Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. september 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 526

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1408209 – Berghella 1, byggingarleyfi

      Gámaþjónustan ehf sækir 18.08.14 um að byggja efnamótöku samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dags.14.08.14. Brunahönnunarskýrsla fylgir með ásamt stimpli frá Skökkviliði Höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1408390 – Kaplahraun 2-4, breyting á innra skipulagi

      Armar ehf sækir 27.08.14 um leyfi til að gera smávæginlegar breytingar á innra skipulagi húss, minnka 2.hæð og setja glugga og hurð á suðurhlið við sa-horn húss. Færa hlið á vesturhlið girðingar, samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 20.08.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1409062 – Drekavellir 6,svalalokun íb.02-02

      Aðalsteinn Gíslason sækir 02.09.14 um leyfi til að byggja svalaskýli, sjá meðfylgjandi uppdrætti. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 29.08.14. Skriflegt samþykki eiganda Drekavalla 6 fylgir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1405137 – Fífuvellir 4, skúr á lóð

      Fífuvellir 4, skúr á lóð. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 14.05.2014 eftir upplýsingum frá lóðarhafa um fyrirhugaðar framkvæmdir, og beindi því til eiganda að fjarlægja skúrinn ef engar framkvæmdir væru fyrirhugaðar. Endurnýjað byggingarleyfi var veitt 17.05.2013 og er því útrunnið. Ekkert hefur gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til eiganda að fjarlægja skúrinn, þar sem að engar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja á um úrbætur.

    • 1306249 – Hvammabraut 4, færsla á sólhúsi

      Sveinn Valþór Sigþórsson sótti 27.06.2013 um leyfi til að færa sólhús yfir svalir á íbúð 102. sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Björns Gústafssonar, dagsettar apríl 2013. Byggingaleyfið rann út 12.07.2014 án þess að framkvæmdir væru hafnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá eiganda um fyrirhugaðar framkvæmdir.

    • 1409027 – Strandgata 29, fyrirspurn

      Skyggna leggur 01.09.2014 fram fyrirspurn um fyrstu tillögu v/ umsóknar um íbúðir á efstu hæð hússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir frekari upplýsingum, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1408210 – Fjarðargata 19, breyting

      Sjöstjarnan sækir 18.08.14 um að breyta rými 102 á 1.hæð. Rýminu er skipt upp í 3 rými 102/06/07 og fá 106 og 107 nýjan útgang samkvæmt teikningum Sigurðar Harðarsonar dags. 11.07.14. Nýjar teikningar bárust 02.09.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en erindið þarfnast samþykkis meðeigenda í húsinu. Uppdrættir verða sendir til þeirra og frestur gefinn til athugasemda.

    • 1308292 – Mávahraun 5 og 7 og Svöluhraun 6 og 8, göngustígur

      Komið hefur í ljós að hindranir eru á stígnum milli Svöluhrauns 6 og 8 og við Mávahraun 7. Sorptunnuskýli er staðsett á göngustíg milli húsa nr. 6 og 8 við Svöluhraun. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 14.05.2014 eigendum viðkomandi húsa skylt að fjarlægja hindranirnar. Ekki hefur verið brugðist við erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmælin og gerir eigendum Svöluhrauns 6 skylt að finna sorpskýlinu stað innan lóðar innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því verður það fjarlægt á kostnað eigenda í samræmi við heimild í 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1409082 – Strandgata 31-33 fyrirspurn um byggingarleyfi

      Casula ehf Hverfisgötu 76, 101 Reykjavík leggur inn fyrirspurn hvort heimilt verði að breyta Strandgötu 31-33 skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 19. ágúst 2014. Ennfremur lagt fram bréf Yrki arkitekta dags. 13. ágúst 2014 .

      Erindinu er frestað þar sem deiliskipulagsbreytingin er enn í auglýsingu og athugasemdarfrestur er ekki runninn út.

    • 1409088 – Stapahraun 7-9 ólögleg notkun

      Í húsinu er rekið gistiheimili, en húsið er á iðnaðarsvæði þar sem slík starfsemi er ekki heimil, né heldur búseta á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að loka gistiheimilinu án tafar og rýma búsetu í húsinu. Verði ekki brugðist við því innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir má innheimta með fjárnámi í viðkomandi eign skv. sömu lagagrein.

    C-hluti erindi endursend

    • 1409021 – Drangahraun 14,breyting

      Drangahraun 14 ehf leggur 01.09.14 inn umsókn um viðbyggingu og stoðveggjum á Drangahrauni 14, samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 29.07.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1408391 – Burknavellir 1-3, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja 27.08.14 m leyfi til að breyta fyrikomulagi bílastæða/fjölgun, fellt út ákvæði um sprinkler í bílakjallara. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. ágúst 2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt