Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. maí 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 460

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1305115 – Fífuvellir 4, endurnýjun á byggingarleyfi

      Byggðaval ehf sækir 10.05.13 um að endurnýja bygginagarleyfi samkvæmt eldri teikningum. Byggingarleyfi samþykkt 2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1303406 – Helluhraun 16-18, breyting

      Eik fasteignafélag Hf sækir 21.03.2013 um leyfi v/endurnýjunar klæðningar, breyttri gluggasetningu, niðurrif andyris, stækkun tengibyggingar og niðurrif millilofts, samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 06.03.2013. Nýjar teikningar bárust 07.05.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1305085 – Kaldakinn 4, byggingarleyfi

      Höskuldur Sigurðsson sækir 07.05.13 um leyfi á endurbótum á holsteinshúsi sem klæða á með aluzink báruklæðningu. samkv teikn. Brynhildar Guðlaugsdóttur dagsettar 07.05.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1305164 – Krýsuvík, kvikmyndataka.

      Valgeir Gunnalaugsson óskar eftir fh. framleiðslufyrirtækisins Pegasus að taka upp auglýsingu við Seltún í Krýsuvík. Auglýsingin verður tekin upp fimmtudaginn 16. maí og tekur um 4 tíma.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þessi að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara auglýsingargerðar. $line$Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1304016 – Dalshraun 11, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

      Húsfélagið Dalshraun 11 sækir með vefumsókn 02.04.13 eftir heimild til að breyta deiluskipulagi vegna lóðarstækkunar á lóðinni í samræmi við fyrirliggjandi gögn sem send hafa verið undanfarin ár. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 08.04.13 að deiliskipulagi við Dalshraun 11 yrði breytt vegna lóðarstækkunar í samræmi við uppdrátt dags. 22. mars 2013 og yrði grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305133 – Smyrlahraun 16, breyting

      Gyða Björnsdóttir og Brynjar Viðarsson sækja 13.05.13 um leyfi fyrir viðbyggingu út í bakgarð, samkv. teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dagsettar 09.05.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi sendir erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er bent á meðfylgjandi athugasemdir við erindið.

    • 1303013 – Brekkugata 22, byggingarleyfi breyting

      Sigurður B.Stefánsson sækir 28.02.13 um að gera eina íbúð í tvíbýlishúsi sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Stefáns Arnar Stefánsonar dags.16.08.12. Undirskriftir nágranna bárust 05.03.2013. Nýjir uppdrættir bárust 30.4.2013. Skipulags- og byggingarráð heimilaði 14.05.13 breytingar á húsinu í samræmi við erindið, að undanskilinni byggingu sólstofu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir lagfærðum gögnum í samræmi við samþykkt skipulags- og byggingarráðs áður en byggingarleyfi verður gefið út.

    • 11032770 – Hvaleyrarbraut 27.Umgengni á lóð.

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi á Hvaleyrarbraut 27. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 30.06.2011 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf. Lóðin hefur aftur færst í verra horf, m.a. netabunkar og gámar án stöðuleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því á ný til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna og sækja um stöðuleyfi fyrir gáma.

    • 1305163 – Suðurgata 18,umgengni á lóð

      Ábending barst um að hlutir á lóð Suðurgötu 18 hindruðu innkeyrslu að Suðurgötu 24 og 28.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til Umhverfis- og framkvæmdasviðs að fjarlægja bílinn, hafi lóðarhafi ekki brugðist við erindinu innan 2 vikna. Tilvísun í 20. grein l0ögreglusamþykktar Hafnarfjarðar.

    • 1305038 – Hraunbrún 40, umsókn um vinnuskúr

      Haukur Sveinsson sækir 06.05.13 um að setja vinnuskúr á lóð samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til umsækjanda að ræða við arkitekt á skipulags- og byggingarsviði um staðsetningu skúrsins. Jafnfram er því beint til umsækjanda og eiganda Hraunbrúnar 38 að sækja um lóðarstækkun fyrir land sem tekið hefur verið í notkun.

    C-hluti erindi endursend

    • 1211028 – Kaldakinn 14, breyting

      Ólöf Ásta Stefánsdóttir sækir 05.11.2012 um leyfi að breyta þaki og kvistum á Köldukinn 14, einnig að klæða húsið með bárujárni, samkvæmt teikningum Ásmundar Jóhannssonar dagsettar 14.09.2007. Nýjar teikningar bárust 10.05.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1212117 – Bjarkavellir 1d.9 íbúða fjölbýlishús

      Valhús ehf sækir þann 13.12.2012 um leyfi til að byggja 9 íbúða fjölbýlishús samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni dagst.01.12.2012. Jafnframt er sótt um að styðjast við eldri byggingarreglugerð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Þar sem stuðst er við eldri byggingarreglugerð skal þvottahús vera samkvæmt henni.

Ábendingagátt