Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. desember 2014 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 542

Mætt til fundar

  • Sigurður Steinar Jónsson
  • Málfríður Kristjánsdóttir

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 0704150 – Hnoðravellir 24, byggingarleyfi

      Lagt fram bréf frá Gunnari Erni Friðrikssyni eiganda Hnoðravalla 24, þar sem gerð er krafa um að reyndarteikning sem sýnir raunverulega legu regnvatnslagnar verði felld úr gildi og upphaflegur uppdráttur látinn gilda.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið með því skilyrði að legu regnvartnslögnin verði lögð eins og upprunalegur uppdráttur sýnir.

    • 1411082 – Norðurbakki 5a,b,c svalalokun

      Húsfélag Norðurbakka 5a,b,c sækir um leyfi um að byggja svalalokanir B-lokun. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðar dag.okt Nýjar teikningar bárust 19.12.14 með stimpli frá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1307265 – Strandgata 32 óleyfisframkvæmd.

      Borist hafa upplýsingar um að ólögleg búseta er á jarðhæð hússins, en það er skráð sem skrifstofurými. Bókun á síðasta afgreiðslufundi er röng og beðist velvirðingar á því.

      Skipulags- og byggingarfultlrúi dregur dagsektir til baka, en gerir eiganda skylt að ljúka búsetu í rýminu eða sækja um breytta notkun þess innan 6 vikna, sbr. 1. mgr. 9. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010: “Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa”.

    C-hluti erindi endursend

    • 1412365 – Bæjarhraun 20, Reyndarteikning v/03-04

      Birkines ehf sækir 18.12.2014 að skipta húsinu í tvo eignahluta, samkvæmt teikningum Kristjáns Bjarnasonar dagsettar 10.12.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412367 – Suðurhella 8, umsókn um byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson sækir 22.12.14 um tímabundna samnýtingu eignahluta 0101-0103 að Suðurhellu 8.Meðumsækjandi er TG-verk.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412366 – Bjarkavellir 3,Leikskóli, byggingarleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 22.12.2014 að reisa 4.deilda leikskóla sem verður byggður á gömlum grunni samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 25.11.2014. Ásamt stimpli 27.11.14 frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, stimpli 27.11.14 frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.Brunavarnir yfirfarnar af Óskari Þorsteinssyni hjá Mannviti hf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1412339 – Eyrartröð 4,Skemma og Viðbygging

      Gullmolar ehf sækja 17.12.14 um leyfi fyrir nýja skemmu og viðbyggingu við gamalt, sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Sveinbjörns Jónssonar dag.15.12.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1411380 – Kaplakriki,mhl 11,Miðasöluhús

      Sótt er 27.11.14 um byggingarleyfi á nýju miðasöluhúsi við Kaplakrika,tvö skyggni byggð við núverandi hús við aðalinngang og félagsaðstöðu, ásamt steyptum vegg á lóð til að mynda skjól á reiðhjólastæði. Samkvæmt teikningum Sigurðar Einarsonar dag.25.11.14.Nýjar teikningar bárust 19.12.14 með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt