Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. janúar 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 545

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1412397 – Strandgata 31-33 breyting

      Casula ehf sækir 23.12.14 um að breyta á 2 og 3 hæð, sjá meðfylgjandi teikningum. samkvæmt teikningum Ásdísar H.Ágústsdóttur dag.17.12.14

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Verði skipulagið kært og fellt úr gildi eru framkvæmdir á ábyrgði umsækjanda og Hafnarfjarðarbær ber ekki hugsanlegan kostnað.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1501618 – Íshella 5a/ Efstidalur 37, byggingarleyfi

      Auður Björk Kristinsdóttir sækir 14.01.15 um að byggja sumarhús á lóð Íshellu 5a sem að á að flytja á Efsta-Dal 37 167770.sakvæmt teikningum Friðriks Ólafsson dags. 05.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1409998 – Brekkuás 29, breyting

      Örn Eyfjörð Jónsson sækir 30.09.14 um að setja um garðvegg samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags. 29.09.14 Nýjar teikningar bárust 20.10.2014 Nýjar teikningar bárust 28.10.2014 Nýjar teikningar bárust 04.11.2014. Erindið var kynnt fyrir nágrönnum, ein athugasemd barst. Veggurinn liggur alls staðar að bæjarlandi og þarf því aðeins samþykki sveitarfélagisns að liggja fyrir skv. 7.2.3 grein byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi metur skerðingu útsýnis sem óverulega og samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1409021 – Drangahraun 14,breyting

      Drangahraun 14 ehf leggur 01.09.14 inn umsókn um Viðbyggingu og stoðveggjum á Drangahrauni 14, samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dag.29.07.14. Samþykki aðliggjandi lóða fylgir. Nýjar teikningar bárust 17.11.2014 Undirskrift nágranna barst 07.01.2014 Stapahraun 9 og 11. Genndarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar gjöld hafa verið greidd.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1412366 – Bjarkavellir 3, leikskóli, byggingarleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 22.12.2014 að reisa 4 deilda leikskóla sem verður byggður á gömlum grunni samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 25.11.2014. Ásamt stimpli 27.11.14 frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, stimpli 27.11.14 frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.Brunavarnir yfirfarnar af Óskari Þorsteinssyni hjá Mannviti hf. Nýjar teikningar bárust 13.01.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1501684 – Hverfisgata 35, fyrirspurn

      Vogir-fasteignafélag ehf leggja inn 15.01.2015 fyrirspurn til Skipulags- og byggingaráðs, óska eftir að breyta einni íbúð í tvær eingir, sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til fundar skipulags- og byggingarráðs 10.02.2015.

    • 1309476 – Snjóbrettamót við Linnetsstíg

      Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar óskar eftir f.h. fyrir hönd áhugahóps um snjóbrettamót að halda mót á Thorsplani laugardaginn 7. mars nk. Einnig er óskað eftir að byggja snjóbrettaramp sem verður fjarlægður í síðasta lagi 9. mars.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og beinir því til Umhverfis- og framkvæmdarsviðs vegna nánari útfærslu.

    • 1501631 – Fagrakinn 17, fyrirspurn

      Agnar Logi Axelsson leggur 14.01.15 fram fyrirspurnum að stækka svalir miðhæðar. Útgönguhurð úr stofu inn á svalir á þeim stað sem að gluggi er nú til staðar. Breyting sést á meðfylgjandi teikningu. Munnlegt samþykki eiganda jarðhæðar og rishæðar liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Sjá þó meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1211145 – Miðvangur 41, breyting

      Kvörtun barst frá nágrönnum, vegna umgengni við framkvæmdina. Þeir halda að búið sé að gera íbúð í rýminu. Við skoðun kom í ljós að ekki er unnið samkvæmt samþykktum uppdráttum. Kominn er gluggi þar sem innkeyrsludyr eiga að vera.$line$Verkteikningum hefur ekki verið skilað til byggingarfulltrúa. Því ekki verið gefið út byggingarleyfi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að gera grein fyrir umræddum breytingum innan tveggja vikna.

    • 1501886 – Eskivellir 11, fallhætta

      Borist hefur kvörtun vegna fallhættu niður í grunn á Eskivöllum 11.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir því til byggingaraðila að ráða bót á málinu hið snarasta.

    C-hluti erindi endursend

    • 1501921 – Stapahraun 7-9 skipting lóðar

      Skipting lóðarinnar með tilvísun í fundargerð Lóðarfélagsins Stapahraun 7-9 17.09.2014. Tekin fyrir tillaga frá Skipulags- og byggingarsviði um skiptingu lóðarinnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu milli funda.

Ábendingagátt