Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. mars 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 502

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1403142 – Helluhraun 16-18, innraskipulag

      Eik fasteignafélag sækir 13.03.14 um að koma fyrir verslun Apótekarans í nyðri hluta hússins samkvæmt teikningum Freys Frostasonar dags. 11.03.14

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1403132 – Klettahraun 2, fyrirspurn

      Daníel Scheving Hallgrímsson óskar með vefumsókn dags. 12.2.2014 eftir leyfi til að fella há tré á lóð Klettahrauns 2.

      Daníel Scheving Hallgrímsson óskar eftir leyfi til að fella há tré á lóð Klettahrauns 2.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1403113 – Vitastígur 12, fyrirspurn

      Svanþór Eyþórsson leggur 12.03.14 fram fyrirspurn um að byggja bílsskúr. Skissa fylgir með og samþykki nágranna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en þó með fyrirvara um stærð skúrsins. Sjá meðfylgjandi minnispunkta.

    • 1312216 – Mjósund 10, breyting byggingarleyfi

      Byggingarleyfi var samþykkt 09.01.14 en ekki er enn skráður byggingarstjóri á verkið, og engar sérteikningar hafa borist. Engar úttektir hafa heldur farið fram. Samkvæmt 35. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 er búseta því ekki heimil í húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að skrá nú þegar byggingarstjóra á húsið og boða til öryggisúttektar í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Að öðrum kosti mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum sömu laga til að knýja fram úrbætur.

    • 1403095 – Cuxhavengata 3, fyrirspurn

      Saltkaup ehf leggja 11.03.14 fram fyrirspurn um að stækka saltgeymslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að erindið krefst breytingar á deiliskipulagi. Skriflegt samþykki eiganda Óseyrarbrautar 12b varðandi kvöð um umferð þarf að liggja fyrir áður en erindið er tekið til afgreiðslu. Erindið er jafnframt sent til umsagnar hafnarstjórnar. Sjá frekari athugasemdir í meðfylgjandi minnispunktum.

    • 1402053 – Hraunbrún 30,íbúð í kjallara

      Komið hefur í ljós að við breytingu á húsnæði samkvæmt samþykktum teikningum frá 2001 hefur ekki verið unnin ný skiptalýsing, þar sem tekið er á grundvallarþáttum svo sem skiptingu hita- og rafmagnskostnaðar og breytingu á hlutfallstölu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.02.14 eigendum skylt að skila eignaskiptalýsingu til byggingarfulltrúa innan 2 mánaða. Borist hefur athugasemd frá einum eiganda hússins.

      Lagt fram svar skipulags- og byggingarsviðs við athugasemd frá einum eiganda hússins. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli til eigenda að skila eignaskiptalýsingu til byggingarfulltrúa innan 1 mánaðar.

    • 1403086 – Óseyrarbraut 26, byggingarstig og notkun

      Á árinu 2010 var samþykkt bráðabirgða leyfi fyrir 450 m2 geymsluhúsnæði á lóðinni, en það hefur ekki verið reist og ekki sótt um endurnýjun byggingarleyfis.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir eigendum á að samkvæmt 14. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 er byggingarleyfið fallið úr gildi.

    C-hluti erindi endursend

    • 1403137 – Trönuhraun 7c, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja f.h.Kjötkompaníið 12.03.14 um að breyta innraskipulagi eignahluta 0103.samkvæmt teikningum Páls Poulsen dags. 12.03.14 Stimpill heilbrigðiseftirlits er á teikningu

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1403232 – Hnoðravellir 41-45, jarðvegsvinna

      Óskað er eftir því að fá að ganga frá jarðvegspúða undir raðhús nr 41 til 45 við Hnoðravelli. Færsla á byggingarreit er í grenndarkynningu og fyrirhugað er að hefja vinnu við uppsteypu húsanna um leið og leyfi fæst til þess.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi getur ekki orðið við erindinu, þar sem erindið er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, en grenndarkynningu á breytingu þess er ekki lokið. Leyfið verður gefið út þegar breyting á deiliskipulagi hefur hlotið staðfestingu. Frestað.

Ábendingagátt