi ekki verið brugðist við erindinu fyrir þann tíma og útlit fært í upprunalegt form. Jafnframt er honum gert skylt að stöðva reksturinn án tafar, þar sem hann er ekki heimill í íbúðarhverfi.

    C-hluti erindi endursend

    • 1303545 – Norðurbakki 21, byggingarleyfi

      Batteríið arkitektar og Eykt ehf sækja 27.03.2013 um leyfi vegna breytinga á innihurðum íbúa og svalahurða, þykkt léttra veggja er aðlagað því. Þykkt á plötu breytt og salarhæðir og kótar aðalagaðir. Einnig er herbergjaskipan í íbúð 305 breytt. Samkvæmt teikningum Jóns Ólafs Ólafsonar dags: 24.11.2005

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu og óskar eftir samþykki allra meðeigenda í húsinu.

    • 1303499 – Klukkuvellir 4, Byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303501 – Klukkuvellir 6, byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303502 – Klukkuvellir 8, byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt