Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

25. september 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 479

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1309432 – Hraunvangur 7, breyting

      Hrafnista í Hafnarfirði leggur 19.09.13 reyndarteikningar af 1.hæð a-álmu vegna umsóknar um vínveitingaleyfi samkvæmt teikningum Odds Kr.Finnbjarnarsonar dags. 12.09.2013 Stimpill slökkviðliðs, heilbriðiseftirlits og yfirfarið af brunahönnuði fylgir með á teikningum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1306260 – Hvaleyrarbraut 27,breyting á innra skipulagi

      Barkasuða Guðmundar sækir 28.06.13 um breytingu á innra skipulagi í rými 01-01 bætt inn millilofti og fl.Samkvæmt teikningum Jóns Guðmundsonar dag.26.06.13. Nyjar teikningar bárust 20.09.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1303070 – Lækjargata 11, byggingarleyfi

      Lárus Gunnar Jónasson leggur 06.03.2013 fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um stækkun á jarðhæð, sem mun hýsa stofu og eldhús. Samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 01.02.2013. Nýjar teikningar bárust 27.03.13. Nýjar teikningar bárust dagsettar 26.08.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1309509 – Hvammabraut, stígur við kirkjugarð, framkvæmdaleyfi

      Halldór Ingólfsson sækir f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við Hvammabraut framan við Kirkjugarð. Stígurinn er þriggja metra breiður, meðfram Kirkjugarðinum samkvæmt deiliskipulagi ásamt smá breytingum. Sbr. tölvupóst dags. 23.09.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið þar sem það er í samræmi við gildandi deiliskipulag Kirkjugarðsins.

    • 1309510 – Reykjanesbraut, stígur móts við Kaplakrika, framkvæmdaleyfi.

      Halldór Ingólfsson sækir f.h. Umhverfis- og framkvæmdasviðs um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við Reykjanesbraut til móts við Kaplakrika. Stígurinn er þriggja metra breiður, sem tengist við gönguljós við Hamraberg og síðan meðfram Reykjanesbraut að bæjarmörkum við Garðabæ. Sbr. tölvupóst dags. 23.09.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið þar sem stígurinn er skv. gildandi aðalskipulagi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1309135 – Móabarð 18, umsókn um merkt bílastæði.

      Gréta Aðalsteinsdóttir sækir 04.09.13 um endurnýjun á merktu stæði fyrir fatlaða að Móabarði 18. Ljósrit af stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða barst 24.09.13. Bráðabirgðaakstursheimild barst 24.09.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Leyfið gildir til 5 ára.

    • 1309476 – Snjóbrettamót við Linnetsstíg

      Aðalsteinn Valdimarsson leggur 20.09.2013 fram fyrirspurn um að halda lítið snjóbrettamót í miðbæ Hafnarfjarðar við Linnetstíg í janúar, febrúar. Sjá skissu og myndir.

      Málinu er vísað til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1309535 – Drekavellir 24b, færsla sorptunnuskýla

      Þorsteinn Kristmundsson óskar eftir með tölvupósti dags 19.09.13 að færa sorptunnuskýli við Drekavelli 24b. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við erindið, en bendir á að samþykki meðeigenda í húsi þarf að liggja fyrir.

    • 1309500 – Rauðhella 2, viðbygging og byggingarstig

      Árið 2008 samþykkti byggingarfulltrúi viðbyggingu við Rauðhellu 2. Síðasta skráða úttekt er á botnplötu.Hvorki hefur farið fram fokheldis- né lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    • 1305163 – Suðurgata 18,umgengni á lóð

      Ábending barst um að hlutir á lóð Suðurgötu 18 hindruðu innkeyrslu að Suðurgötu 24 og 28. M.a. númerslaus bíll, sem staðið hefur þar mjög lengi. Samkvæmt 20. grein lögreglusamþykktar Hafnarfjarðar, er Framkvæmdasviði heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu Hafnarfjarðarbæjar ökutæki sem brjóta í bága við 1. mgr. ? 5. mgr., ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi því 11.09.13 til lóðarhafa Prentsmiðju Hafnarfjarðar ehf að fjarlægja bílinn. Yrði ekki brugðist við því innan 3 vikna mundi Umhverfis- og framkvæmdasvið fjarlægja bílinn. Komið hefur í ljós að eigendur bílsins eru KúKú Campers ehf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi eiganda bílsins KúKúCampers skylt að fjarlægja bílinn. Verði ekki brugðist við því innan 3 vikna mun Umhverfis- og framkvæmdasvið fjarlægja bílinn á kostnað eiganda.

    • 1309586 – Dalshraun 14 ósamþykktar breytingar.

      Guðmundur Adolfsson gerir athugasemd við að kyndiklefi, sem er skráður sem sameign hússins, hafi verið fjarlægður og útliti hússins breytt, allt án samþykkis meðeigenda í húsi og byggingarfulltrúa. Hann fer fram á að kyndiklefinn verði byggður í samræmi við samþykkta uppdrætti. Enn fremur að honum sé meinaður aðgangur að mælakerfi og lögnum, sem eru staðsett þar sem kyndiklefi á að vera.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum skylt að leggja inn nýja uppdrætti af núverandi ástandi hússins með samþykki allra meðeigenda í húsi. Að öðrum kosti færa húsið til þess ástands sem sýnt er á samþykktum uppdráttum. Enn fremur veita öllum meðeigendum óhindraðan aðgang að sameign hússins. Verði ekki brugðist við þessu innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.

    C-hluti erindi endursend

    • 1309386 – Fjarðargata 19, breyting á byggingarleyfi

      Stjarnan ehf sækir um að skipta rými 0102 upp í tvö rými en ekki að breyta skráningartöflu. Í rýminu verður Subway og hins vegar skrifstofa. Setja þarf nýja útihurð fyrir Subway samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 10.09.13. Stimpill frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs er á einni teikningunni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309416 – Suðurhvammur 15, yfirbygging á svölum

      Elísabet Valgeirsdóttir og Sigfús Þór Magnússon sækja 18.09.13 um að byggja yfir svalir samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 21.08.2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar í svar Skipulags- og byggingarráðs við fyrirspurn um sama erindi: Óskað er eftir leiðréttum gögnum sem uppfylli skilyrði byggingareglugerðar. Lögð er áhersla á að svalalokun sé í samræmi við stíl húss, gluggagerð og efnisnotkun. Frestað. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt