Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. apríl 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 455

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1304143 – Óseyrarbraut 31b, byggingarleyfi

      Vélsmiðja Orms og Víglundar sækir 09.04.13 um að byggja starfsmannaaðstöðu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 15.03.13. sjá fyrri málsnúmer 1301378,1302007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1303555 – Skerseyrarvegur 3, Sólpallur

      Valgarður Valgarðsson leggur inn 27.03.13 inn leyfi til að byggja sólpall og setja hurð út úr borðstofu út á pall samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dag.25.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1304040 – Skipalón 1,breyting

      Skipalón 1-7, Magnús Jóhannsson og Benedikt Steingrímsson leggja inn 04.04.13 uppfærðar aðalteikningar (byggingarlýsingu fyrir bílakjallara) fyrir Skipalón 1 teiknað af Sigurlaugu Sigurjónsdóttur dags. 20.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1304047 – Skipalón 5,breyting

      Skipalón 1-7, Magnús Jóhannsson og Benedikt Steingrímsson leggja inn 04.04.13 uppfærðar aðalteikningar fyrir Skipa´lón 5, þakkantur og stærðir á svölum auk byggingarlýsingar fyrir bílageymslu, teiknað af Sigurlaugu Sigurjónsdóttur dags. 20.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1304048 – Skipalón 7,breyting

      Skipalón 1-7, Magnús Jóhannsson og Benedikt Steingrímsson leggja inn 04.04.13 uppfærðar aðalteikningar fyrir Skipalón 7, aðkoma og byggingarlýsing fyrir bílakjallara teiknað af Sigurlaugu Sigurjónsdóttur dags. 20.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1304142 – Drekavellir 44, breyting

      Eiríkur og Einar Valur ehf leggja 09.04.13 inn nýjar útlits og snið teikningar vegna breytingar á svölum samkvæmt teikningum Einars Ólafssonar dags. 13.07.2007 breyting 26.04.12

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1301731 – Hafnarsvæði, umsókn um stöðu- eða torgsöluleyfi

      Hattur ehf kt. 571104-2290 óskar eftir stöðuleyfi fyrir pylsubíl/matbíl á hafnarsvæðinu. Málið var tekið fyrir í Hafnarstjórn þann 1. feb sl. og var vísað til Skipulags- og byggingarráðs, sem tók jákvætt í erindið. Hafnarstjórn samþykkti 02.04.13 að pylsuvagninum verði stillt á bílastæðin ofan við lokuðu flotbryggjurnar í Flensborgarhöfn til reynslu til loka september 2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við “Reglur um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðarbæjar”, þar sem skipulags- og byggingarsvið er formlegur leyfisveitandi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1304117 – Umsókn um lagningu háspennustrengs

      Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir með tölvupósti dags. 05.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs milli Hellnahrauns og Krýsuvíkur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1304135 – Austurgata 22/Strandgata 19 fyrirspurn

      Costa Invest ehf leggur inn 09.04.13 fyrirspurn um breytt lóðamörk og byggingar á ló Strangötu 19 og Austurgötu 22, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1303339 – Strandgata 32, breyting

      Hallberg Guðmundsson sækir 19.03.13 um að setja glugga á norðuhlið, breyta innraskipulagi og byggja nýja stiga í kjallara samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar. Nyjar teikningar bárust 09.04.2013 dagsettar 06.04.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1109127 – Sléttuhlíð, svæði fyrir býflugur

      Borist hefur tölvupóstur dags. 5. apríl 2013 þar sem kvartað er yfir ónæði frá býflugnabúi, bæði eru menn hræddir við flugurnar og eins eru sumir með ofnæmi. Skipulags- og byggingarráð veitti til eins árs til reynslu þann 20. september 2011.

      Eiganda býflugnabúsins er gert að færa búið inná sína eigin lóð vegna þessara ábendinga.

    • 1304039 – Furuás 30 byggingarstig

      Húsið er enn á byggingarstigi og matsstigi 4, en átti samkvæmt lóðarleigusamningi að vera fullbúið 18.12.2008.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að ljúka framkvæmdum í samræmi við lóðarleigusamning og sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna.

    • 1303547 – Ástjarnarkirkja, bifreiðastæði

      Kjartan Jónsson sóknarprestur óskar með bréfi dags 19.03.13 eftir að Hafnarfjarðarbær taki fyrir fjölgun bifreiðastæða við Ástjarnarkirkju eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir. Jafnframt hvort unnt sé að opna akstursleið frá Kirkjuvöllum yfir á Berjavelli.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skoðunar á Umhverfis- og framkvæmdasviði hvað varðar bílastæðamál og Undirbúningshóps umferðarmála hvað varðar gatnatengingu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1304063 – Miðhella 4, breyting innanhúss.

      Naust Marine sækir um 05.04.13 breytingar innanhúss skv. teikningum Hebu Hertervig dagsettar 28.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1304055 – Móhella 2, breyting

      FM-hús sækir 04.04.13 um að setja milliloft, breyta eldvarnarbúnaði og fl. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 22.03.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1304146 – Stakkahraun 1, Umsókn um byggingarleyfi

      Bréfabær ehf sækir 10.04.2013 um leyfi vegna breytinga á húsnæði vegna sportbars samkv. teikningum Jeannot A Tsirenge dags:10.03.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303499 – Klukkuvellir 4, Byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13 nýjar teikningar bárust 09.04.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303501 – Klukkuvellir 6, byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13 Nýjar teikningar bárust 09.04.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1303502 – Klukkuvellir 8, byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 26.03.13 um leyfi til að byggja klasahús samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags: 22.03.13 Nýjar teikningar bárust 09.04.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt