Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. febrúar 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 549

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1502372 – Strandgata 4, skilti

      Kristinn Sæmundsson f.h. menningar- og listafélags Hafnarfjarðar óskar eftir að setja upp auglýsingaskilti ásamt lýsingu á gafl hússins að Strandgötu 4.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið tímabundið en bendir á að viðgerð á húsinu stendur yfir og gæti því þurft að taka skiltið niður með litlum fyrirvara.

    • 1502376 – Strandgata 6, Bæjarbíó skilti.

      Kristinn Sæmundsson f.h. menningar- og listafélags Hafnarfjarðar óskar eftir að setja upp auglýsingaskilti á suðvestur gafl Bæjarbíós að Strandgötu 6 ásamt lýsingu. Einnig er óskað eftir því að fjarlægja hluta af öspum sem þarna eru.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sé það í samræmi við Samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar sem samþykkt var í Bæjarstjórn þann 29. mars 2012. Tekið er jákvætt í að fjarlægja hluta að þeim öspum sem þarna eru í samráði við Garðyrkjustjóra Hafnarfjarðar.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1502337 – Klukkuvellir 28-38, graftrarleyfi

      Erhús efh sækir 17.02.2015 um að fá að kanna jarðveg innan lóðar á Klukkuvöllum 28-38, graftrarleyfi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið samkvæmt grein 2.4.4 í byggingarreglugerð.

    • 1009262 – Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur

      HS-Orka sækir um ftamlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir borholur í Krísuvík í samræmi við deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1412205 – Klukkuvellir 28-38, breyting á deiliskipulagi

      Er-hús leggur inn umsókn um Deiliskipulag fyrir Klukkuvellir 28-38. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 13.1.2015 að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin var grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir deiliskipulagið og að því verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1502303 – Hafravellir 18, fyrirspurn

      Dropasteinn leggur 16.02.15 fram fyrirspurn um að breyta parhúsalóð í lóð fyrir 3 raðhús. Sjá meðfylgjandi teikningu með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1502334 – Hellisgata 36, fyrirspurn

      Egill Helgi Lárusson leggur inn fyrirspurn um hvort heimilt yrði að reysa smáhýsi á þrem hæðum, með grunnflöt um 34 fermetra með 5.5 m hámarkshæð ofan jarðar sbr. uppdrátt Páls Valdimarssonar dags. 10.2.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til vinnu við deiliskipulag svæðisins.

    • 1502378 – Krýsuvíkurvegur, akstursæfingasvæði staðsetning félagsheimilis.

      Gunnlaugur Jónasson arkitekt óskar eftir skv. meðfylgjandi skjölum dags. 17. febrúar 2015 að fá leyfi fyrir að koma fyrir félagsheimili á landi skógræktarfélags Íslands þar sem akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar hefur til umráða. Samþykki Skógræktarfélags Íslands liggur .fyrir

      Skipulags- og byggignarfulltrúi samþykkir erindið.

    • 1402460 – Stapahraun 7-9, óleyfisframkvæmd

      Ábendingar hafa borist um framkvæmdir án byggingarleyfis á lóðinni Stapahraun 7 – 9, matshlutum 01 og 02. Svo virðist sem um sé að ræða tengibyggingu milli matshlutanna. Fundað var með eigendum og þeim gert að sækja um byggingarleyfi og skila inn uppdráttum með bréfi dags. 09.01.14, þar sem þeim voru gefnar þrjár vikur til að bregðast við málinu. Í ljós hefur komið að samþykkt fyrir umræddri byggingu liggur fyrir, en hún var samþykkt 5. september 1984. Árið 2006 var samþykkt leyfi fyrir að fjarlægja tengingu milli matshluta 1 og 2, en þar sem það var aldrei framkvæmt er það leyfi fallið úr gildi.

      Upphafleg teikning er í gildi og ekki um óleyfisframkvæmd að ræða. Málið er fellt niður.

    • 1409088 – Stapahraun 7-9 ólögleg notkun

      Í húsinu er búseta, en það er á iðnaðarsvæði. Lögð fram skýrsla Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.: Niðurstöður úr eldvarnaskoðun. Framkvæmd þann 22.4.2014. Eina athugasemdin er að útiljós logar ekki.

      Lagt fram.

    C-hluti erindi endursend

    • 1412139 – Miðhella 4, umsókn um byggingarleyfi

      Naust Marine ehf, kt, 620293-2299 leggja inn reyndarteikningar fyrir breytingum inni.Nýjar teikningar bárust 16.01.15. Nýjar teikningar bárust 11.02.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem uppdrættir eru ekki í samræmi við 1. mgr. 4.3.1 greinar í byggingarreglugerð: Aðaluppdrættir.

    • 1401520 – Sævangur 24, óleyfisframkvæmd

      Eftir vetvangsferð kom í ljós að sagað hefur verið fyrir dyragati á austurgafli án tilskilins leyfirs. Sótt var um breytingu, en afgreiðslu frestað þar sem umsækjandi var ekki eigandi hússins. Einnig var bent á að Samkvæmt skipulagsskilmálum skal einbýlishús ávalt vera ein eign. Skýring barst frá eigendum. Málið tengist máli 1307246 Sævangur 24 breyting. Því máli var frestað þar sem innsend gögn voru ófullnægjandi og ný gögn hafa ekki borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu.

    • 1412047 – Glitvellir 19, breyting

      Stefán Már Gunnlaugsson sækir 02.12.2014 um breytingu á innraskipulagi, bílskurshúrð breytt og bílskúr minnkaður ogþannig að hluti hans verður hluti af íbúðinni. Einnig er sýndur frágangur lóðar, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 28.11.2014 Nýjar teikningar bárust 10.02.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1502235 – Linnetstígur 6, reyndarteikning

      Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði leggur 11.02.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Reynis Kristjánsssonar dags. 04.02.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Skráningartöflu vantar.

    • 1402321 – Cuxhavengata 1,byggingarleyfi, breyting

      Rafvangur ehf sækir 24.2.14 ium lokun milli 101-(174) hurð og (103)neyðarútgangur út í sameign. sjá teikningar. Samkvæmt teikningum Sigubjarts Halldórssonar dag.okt 2013. Nýjar teikningar bárust 15.4.14.Nýjar teikningar bárust 12.05.14 Nýjar teikningar bárust 10.02.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1502380 – Bjarkavellir 1c ósk um eigin úttektir

      Fagtak ehf óskar eftir leyfi til eigin úttekta á byggingunni. Fagtak yrði skráð sem byggingarstjóri.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir staðfestingu á gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins.

Ábendingagátt