Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. október 2013 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 481

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt skipulags- og byggingarsviði.
  1. C-hluti erindi endursend

    • 1309653 – Hverfisgata 41A, breyting

      Borgar Þorsteinsson sækir 30.09.13 um leyfir fyrir viðbyggingu og endurbótum innanhús. Samkv teikn Kára Eiríksson arkitekts dagsettar 27.09.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    A-hluti byggingarleyfa

    • 1310068 – Reykjavíkurvegur 62,umsókn um byggingarleyfi

      Sótt er um leyfi þann 2.10.13 til að klæða norður og austurhlið hússins, einnig verður skyggni á vesturhlið klætt og skyggni til norður brotið niður, sjá nánar á teikningum Hildar Bjarnadóttur frá 15.7.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1308025 – Miðvangur 151, frágangur á lóð

      Borist hefur kvörtun frá nágrönnum vegna slæms frágangs á lóð Miðvangs 151.Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði húseiganda skylt að bæta umgengni á lóðinni innan 4 vikna.

      Lagt fram bréf Guðmundar Svavarssonar dags. 5. september 2013.

    • 1310180 – Suðurgata 36,frágangur húss

      Ábending hefur borist um slæmt viðhald á hússeign að Suðurgötu 36 sem gæti valdið slysum og eignartjóni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að koma húsinu í viðunandi horf sbr. gr. 3.10.1. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

    • 1310181 – Skipalón 5, tími framkvæmda

      Ábending hefur borist frá íbúa að vinna við byggingarframkvæmdir hafi verið að teygjast fram á nótt og einnig hafist snemma morguns um helgar sem hefur valdið nærliggjandi íbúum ónæði.

      $line$Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til framkvæmdaraðila og byggingarstjóra að virða 4.gr lögreglusamþykktar Hafnarfjarðarkaupstaðar.

Ábendingagátt