Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. ágúst 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 524

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1408151 – Fluguskeið 11, byggingarstig og notkun

      Fluguskeið 11 er skráð á byggingarstigi 2, matstigi 1 og síðasta skráða úttekt er á þakvirki þann 27.10.2011. Mannvirkið hefur verið tekið í notkun án fokheldis-, öryggis- eða lokaúttektar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við því mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

    • 1304510 – Sólvangsvegur 3, Lokaúttekt

      Lokaúttekt fór fram 29.04.13 en lauk ekki þar sem athugasemdir voru gerðar. $line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að sækja um endurtekna lokaúttekt innan fjögurra vikna.

    • 1011244 – Rauðhella 8, byggingarstig og notkun

      Á Rauðhellu 8 eru skráðar 3 eignir, sem eru skráðar taldar á matstigi 4 – 8, nema 0103 sem er skráð á byggingarstig 4 og matstig 7, allar eignir eru teknar í notkun. Með tölvupósti dags. var óskað eftir frest til að ganga frá athugasemdum vegna lokaúttektar og álagðra dagsekta.

      Umbeðin frestur veittur um 3 mánuði.

    • 1408260 – Stapahraun 11 og 12

      Eigendur húsana að Stapahrauni 11 og 12 óska eftir að taka land í fóstur skv. meðfylgjandi blaði með það í huga að gróðursetja og gera svæðið snyrtilegra.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og beinir því til lóðarhafa að það þurfi að gera samning um erindið hjá skipulags- og byggingarsviði. Jákvæð umsögn sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmda liggur fyrir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1408252 – Strandgata 31 og 33, fyrirspurn

      Casula ehf Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík leggur inn fyrirspurn hvort að heimilt verði að breyta Strandgötu 31-33 skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 19. ágúst 2014. Ennfremur lagt fram bréf dags. 13. ágúst 2014 Yrki arkitekta

      Erindinu er frestað þar sem deiliskipulagsbreytingin er enn í auglýsing og athugasemdarfrestur er ekki runnin út.

Ábendingagátt