Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. október 2013 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 484

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1310225 – Klukkuvellir 1, Byggingarleyfi

      Ástak ehf sækir 14.10.13 um leyfi til að byggja 4. hæða fjölbýlishús með kjallara. Samkvæmt teikningum Gunnars Páls Kristinssonar dags.08.10.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1310336 – Brattakinn 3. Byggingarleyfi

      Ingimar Jón Þorvaldsson sækir 21.10.13 um leyfi til að byggja garðskála. Samkv. teikningum Gísla G. Gunnarssonar dagsettar 12.10.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar leiðrétt gögn hafa borist og skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1309622 – Trönuhraun 10,breyting

      Lindaberg ehf sækir 27.09.13 um breytingu á Trönuhrauni 10 í gistiheimili samkv teikningum Erlendar Á. Hjálmarsonar dagsettar 28.08.13. Nýjar teikningar bárust 29.10.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1309416 – Suðurhvammur 15, yfirbygging á svölum

      Elísabet Valgeirsdóttir og Sigfús Þór Magnússon sækja 18.09.13 um að byggja yfir svalir samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dags. 21.08.20. Ný teikning barst dagsett 18.10.13. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn um málið með þeim fyrirvara að teikningar bærust sem samræmdust byggingarreglugerð. Í byggingarreglugerð segir m.a. í grein 4.3.1: “Aðaluppdráttur að húsi skal sýna grunnflöt allra hæða þess og milliflata, mismunandi sneiðar húss og lóðar og allar hliðar.” Innlagðir uppdrættir sýna einungis umrædda íbúð og uppfylla þar með ekki reglugerðarákvæðið sem kveður á um að uppdrættirnir skuli sýna húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010, en fellur frá fyrri samþykkt um nýja skráningartöflu. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Aðaluppdráttur skal hér sýna grunnflöt þeirrar hæðar hússins alls sem breytingin á við ásamt útlit þeirra húshliða (alls hússins) sem breytingin hefur áhrif á.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1105183 – Klukkuberg 1,veggur á lóð byggingarleyfi

      Orri Blöndal sækir 10.05.11 um að endurnýjun byggingarleyfis fyrir stoðvegg í plani á framlóð landnúmer 121466 samkvæmt reyndarteikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 01.05.11.$line$Nýjar teikningat bárust 21.10.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1310448 – Klukkuvellir 23 - 27, deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir tillaga AVH arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna, dags. 29.10.13. Skipulags- og byggingarráð hafði heimilað að unnin yrði tillaga að breytingunni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1310179 – Gjáhella 11, breyting á deiliskipulagi

      Járn og blikk sækir 09.10.13 um breytingu á deiliskipulagi að Gjáhellu 11 skv. uppdrætti dags. 27.10.13.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist.

    • 1209262 – Álfhella 17, fyrirspurn um lóðarstækkun

      Lögð fram fyrirspurn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar send í tölvupósti dags. 13. september 2012 varðandi lóðarstækkun við ofangreinda lóð. Bæjarráð óskar erftir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa og jafnframt nánari upplýsingum um byggingaráform. Upplýsingarnar hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið þar sem grjótnámunni hefur verið lokað.

    • SB050643 – Strandgata 41

      Tekið fyrir erindi um gerð niðurfelldrar skábrautar í aðkomu að hárgreiðslustofu til að auðvelda hreyfihömluðum aðgengi. Lögð fram umsögn Umhverfis og framkvæmdasviðs: “Tröppur á teikningum eru sýndar á bæjarlandi. Eðlilegast er að heimila lóðarhafa að fara í framkvæmdir við tröppur á eigin kostnað á bæjarlandi.”

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti. Málinu vísað áfram til Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1310415 – Umsókn um flutning á skólastofum

      Ólafur Þórarinn Steinbergsson sækir um 28.10.13 um að flytja tvær skólastofur frá Elliðavatni á Geymslusvæðið í Kapelluhrauni tímabundið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið til 3 mánaða með fyrirvara um samþykki eiganda Geymslusvæðisins.

    • 1310290 – Óseyrarbraut 3. Fyrirspurn

      Ásmundur Jóhannsson leggur 16.10.13 inn fyrirspurn varðandi breytingu á starfsemi við Óseyrarbraut 3.$line$Erindinu var vísað til umsagnar Hafnarstjórnar sem hafnar íbúðum á hafnarsvæðinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið með vísan til umsagnar Hafnarstjórnar.

    • 1310402 – Mosabarð 6, fyrirspurn um garðhús

      Juraté Akuceviciuté spyr með vefumsókn dags. 25.10.13 hvort garðhús á lóðinni fáist samþykkt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, þar sem garðhúsið er yfir stærðarmörkum fyrir smáhýsi og erindið samræmist því ekki deiliskipulagi.

    • 1105490 – Hrauntunga 24, göngustígur

      Á afgreiðslufundi þann 1. júní 2011 var lóðarhafa gert að fjarlægja lokað hlið við göngustíg. Komið hefur í ljós að hliðið er ennþá á umræddum stað og gróðursett hefur verið á göngustíginn sem er á bæjarlandi. Þetta lokar þar með gönguleið barna á leið í skóla. Deiliskipulag gerir ráð fyrir göngustíg á þessum stað. Skipulags-og byggingarfulltrúi ítrekaði 30.08.2012 fyrri bókun og beindi því til lóðarhafa að fjarlægja hliðið án tafar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til Umhverfis- og framkvæmdasviðs að ryðja göngustíginn á kostnað húseigenda í samræmi við 3. mgr 56. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010, hafi ekki verið brugðist við erindinu innan 3 vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1310359 – Stapahraun 11. Stöðuleyfi fyrir gám

      Te og kaffi sækir 22.10.13 um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Fram kemur að gámarnir eigi að notast tímabundið sem milligangur. Ekki er heimilt að veita stöðuleyfi fyrir aðra gáma en þá sem notast eiga til geymslu skv. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Erindinu er því synjað eins og það liggur fyrir.

Ábendingagátt