Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

31. júlí 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 471

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1307245 – Reykjavíkurvegur 78, byggingarleyfi

      Actavis sækir 26.07.13 um leyfi til að stækka eldhus og breyta búningsherbergjunum í salerniskjarna. Skráningartafla og aðrar teikningar eru óbreyttar. Skv. teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags. 19.07.13 og stimpill heilbrigðiseftirlits og brunahönnuðar er á teikningunni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1305067 – Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi

      Borgar Þorsteinsson sækir um að breyta deiliskipulagi samkvæmt uppdráttum frá Kára Eiríkssyni dags. 07.01.13. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 28. maí að tillaga að breytingunni yrði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið auglýst og athugasemdafrestur er liðinn. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1307249 – Ásvellir 1 myndskreyting á Haukahúsi

      N1 sendir inn fyrirspurn um að setja upp myndskreytingar á Haukahúsið á þær hliðar sem snúa að sjálfsafgreiðslustöð N1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1307230 – Skógarhlíð 5, fyrirspurn

      Fyrirspurn frá Jóni Hrafni Hlöðverssyni f.h.íbúa að Skógarhlíð 5 í Hafnarfirði þar sem óskað er eftir áliti skipulags og byggingafulltrúa á því að byggð verði tengibygging milli íbúðarhúss og bílskúrs samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Um er að ræða 20 m² viðbyggingu og fer nýtingarhlutfall lóðar úr 0,28 í 0,31 við þessa aðgerð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðan verði grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1306079 – Hverfisgata 33, bílastæði fyrir fatlaða

      Við Hverfisgötu 33 er merki um bílastæði fyrir fatlaða. Læknisvottorð hefur borist um þörf á stæðinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að framlengja leyfið til 5 ára.

    • 1307247 – Lækjargata 9, merkja bílastæði

      Erling Andersen sækir um að fá merkt bílastæði við Lækjargötu 9. Læknisvottorð fylgir með og teikning um hvar bílastæði er fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar á umhverfis- og framkvæmdasviði.

    • 0904119 – Svöluás 5, frágangur húss

      Borist hefur kvörtun vegna vinnupalla við Svöluás 5, sem búnir eru að standa í mörg ár og ekki gengið frá. Byggingarleyfi var samþykkt árið 2001 og breytingar árið 2002. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 08.05.13 tilmæli frá 22.04.09 um að ljúka frágangi húss og lóðar innan 4 vikna, en upplýsa að öðrum kosti um stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar enn tilmæli um að ljúka frágangi húss og lóðar. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við grein 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1210322 – Lyngbarð 2, frágangur á húsi

      Borist hafa kvartanir frá nágrönnum vegna þess hve dregist hefur að ganga frá húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra hússins skylt að ganga frá ytra byrði hússins innan 4 vikna.

    • 1307232 – Blómvangur 15, Ólöglegar framkvæmdir.

      Ólöglegar framkvæmdir. Við eftirlit á Blómvangi 15,kom í ljós að breytingar standa yfir á einbýlishúsi, þar sem fyrirhugað er að gera tvær íbúðir inní húsinu og eina íbúð í bílskúr. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að stöðva framkvæmdir án tafar og veita tilhlýðandi upplýsingar um málið. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1307265 – Strandgata 32 óleyfisframkvæmd.

      Komið hefur í ljós að sagað hefur verið úr útvegg og glugga breytt í hurð. Ekki liggur fyrir samþykkt fyrir breytingunni. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010, 9. grein.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að færa húsið í fyrra horf án tafar og veita tilhlýðandi upplýsingar um málið. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagektir á eiganda í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1307246 – Sævangur 24, breyting

      Sjúkraþjálfunarstöðin Átak sækir 29.07.13 um að breyta inngangi á neðri hæð með því að setja nýjan inngang á suðausturhlið einnig að setja glugga í gluggalaust rými samkvæmt teikningum Kristinns Arnarssonar dags. 21.07.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar málinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt