Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. október 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 480

Mætt til fundar

  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 10071340 – Cuxhavengata 1, byggingarstig og notkun.

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 4 (fokhelt) þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun. Lokaúttekt var framkvæmd 09.03.12 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. Endurtekin lokaúttekt fór fram 01.02.13, en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan 4 vikna.

    • 1001204 – Drangahraun 14, byggingarstig og notkun

      Fokheldi er komið á húsið, en það vantar enn lokaúttekt og svo virðist sem húsið sé í notkun. Enginn byggingarstjóri er skráður á verkið. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 09.05.12 eigendum skylt að skrá byggingarstjóra á verkið innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 um dagsektir. Dagsektir voru lagðar á 30.01.13, en frestur veittur til 15.05.13 til að boða til lokaúttektar.

      Áður boðaðar dagsektir koma til innheimtu frá og með 01.11.13 hafi lokaúttekt ekki verið boðuð fyrir þann tíma.

    • 1011344 – Lónsbraut 66, byggingarstig og notkun

      Lónsbraut 66 sem er á hafnarsvæði er skráð á bst/mst 4 þrátt fyrir að húsið virðist fullbyggt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 24.11.10 byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 28.02.2012, en frestur var veittur til 20.03.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra/eiganda skylt að sækja um lokaúttekt innan þriggja vikna í samræmi við grein 53.1 í byggingarreglugerð.

    • 1309644 – Kaplahraun 7b,frágangur á lóð

      Ábending hefur borist við frágang á lóð að Kaplahrauni 7b sbr. bréf dags. 30.september 2013 frá Rafcom og Rafhitun.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda 7b að koma lóðinni í viðunandi horf innan 4 vikna frá dagssetningu þessa bréfs.

    • 1310023 – Krókahraun 6, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Kristinn Þór Guðmundsson óskar eftir að byggja bílskúr á auðum reit við hlið núverandi bílskúrslengju skv. meðfylgjandi staðsetningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina en bendir á að samþykki allra eigenda hússins þarf að liggja fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1310024 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting fyrirspurn

      Sveinbjörn Jónsson fyrir hönd Eskju hf óskar eftir stækkun á byggingarreit lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Hafnarstjórnar og Skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1309536 – Brekkugata 14 breyting

      Ragnar Agnarsson sækir 24.09.13 um að byggja viðbyggingu og nýjan bílskúr við húsið samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 30.08.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1309622 – Trönuhraun 10,breyting

      Lindberg ehf sækir um að breyta innra fyrirkomulagi 1. hæðar ásamt fjölgum á gistirýmum samkvæmt teikningum Erlendar Á. Hjálmarssonar dagsettar 23.08.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til meðfylgjandi athugasemda.

    A-hluti byggingarleyfa

    • 1308281 – Reykjavíkurvegur 76, 78 og 80, deiliskipulagsbreyting.

      Actavis ehf. sækir þann 20.08.2013 um breytingu á gildandi deiliskipulagi vegna stækkunar á matsal fyrirtækisins að Reykjavíkurvegi 78. $line$Deiliskipulagið nær yfir Reykjavíkurveg 76, 78 og 80.$line$Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.$line$Grenndarkynningu er lokið, engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að afgreiðslu verði lokið skv. 4. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1306148 – Straumsvík - Loftþjöppustöð

      Ístak hf. óskar eftir því með tölvupósti dags. 1.október 2013 að framkvæma eigin úttektir með vísan til byggingarreglugerðar nr. 112/2012

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með vísan til og að uppfylltum skilyrðum gr. 3.7.4. 112/2012.

    • 1310059 – Drekavellir 40,færsla á ljósastaur

      Ómar Þór Lárusson óskaði 01.10.13 eftir því að færa ljósastaur ásamt því að breyta gangstétt við Drekavelli 40.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið en bendir á allur flutningur á götugögnum og breyting á gangstétt er á kosnað umsækjanda.

Ábendingagátt