Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. desember 2014 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 541

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1412191 – Hvaleyrarbraut 32, breyting

      Sigurður Einarsson sækir 11.12.2014 um nýjan þakglugga á fundarherbergi, breytingu á hurð í andyri, einning lóð uppfærð á afstöðumynd ásamt texta á byggingarlýsingu samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 10.12.2014, stimpill frá brunahönnuði barst með erindinu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1412245 – Óseyrarbraut 29,Reyndarteikningar

      Kliknka ehf leggur 15.12.14 inn reyndarteikningar. Samkvæmt teikningum Sveins Karlssonar dag.10.12.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1309137 – Brattakinn 23,breyting

      Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Grennadarlynningu er lokið, athugasemdir bárust, lagðar fram.$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1412205 – Klukkuvellir 28-38, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram erindi Gísla G Gunnarssonar f.h. ER-húsa, deiliskipulagsbreyting fyrir lóðirnar Klukkuvellir 28-38, Völlum 6.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1412340 – Austurgata 22, trjáfelling

      Sverrir Sverrisson, Costa invest óskar eftir því að fella aspir og grenitré á lóðinni vegna nýbyggingar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar fellingu trjána þar sem jákvæð umsögn garðyrkjustjóra liggur fyrir.

    • 1412341 – Áramótabrenna að Tjarnarvöllum7, umsögn

      Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn vegna áramótabrennu að Tjarnarvöllum 7 sem er í umsjón Knattspyrnufélagsins Hauka.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fellst á að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    C-hluti erindi endursend

    • 1412139 – Miðhella 4, umsókn um byggingarleyfi

      Reyndarteikningar breytingar frá áður samþykktum uppdráttum hringstiga skipt út fyrir stiga með palli milliveggur í mátlínu 5 heldur sér að mestu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412172 – Kvistavellir 13, breyting

      Fannar Már Sveinsson sækir 10.12.14 um breytingar á innraskipulagi samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 10.12.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412187 – Álfaskeið 56, umsókn um byggingarleyfi

      Lagðar eru inn til samþykktar reyndarteikningar af húsinu, vegna gerð nýs eignaskiptasamnings. Einnig er sótt um byggingu sólstofu við neðri hæð.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt