Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

4. september 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 476

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1309159 – Bæjarhraun göngu- og hjólastígur, framkvæmdaleyfi

      Halldór Ingólfsson f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs sækir með tölvupósti dags. 02.09.13 um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólreiðastíg meðfram Bæjarhrauni samkvæmt deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1308589 – Klukkuvellir 1, Fyrirspurn

      Ástak ehf leggur 30.08.13 inn fyrirspurn um að minnka íbúðir og fjölga um eina, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1308543 – Kaldárselsvegur J1. Stöðuleyfi

      Magnús Jónsson sækir 28.08.13 um stöðuleyfi fyrir gám að Kaldárselsvegi J1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1309130 – Bæjarhraun 14 bílastæði

      Jón Gestur Hermannson óskar með tölvupósti dags. 04.09.13 eftir því fyrir hönd HS Veitna hf, kt. 431208-0590, að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta við nokkrum bílastæðum á móts við húseignina Bæjarhraun 14, en á undanförnum árum hafa HS-veitur nokkrum sinnum bent á þörf fyrir fleiri bílastæði við húsið.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1308590 – Hreyfanlegur matsöluvagn, fyrirspurn

      Elvas Sultani leggur 30.08.13 fram fyrirspurn um að fá að hafa hreifanlega matarvagn í landi bæjarins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið með fyrirvörum. Sækja þarf um formlegt leyfi þar sem staðsetning vagnsins liggur fyrir. Hafnarfjarðarbær útvegar ekki rafmagn á opnum svæðum eða bílastæðum. Sækja þarf um starfsleyfi frá heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

    • 1307052 – Blómvangur 18, bílskúr í leigu

      Borist hefur fyrirspurn vegna bílskúrs sem leigður er út til íbúðar að Blómvangi 18. Skipulags- og byggingarfulltrúi benti 04.07.13 á að bílskúrinn uppfyllir ekki skilyrði þess að vera íbúðarhúsnæði og ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir breyttri notkun hans.

      Skipualgs- og byggingarfulltrúi gerir eigendum bílskúrsins skylt að rýma íbúð í bílskúrnum innan 4 vikna.

    • 1309105 – Lónsbraut 2,umgengni á lóð

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi á Lónsbraut 2.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309106 – Drangahraun 7,umgengni á lóð

      Athugasemd er gerð við lóðarumgengi á Drangahrauni 7.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309129 – Glitvangur 13, framkvæmdir í óleyfi

      Komið hefur í ljós að ekki hefur verið byggt samkvæmt samþykktum uppdráttum, og er því um óleyfisframkvæmdir að ræða.

      Skipulags- og byggingarfulltúi beinir því til eigenda að skila réttum reyndarteikningum af húsinu eða færa það í samþytt form að öðrum kosti innan 4 vikna.

    • 1306023 – Fífuvellir 2, lokaúttekt ólokið

      Fífuvellir 2 er enn skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.08.2013 kl. 15 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda var gert skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu.$line$Húsið er skráð sem einbýlishús, en borist hafa ábendingar um að fleiri íbúðir séu í húsinu, sem er í ósamræmi við skipulag og leyfi liggur ekki fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Lúðvík Óskar Árnason og sömu upphæð á eigendur Sveinbjörn Sveinsson og Laufeyju Baldvinsdóttir frá og með 15.10.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 0904119 – Svöluás 5, frágangur húss

      Borist hefur kvörtun vegna vinnupalla við Svöluás 5, sem búnir eru að standa í mörg ár og ekki gengið frá. Byggingarleyfi var samþykkt árið 2001 og breytingar árið 2002. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði 08.05.13 tilmæli frá 22.04.09 um að ljúka frágangi húss og lóðar innan 4 vikna, en upplýsa að öðrum kosti um stöðu málsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði enn 31.07.13 tilmæli um að ljúka frágangi húss og lóðar. Yrði ekki brugðist við því innan 4 vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda í samræmi við grein 2.9.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 og 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eigendur Óskar Karlsson og Drífu Jónu Sigfúsdóttur frá og með 15.10.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi lóðin ekki verið lagfærð fyrir þann tíma.

    C-hluti erindi endursend

    • 1308585 – Hringbraut 64,Reyndarteikningar

      Kristín Þorsteinsdóttir leggur 29.08.13 inn Reyndarteikningar af Hringbraut 64, Samkvæmt teikningum Gísla G.Gunnarsonar dags.25.08.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt