Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

20. nóvember 2013 kl. 00:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 487

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1308256 – Melabraut 18,breyting

      Hagvagnar sækja 19.08.13 um að breyta innra skipulagi. Bætt við millilofti á verkstæði og settur upp nýr veggur samkvæmt teikningum Ásmundar Sigvaldasonar dags. júní 2000. Nýjar teikningar bárust 31.10.2013 með stimpli Slökkviliðs,Ný skráningartafla barst 15.11.2013

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    C-hluti erindi endursend

    • 1311167 – Sólvangsvegur 1. Byggingarleyfi

      Höfn sækir 13.11.2013 um leyfi fyrir stækkun á matsal. Samkvæmt teikningum Hilmars Þórs Björnssonar dagsettar 28.08.13

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til meðfylgjandi athugasemda.

    • 1311181 – Norðurbakki 11-13. Svalalokun

      Húsfélagið Norðurbakka 11-13 sækir 14.11.13 um leyfi fyrir svalalokun. Samkv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 25.01.06. Meðfylgjandi er listi yfir samþykki þinglýstra eigenda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til meðfylgjandi athugasemda.

    • 1311301 – Óseyrarbraut 17. Byggingarleyfi

      Rekstrafélagið Eskja sækir 20.11.13 um leyfi fyrir stækkun húss til Norðurs. Samkv. teikn Sveinbjörns Jónssonar dagsettar nóvember 2013.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan til meðfylgjandi athugasemda.

Ábendingagátt