Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. nóvember 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 535

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1410197 – Herjólfsgata 32-34, byggingarleyfi

      Herjólfsgata 30 ehf. sækir 09.10.2014 um leyfi til að byggja tvö fjölbýlishús með sitthvorum 16 íbúðum ásamt sameiginlegri bílgeyslu. Fjölbýlishúsin eru á fjórum hæðum, unnið af Ögmundi Skarphéðinssyni dagsettar 07.10.2014. Brunahönnum i tveimur eintökum.$line$Nýjar teikningar ásamt brunahönnun bárust 22.10.14.$line$Nýjar teikningar bárust 3.11.14 með stimpli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Þar sem skipulagið er í kæruferli skal tekið fram að verði það fellt úr gildi er allur áorðinn kostnaður á ábyrgð lóðarhafa en ekki Hafnarfjarðarbæjar. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt, m.a. að varmaleiðniútreikningar hafa borist sem uppfylla kröfur byggingarreglugerðar:$line$$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1410386 – Strandgata 19, bakhús, niðurrif

      Framkvæmdirnar sem sótt er leyfi fyrir felast í niðurrifi á bakhúsi við Strandgötu 19 og að hefja jarðvegsvinnu (yfirborðs) til að undirbúa byggingu grunna fyrir samþykktar nybyggingar við Strandgötu 19 og Austurgötu 22 skv. samþykktu deiliskipulagi frá s.l. hausti.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    • 1411042 – Thorsplan , jólaþorp

      Marín Hrafnsdóttir f.h skrifstofu menningar- og ferðamála sækir um leyfi til að setja upp jólaþorpið á Thorsplani frá frá 24. nóvember nk. Þorpið mun standa til jóla.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu jólaþorps, að því gefnu, að húsin verði tekin niður milli jóla og nýárs, og að uppsetning Jólaþorpsins verði í fullu samráði við skipulags- og byggingarsvið og í samræmi við fyrirliggjandi uppdrætti.

    • 1407189 – Kaplakriki knatthús matshluti 10, byggingarleyfi

      Viðar Halldórsson óskar f.h Fimleikafélags Hafnarfjarðar óska eftir að Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar veiti félaginu bráðabirgða framkvæmdaleyfi til að hefja gröft og færslu lagna til byggingar ?Dvergsins? í Kaplakrika, matshluti 10. Bygging þessi er skv. teikningum Sigurðar Einarssonar arkitekts. Samþykki Fasteignafélags Hafnarfjarðar liggur fyrir með fyrirvörum sem fram koma í afgreiðsluerindisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með tilvísan í 13. grein laga um mannvirki nr. 160/2010: “Leyfisveitandi getur, þegar sérstaklega stendur á, veitt skriflegt leyfi til einstakra þátta byggingarframkvæmda og takmarkast leyfið þá hverju sinni við samþykkt hönnunargögn. Heimilt er að veita umsækjanda leyfi til að kanna jarðveg á framkvæmdasvæði án þess að byggingarleyfi hafi verið gefið út.”$line$Fyrirvari er gerður um framhald verksins varðandi lagnir vegna núverandi mannvirkja, brunavarnir og breytta aðkomu.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1410601 – Klukkuvellir 28-38, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

      ER hús ehf. leggur inn 29.10.2014 fyrirspurn um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðanna Klukkuvellir 28-38 . Sameina lóðirnar í eina lóð og fjölga íbúðum úr 6 í 7. Hver íbúð verður 943,2cm á breidd, var 1100cm. Þannig að breidd byggingarreits verður eins og áður. Byggingin verður á einni hæð í stað tveggja. Bílgeymsla vestan við húsið, sambyggð (framan við hús) sjá meðfylgjandi skissur, unnar af Gísla Gunnarssyni dagsettar júlí 2014, samþykki nágranna barst einnig.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1410611 – Suðurgata 62, fyrirspurn o.fl.

      Einar Gautur Steingrímsson leggur inn fyrirspurn f.h. eigenda, dags. 27.10.14 um hvort byggja megi 100 fermetra viðbyggingu við húsið. Jafnframt óskar hann eftir að skrá stærð lóðarinnar í Þjóðskrá verði leiðrétt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari gögnum um hvernig viðbyggingin tengist húsinu. Leiðréttingu á skráningu vísað til fulltrúa fasteignaskráningar.

    • 1410461 – Mjósund 8 og 10, fyrirspurn

      Atli Jóhann Guðbjörnsson leggur inn fyrirspurn 22.10.14.$line$Mjósund 8: Að reisa nýja geymslu (7*4,5m) þar sem nú stendur timburgeymsla sem verður rifin. brúttóstærð: 31.5 m2.Mjósund 10: Að reisa nýja bílgeymslu og tvær geymslur (7,6*9m) fyrir framan núverandi bílastæði. brúttóstærð: 68.4 m2. Byggingar yrðu staðsteyptar með flötu þaki og hraun, möl, gróður þar ofan á til að falli vel inní landið. Skriflegt umboð lóðarhafa hefur borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í deiliskipulag sem er í vinnslu.

