Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. júní 2013 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 464

Mætt til fundar

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
 • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
 • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
 • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
 • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. A-hluti byggingarleyfa

  • 1306126 – Ráðhústorg, stöðuleyfi fyrir útimarkað.

   Framkvæmdasvið óskar eftir stöðuleyfi fyrir útimarkað með 6 jólaþorpshúsum á torginu fyrir framan Ráðhústorgið frá og með 21 júní – 15. ágúst 2013.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við reglur um götusölu og útimarkaði í landi Hafnarfjarðar. Sjá fylgiskjal.

  • 1306069 – Austurgata 31, framkvæmdir, úttektir og skráning

   Byggingarfulltrúi samþykkti á árinu 2009 viðbyggingar á lóðinni Austurgata 31. Engar úttektir eru skráðar né að það hafi farið fram fokheldis- og lokaúttekt.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.

  • 0801058 – Fjarðargata 13-15, byggingarleyfi

   Fasteignafélagið Bæjarholt sækir 04.01.2008 um að byggja svalir beggja vegna við veitingahúsið Cafi Aroma samkvæmt teikningum Erling Grosen Pedersen dags. 19.03.1993. Nýjar teikningar bárust þann 08.07.2008. Byggingarleyfi samþykkt 09.03.2008. Framkvæmdir ekki hafnar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tilkynnir að byggingarleyfið er fallið úr gildi þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar sbr. 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

  B-hluti skipulagserindi

  • 1305339 – Fjóluhvammur 14, notkun húss

   Borist hefur bréf frá íbúum í nágrenni Fjóluhvamms 14 þar sem kvartað er yfir atvinnustarfsemi í húsinu, nú síðast hafi húsið verið leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Borist hefur svar frá Vinakoti ásamt umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Lagður fram úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í sambærilegu máli.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1304546 – Strenglögn frá Vatnsskarðsnámum til Krísuvíkur

   Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir 26.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá Vatnsskarðsnámu til Krýsuvíkur. Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.06.13.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Frestað á síðasta fundi. Meirihluti skipulags- og byggignarráðs synjaði erindinu 11.06.13 eins og það liggur fyrir. Hönnuður óskar eftir leiðbeiningum um hvað leyft er í þessu tilviki.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

  • 1306090 – Ölduslóð 37. Fyrirspurn

   Lögð er fram 07.06.13 fyrirspurn um að byggja lyftustokk og lyftu við norðurhlið hússins samkv. teikningum Ingimundar Sveinssonar.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðaruppdráttum, verði lögð fram umsókn um byggingarleyfi.

  • 1306041 – Skerseyrarvegur 5, framkvæmdir, úttektir og skráning

   Byggingarfulltrúi samþykkti árið 2007 breytingar á húsinu Skerseyrarveg 5, sem hefur áhrif á stærð íbúða. Síðasta skráða úttekt er á þakvirki, hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram. Einnig þarf að skila inn eignaskiptayfirlýsingu þar sem stærðir eigna í húsinu breytast.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.

  C-hluti erindi endursend

  • 1006152 – Straumsvík, gasstöð, byggingarleyfi

   Gasfélagið sækir þann 09.06.2010 um leyfi fyrir auka geymarými samkvæmt teikningum. Nýjar teikningar bárust 14.09.10 samkvæmt breytingar á deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1306045 – Flatahraun 5a, breyting

   Blikás ehf sækir um 04.06.13 um að koma fyrir pizza ofni og reykröri upp fyrir þakbrún samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dags. 01.06.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

  • 1306087 – Staðarhvammur 1, breyting

   Gunnar og Ólafur ehf sækja 07.06.13 um að breyta áður samþykktum teikningum af eignarhlutanum merktum 0102 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 25.05.13

   Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt