Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. ágúst 2013 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 475

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1203183 – Hvaleyrarbraut 35, lokaúttekt

      Húsið er skráð á byggingarstigi 3, þrátt fyrir að hafa verið tekið í notkun, þ.e. ekki skráð fokhelt. Um er að ræða brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Íbúðir hafa verið innréttaðar í húsinu, sem ekki er leyfi fyrir. 15.02.12 var samþykkt að skipta eign 0202 í tvo hluta, en eignaskiptasamningur hefur ekki verið lagður inn, þannig að það leyfi er fallið úr gildi. Lokaúttekt fór fram 23.05.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar, m.a. að verið væri að innrétta íbúð í húsinu, sem ekki er leyfilegt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Bent er á ábyrgð eigenda skv. sömu lögum. Komið hefur í ljós að ósamþykktar íbúðir hafa verið auglýstar til sölu í húsinu, sem er í ósamræmi við aðalskipulag.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um lokaúttekt sem skal fara fram nú þegar. Verði ekki brugðist við erindinu innan einnar viku mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra án frekari fyrirvara.

    • 1011318 – Breiðhella 12, byggingarstig og notkun

      Breiðhella 12 sem er á iðnaðarsvæði , húsið er skráð á bst/mst 4. Húsið er fullbyggt og hefur verið tekið í notkun, sem er brot á löögum um mannvirki nr. 160/2010. Vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggignarfulltrúi gerði 04.07.12 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt/öryggisúttekt innan 4 vikna.Nýir eigendur eru að húsinu og enginn byggingarstjóri skráður á það.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið, sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna.

    • 1205199 – Kvistavellir 46-54, umgengni á lóð.

      Kvartað hefur verið undan timbri og gám á lóðinni. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 16.05.13 til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Eigandi ætlaði að bregðast við, en ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi ítrekar tilmæli sín til eiganda um að fjarlægja timbur og gám af lóðinni. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 0908042 – Krýsuvík, jarðskjálftamælir, endurnýjun á leyfi.

      Með tölvupósti dagssettum 23. ágúst 2013 óskar Sigríður Kristjánsdóttir eftir fh. tékknesku vísindaakademíunnar i Prag að setja upp jarðskjálftamæli til tveggja ára ásamt mastri fyrir sólarsellu og vindrellu. Vísað er í erindi um sama mál sem afgreitt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23. september 2009.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1210097 – Fléttuvellir 35, hlaðinn veggur á lóðarmörkum.

      Komið hefur í ljós að byggð hefur verið hleðsla á vegg á lóðarmörkum við hús nr 35 við Fléttuvelli. Veggurinn er ekki sýndur á samþykktum teikningum og er mun stærri en ákvæði í byggingarreglugerð segja til um. Í greinagerð deiliskipulags Valla 4 kemur fram að leyfilegt sé að reisa girðingu allt að 180 cm háa innan lóðarmarka í minnst 180 cm frá lóðarmörkum. Um girðingar gilda að öðru leyti fyrirmæli byggingarreglugerðar 67.gr. 3 kafla. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 17.10.12 kröfu um að veggurinn yrði fjarlægður. Ekki var brugðist við því, og ítrekaði skipulags- og byggingarfulltrúi þann 27.02.13 fyrirmæli um að fjarlægja vegginn. Yrði ekki brugðist við því innan fjögurra vikna myndi skipulags- og byggingarfulltrúi beita úrræðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Ekki hefur enn verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrri afgreiðslu og leggur dagsektir á eigendur Fléttuvalla 35 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, kr. 20.000 á dag frá og með 01.10.13 verði ekki brugðist við erindinu og hið ólöglega mannvirki fjarlægt fyrir þann tíma.

    • 1308430 – Klukkuvellir 3, fyrirspurn

      Katarína Vokrri leggur 23.08.13 inn fyrirspurn varðandi lokun á svölum. Meðfylgjandi er undirskriftalisti með samþykki íbúa á Klukkuvöllum 3.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1307133 – Suðurhvammur 15, fyrirspurn

      Sigfús Þór Magnússon og Elísabet Valgeirsdóttir gera fyrirspurn þann 9. 7.13 um lokun svala sjá meðf.uppkast af teikningum. Viðbótargögn bárust 23.08.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1308281 – Reykjavíkurvegur 76, 78 og 80, deiliskipulagsbreyting.

      Actavis ehf. sækir þann 20.08.2013 um breytingu á gildandi deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Úti-Inni arkitekta dags. 13.8.2013 vegna stækkunar á matsal fyrirtækisins að Reykjavíkurvegi 78. $line$Deiliskipulagið nær yfir Reykjavíkurveg 76, 78 og 80.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1308423 – Hringbraut 61, fyrirspurn

      Bjartmar Pétursson leggur 23.08.13 fram fyrirspurn um að byggja einnar hæðar viðbyggingu við bakhlið íbúðarinnar á miðhæð hússins. Vibyggingin yrði 53.5 fermetrar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1308522 – Rauðhella 5,umgengni á lóð

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi á Rauðhellu 5.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1308523 – Klukkuvellir 23-27, fyrirspurn

      Ás styrktarfélag leggur inn fyrirspurn hvort samþykkt yrði deiliskipulagsbreyting skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 26. ágúst 2013 frá AVH.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 0911180 – Skógarás 2, framleiðsla á bátum

      Borist hefur bréf frá íbúum við Skógarás dags. 02.11.2009 þar sem gerð er athugasemd við óþrifnað vegna bátasmíði á lóðinni. Lagðir fram minnispunktar eftirlitsmanns skipulags- og byggingarsviðs. Borist hefur ítrekun með undirskriftum nágranna dags. 25.06.2013 þar sem kvartað er yfir slæmri umgengni á lóðinni tengt þessu. Heilbrigðisfulltrúi gerði húseiganda skylt 16.10.2012 að hætta starfseminni. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26. júní 2013 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur undir kröfu heilbrigðisfulltrúa, enda samræmist starfsemin ekki skilgreiningu svæðisins sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Húseiganda er gert skylt að koma lóðinni í snyrtilegt horf. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að koma lóðinni í viðunandi horf innan þriggja vikna. Að þeim tíma liðnum má búast við að lagðar verði dagssektir á eiganda í samræmi við 56. gr mannvirkjalaga 160/2010.

    A-hluti byggingarleyfa

    • 1308241 – Breiðhella 8-10, byggingarleyfi endurvinnslu

      Sorpa sækir 19.08.13 um að byggja hús fyrir endurvinnslu á skilaumbúðum samkvæmt teikningum Hjartar Pálssonar dags. 13.08.13. Stimpill frá heilbrigðiseftirliti er á teikningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1308466 – Lækjargata 8, breyting

      Kristrún Ágústsdóttir leggur inn reyndarteikningar af bílgeymslu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 16.10.2005

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1306250 – Steinhella 1,reyndarteikningar

      Hraunvinnslan ehf leggur 27.06.13 inn reyndarteikningar af Steinhellu 1, samkvæmt teikningum Hauks Ásgeirsonar dag. 25.06.13 Nýjar teikningar bárust 19.08.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð. $line$Skilyrt er að vottorð um lokaúttekt verði ekki gefið út nema að liggi fyrir ný og endurskoðuð eignaskiptalýsing.munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1306259 – Vesturbraut 9, byggingarleyfi

      Pegasos slf. sótti um þann 27.06.13 að breyta útliti, setja nýjar tröppur og svalir á húsið ásamt því að endurnýja klæðningu skv. teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags. 27.06.13. Breytingar hafa verið gerðar á húsinu án tilskilinna leyfa, og eigandi sinnti ekki fyrirmælum byggingarfulltrúa um að stöðva framkvæmdir (bréf dags. 29.04.2013 málsnr. 1304460) Bókun afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2013 var eftirfarandi: Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Nýjar teikningar hafa borist dags. 23. ágúst 2013. $line$$line$$line$$line$$line$$line$$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstaka efnisþáttum. $line$$line$Skilyrt er að vottorð um lokaúttekt verði ekki gefið út nema að liggi fyrir ný og endurskoðuð eignaskiptalýsing

    C-hluti erindi endursend

    • 1308256 – Melabraut 18,breyting

      Hagvagnar sækja 19.08.13 um að breyta innra skipulagi. Bætt við millilofti á verkstæði og settur upp nýr veggur samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags. júní 2000.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt