Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. september 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 478

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1309146 – Selvogsgata 16 breyting á byggingarleyfi

      Þórður Örn Guðbjörnsson sækir 05.09.13 um að gluggar feldir út í kjallarar samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dag.20.11.2011 Ný teikning barst 17.09.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1309100 – Sléttuhlíð C-0 , byggingarleyfi

      Ragnheiður Kristjánsdóttir sækir 03.09.13 um að byggja heilsárshús samkvæmt teikningum Björgvins Víglundssonar dags. 27.08.13. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11. setp sl. þar sem því var frestað. Nýjar teikningar bárust 17. september.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1212073 – Kaplahraun 2-4 breyting á byggingarleyfi

      Hýmir ehf sækir 07.12.12 um að breyta innra skipulagi, breyta gluggum og setja girðingu á lóðarmörk samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 06.12.12. Nýjar teikningar bárust þann 19. júlí 2013 og 16. sept 2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1309256 – Austurgata, fyrirspurn um framkvæmdir

      Ishmael David sækir um leyfi, f.h. framkvæmdasviðs, til að fara í framkvæmdir skv. meðfl. teikningu í Austurgötu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi sanþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1306050 – Krýsuvík-Hafnarfjörður ljósleiðaratenging

      Emerald Networks sendi inn fyrirspurn um lagningu ljósleiðara frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem óskaði eftir frekari upplýsingum um hvar ætti að leggja ljósleiðarann. Þær upplýsingar hafa borist með bréfi dags. 12. júlí 2013. Óskað var eftir umsögn minjaverndar á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 15. ágúst sl. Umsögn minjaverndar barst. 13. september 2103.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1308189 – Norðurbraut 41, fyrirspurn

      Þráinn Bertelsson leggur 15.08.13 fram fyrirspurn um að byggja viðbyggingu á norðurhlið hússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1210116 – Fornubúðir 3, lóðarstækkun og deiliskipulagsbreyting

      Tekin fyrir að nýju tillaga Alark að breytingu deiliskipulags lóðanna Fornubúðir 3 og Cuxhavengötu 2. Hafnarstjórn samþykkti 16.04.13 þessa breytingu á deiliskipulagi lóðanna fyrir sitt leyti og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs. Leiðréttur uppdráttur barst dags. 05.06.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 03.07.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.Skipulags- og byggingarráð samþykkti 13.8.2013 að skipulagstillagan yrði grenndarkynnt samkvæmt 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1308188 – Norðurbraut 41, fyrirspurn

      Þráinn Bertelsson leggur 15.08.13 fram fyrirspurn um að fjarlægja bílskúrshurð og setja glugga í staðinn. Breyta bílskúr í geymslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og óskar eftir fullnaðaruppdráttum með umsókn um byggingarleyfi í samræmi við byggingarreglugerð. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309403 – Krýsuvíkurvegur/minkabú, rusl og drasl við húsið.

      Borist hefur ábending um rusl og drasl við hús sem stendur við Kaldárselsveg (áður minkabú) og er í eigu Íslandsbanka.

      Eiganda hússins er gert að fjarlægja þetta dót án tafar þar sem umrætt svæði er á hverfisvernduðu hraunasvæði upplandsins og skammt frá útivistarsvæði Hafnfirðinga við Hvaleyrarvatn. Svæðið er einnig innan fjarsvæðis vatnsverndar.

    • 1011239 – Rauðhella 7, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 7 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 7 eignir, allar á bst. 4 mst. 8, en húsið tekið í notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna, en frestur var veittur til 15.02.11. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 23.02.12, en frestur var veittur þar sem verið væri að vinna í teikningum. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.12.12 eigendum og byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt fyrir 15.01.13. Yrði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gefur byggingarstjóra og eigendum frest til 15.10.13 til að sækja um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1305244 – Tinhella 1 byggingarleyfi

      N1 sækir 21.05.13 um að byggja bráðabirgðarstöð fyrir metan gáma samkvæmt teikningum Svavars M. Sigurjónssonar dags. 14.05.13. Skipuilags- og byggingarfulltrúi frestaði erindinu 22.05.13 þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi. $line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um hvort verkinu verður haldið áfram.

    • 1011272 – Steinhella 4, byggingarstig og notkun

      Á Steinhellu 4 sem er á iðnaðarsvæði eru skráðar 6 eignir á bst/mst 2, þrátt fyrir að húsið er risið. Fokheldisúttekt var framkvæmd 04.03.11 en synjað þar sem eldvarnarveggi vantaði. Einnig vantar lokaúttekt.$line$Frestur var veittur síðast til 01.06.2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1202501 – Hringhella 12, milliloft

      Gerð er athugasemd við milliloft í húsinu, sem eigandi telur vera hillur. Það er túlkun skipulags- og byggingarfulltrúa að sé breidd meiri en 2 metrar þurfi til að koma burðarþolsreikningar, og sé þá um að ræða milliloft, sem er byggingarleyfisskylt. Eiganda var gert skylt 29.02.12 að sækja um leyfi fyrir milliloftið eða fjarlægja það að öðrum kosti. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1101296 – Hringhella 12, lokaúttekt

      Lokaúttekt var framkvæmd 08.11.12, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna.

    • 1306010 – Drekavellir 24b,fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Jennifer Ágústa Arnold óskar eftir að Hafnarfjarðarbær taki þátt í kostnaði við uppsetningu girðingar til að hindra átroðning yfir lóðina til að stytta sér leið yfir á strætóbiðstöð.

      Fram til þessa hefur Hafnarfjarðarbær ekki komið að girðingaruppsetningu þar sem íbúðalóðir koma að bæjarlandi, heldur hafa lóðarhafar séð um slíkar framkvæmdir.

    • 1309330 – Álfholt 6

      Ófeigur Örn Ófeigsson spyr hvot heimilt verði að stækka bílgymslu um 0.5 m á hvorn veg út fyrir byggingarreit.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Ekki er um neinn byggingarreit að ræða á deiliskipulagi. Byggingarleyfi fyrir bílskúr frá árinu 2000 er fallið úr gildi og samræmist að auki ekki deiliskipulagi svæðisins.

    • 1309404 – Engjavellir 12,girðingar

      Íbúð 0203 hefur nú þegar girt af sinn sérafnotaflöt með girðingu sem er um 180 cm. á hæð, eigandi íbúðar 0202 hefur hafið framkvæmdir við að girða af sinn sérafnotaflöt. Ekki hefur verið sótt um neinar af þessum girðingum. $line$$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að girðingar á lóðamörkum eða nær þeim en 180 cm eru byggingarleyfisskyldar og háðar samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Eigendum íbúða 0202 og 0203 ber að fjarlægja girðingarnar inna 3 vikna eða sækja um leyfi fyrir þeim með skriflegu samþykki nágranna að öðrum kosti.

    C-hluti erindi endursend

    • 1307247 – Lækjargata 9, merking á bílastæði

      Erling Andersen sækir um að fá merkt bílastæði við Lækjargötu 9. Læknisvottorð fylgir með og teikning um hvar bílastæði er fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu þar sem umsækjandi er með stæði innan lóðar og erfitt er að koma fyrir merktu bílastæði á Lækjargötu á þessum stað. Jafnframt beinir skipulags- og byggingarfulltrúi því til eigenda Lækjargötu 11 að leysa sín bílastæði innan sinnar lóðar.

    • 1307176 – Breiðvangur 46, nýtt byggingarleyfi

      Ómar Ingi Bragason sækir 17.07.13 um leyfi fyrir fækkun innveggja, nýjum glugga í herbergi og að handrið svala breytist úr timburhandriði í steypt handrið. Samkv teikningum Ivons Stefáns Cilia dagsettar 11.07.13. Nýjar teikningar bárust 03.09.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem skriflegt samþykki nágranna fyrir svalahandriðinu liggur ekki enn fyrir.

Ábendingagátt