    • 1411062 – Fjörður bæjarhátíð

      Húsfélagið Fjörður sækir um leyfi fyrir litla bæjarhátíð í tilefni af afmæli 20 ára afmælis Fjarðar á árinu. Halda litla flugeldasýningu í samstarfi við flugbjörgunarsveit Hafnarfjarðar sem fá leyfi frá slökkviliði og lögreglu. Afmælið verður haldið fimmtudaginn 27.nóvember kl 20.00 og flugeldasýningin verður í 5-7 mínútur við sjóinn beint á móti Firði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu bæjarhátíðar Fjarðar. Tryggja þarf allt öryggi og að tilskilin leyfi séu fyrir hendi. Tryggja þarf að hjáleiðir gönguleiða séu vel merktar ef verið er að loka þeim.

    • 1401816 – Strandgata 43,byggingarstig og notkun

      Húsnæðið er ýmist skráð á byggingarstig 4 eða 7.$line$Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 29.01.14 byggingarstjóra/eigendum skylt að sækja um lokaúttekt innan fjögurra vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæðum 56. greinar mannvirkjalaga nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur. Fretur var veittur til 31.03.14, en ekkert hefur gerst í málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi bókaði 25.06.14 að hann mundi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki yrði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna. Enn hefur ekkert gerst í málinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Kristján Kristjánsson og sömu upphæð á eigendur frá og með 15.01.15 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein sömu laga.

    • 1206169 – Víkingastræti 2, viðbyggingar, byggingarstig og skráning

      Hótelið er skráð 691,4 m2 í dag en skv. nýjustu samþykkt frá árinu 2009, á það að vera 1247,3 m2. Síðasta skráða úttekt er frá árinu 2007, yfirferð vegna fokheldis. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né að ný eignaskiptayfirlýsing hafi borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekaði tilmæli sín 25.07.12. Yrði ekki brugðist við þeim innan tveggja vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum kr. 20.000 á dag í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra (nafn) og sömu upphæð á eigendur Fjörustein ehf frá og með 15.01.15 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri eða eigandi ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma.

    • 1409396 – Móabarð 29

      Borist hefur kvörtun vegna fiskikerja á götunni fyrir framan húsið. Kerin hafa verið fjarlægð, en eftir eru steinar sem hindra það að unnt sé að leggja í bílastæðin.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun láta fjarlægja alla lausamuni af götunni að viku liðinni frá dagsetningu útsends bréfs án frekari viðvörunar.

    • 0911132 – Suðurhella 10, byggingarstig og notkun

      Samkvæmt fasteignaskráningu er húsið enn skráð á byggingarstigi 1 þótt það sé fullbyggt og hafi verið tekið í notkun, og að lögboðnar úttektir hafi ekki farið fram, þar á meðal fokheldisúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.05.2010 eigendum skylt að veita upplýsingar um málið innan tveggja vikna. Bærust þær ekki yrð málinu vísað til skipulags- og byggingarráðs með tillögu um dagsektir skv. 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Áður lagt fram bréf frá Þorsteini Gunnlaugssyni og Hreiðari Sigurjónssyni dags. 17.05.2010 þar sem gerð er grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 02.02.11 eiganda skylt að sækja um fokheldisúttekt og öryggisúttekt innan fjögurra vikna. Ekki var brugðist við erindinu. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á á byggingarstjóra Kristján Finnsson og sömu upphæð á eigendur Lagga ehf. kt. 660106-2270 frá og með 1. september 2012, en frestur var veittur til 01.11.2012. Síðan hefur ekkert gerst í málinu og boðuð stöðuúttekt hefur ekki farið fram. Dagsektir voru lagðar á frá og með 01.09.14. Komið hefur í ljós að Kristján Finnson sagði sig af verki 2010 og enginn byggingarstjóri er því skráður á verkið.

      Dagsektir á Kristján Finnson eru felldar niður, en dagsektir á Lagga ehf verða sendar til innheimtufyrirtækis.

    • 1011319 – Breiðhella 16, byggingarstig og notkun

      Breiðhella 16 sem er á iðnaðarsvæði er skráð á byggingarstig 4 (fokhelt), þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun, sem er brot á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Það vantar lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir á byggingarstjóra Þórarinn Þorgeirsson frá og með 1. júní 2012. Komið hefur í ljós að Þorarinn Þorgeirsson sagði sig af verki 2012 og enginn byggingarstjóri er á húsinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir niður dagsektir á Þórarinn Þorgeirsson vegna Breiðhellu 16. Jafnframt gerir skipulags- og byggingarfulltrúi eigendum skylt að ráða nýja byggingarstjóra sem sæki um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi við 56. grein skipulagslaga nr. 160/2010.

    • 1312216 – Mjósund 10, breyting byggingarleyfi

      Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda hússins Mjósund 10 þar sem ekki hafði verið ráðinn byggingarstjóri fyrir framkvæmdir eða boðað til öryggisúttektar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellir dagsektirnar niður þar sem brugðist var við erindinu.

Ábendingagátt