Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. ágúst 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 472

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1307264 – Austurgata 47, fyrirspurn

      Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon leggja 31.07.13 fram fyrirspurn um að endurreisa vinnuhús við götuna, gera tengibyggingu milli framhúss og bakhúss og millibyggingu sem tengir húsin saman. Einnig að reisa útbyggingu á annarri hæð þar sem stigahúsið var. Fyrirspurnarteikning og greinargerð fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1308027 – Kvistavellir 61,Fyrirspurn, girðing

      Ishmael David óskar 06.08.13 eftir leyfi til reisa girðingu að hæð 1,8, sjá meðfylgjandi teikningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, þar sem girðingin snýr aðeins að landi bæjarins.

    • 1201192 – Linnetsstígur 2, byggingarstig og notkun

      Byggingarár Linnetsstígs 2 er árið 2005 og húsið löngu tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997. Lokaúttekt fór fram 12.09.12, en lauk ekki þar sem athugasmdir voru gerðar. Gefnar voru 4 vikur til að bregðast við athugasemdum og boða til endurtekinnar lokaúttektar. Ekki var brugðist við því. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 31.01.13 byggingarstjóra skylt að boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Bygginsgarstjóri Benedikt Steingrímsson óskaði eftir fresti til 15.04.13 til að ljúka verkinu. Sótt var um breytingu á brunahólfun og fl, en erindinu frestað 17.04.2013, þar sem samþykki slökkviliðs lá ekki fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingastjóra skylt að ljúka verkinu og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1305377 – Kirkjuvellir 8, byggingarkrani á lóð

      Kvartanir hafa borist vegna byggingarkrana á lóðinni, sem staðið hefur óhreyfður í nokkur ár. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði lóðarhafa skylt 29.05.13 að sækja um leyfi fyrir krananum eða fjarlægja hann innan 4 vikna að öðrum kosti. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir lóðarhafa skylt að fjarlægja kranann innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0811204 – Brekkuás 5-7, ábendingar byggingafulltrúa

      Borist hafa ábendingar frá húsfélaginu Brekkuási 5 – 7, þar sem gerðar eru athugasemdir við frágang húss og lóðar. Athugun skoðunarmanns skipulags- og byggingarsviðs staðfestir ýmsar ábendinganna. Flutt var inn í húsið áður en lokaúttekt/öryggisúttekt fór fram, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Lokaúttekt fór fram 26.04.2013, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Byggingarstjóra var gert skylt að bæta úr þeim og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingastjóra skylt að ljúka verkinu og boða til endurtekinnar lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggignarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1308043 – Krýsuvík, ljósmyndataka.

      Tomoko Daimaru óskar eftir fh. tískuhönnuðarins Issey Miyake að taka ljósmyndir í Krýsuvík. Verkið tekur 2 tíma.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þessi að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið við Seltún er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar ljósmyndunnar. $line$

    • 1308025 – Miðvangur 151, frágangur á lóð

      Borist hefur kvörtun frá nágrönnum vegna slæms frágangs á lóð Miðvangs 151.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir húseiganda skylt að bæta umgengni á lóðinni innan 4 vikna.

    • 1308048 – Eyrartröð 3 byggingarstig og notkun

      Húsið er á fokheldisstigi, þótt það hafi verið tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingastjóra skylt að boða til lokaúttektar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

Ábendingagátt