Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. apríl 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 558

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1504282 – Herjólfsgata 32-34, breyting

      Herjólfsgata 30 ehf sækir 16.04.15 um að lækka þak samkvæmt teikningum Ögmundar Skarphéðinssonar dags. 07.10.2014.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1504185 – Strandgata 31-33, umsókn um byggingarleyfi

      Ásdís Helga Ágústsdóttir Yrki ehf sækir f.h. LL18 ehf um breytingar á aðaluppdráttum samþykktum af skipulags- og byggingarsviði 21.1.2015. Breytingar á íbúð 0210, verslun 0102 og á skipulagi kjallara. Inngangur við Gunnarssund lagður af og hluta af hjóla- og vagnageymslu komið fyir þar. Nýr inngangur að 1. hæð og kjallara á norðausturhlið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1504267 – Reykjavíkurvegur 78, reyndarteikning

      Actavis leggur 16.04.15 inn reyndarteikningar mhl 06 samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags.20.01.14.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1504268 – Reykjavíkurvegur 78,reyndarteikning

      Actavis leggur 16.04.15 inn reyndarteikningar mhl 01 samkvæmt teikningum Baldurs Ó. Svavarssonar dags.20.01.14. Framkvæmdin er áður samþykkt og verki lokið. Um tvö leyfi var að ræða. Fyrst stækkun á eldhúsi (innanhúss) Síðan viðbyggingu og stækkun á matsal og nýr inngangur Hér er um reyndarteikningu beggja verka að ræða.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1410352 – Stapahraun 11, breyting

      Kaffibrennsla Hafnarfjarðar ehf sækir 15.10.14 um að byggja steinsteypt skýli fyrir gastank við suðurhlið. Milliloft verði sett upp í hluta pökkunar og afgreiðslurými í austuhluta. Svalir verði settar á norðurhlið samkvæmt teikningum Jens K. Bernharðssonar dags.12.09.14. Einnig að sameina eignir í mhl 02 í eina eign skv. tölvupósti frá Jens K Bernharðssyni dags. 8.4.2015 Nýjar teikninga bárust 02.03.15 og 10.4.2015, stimpill frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst einnig.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar þjónustugjöld hafa verið greidd.

    • 1410136 – Smyrlabúðarleið, reiðleið - framkvæmdaleyfi

      Umhverfis- og framkvæmdarsvið óskar 20.04.2015 eftir framkvæmdaleyfi til að gera reiðleið frá gamla Kaldárselsvegi yfir að nýja Kaldárselsvegi, hluta af svo kallaðra Smyrlabúðarleið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi veitir umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulag upplands Hafnarfjarðar og skipulagslög nr. 123/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1504223 – Tjarnarvellir 13, byggingarleyfi

      Helgi Vilhjálmsson sækir 14.04.2015 um leyfi til að byggja fjölbýlishús á 3. hæðum samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 10.04.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð.

    • 1504304 – Flatahraun 29, stjórnsýslukæra

      Lögð fram stjórnsýslukæra Sigríðar Önnu Þorgrímsdóttur og Gylfa Sveinssonar varðandi álagningu fasteignagjalda og skráningu íbúðarhúsnæðis á athafnasvæði. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 eru ekki heimilar íbúðir á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, svo sem húsvarðaríbúðum og starfsmannaíbúðum sbr. 3 mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Samsvarandi ákvæði var í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið en taldi að laga þyrfti aðkomu í bílakjallara í samræmi við gildandi deiliskipulag. Borist hafa nýir uppdrættir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1504308 – Hvaleyrarbraut 3, fyrirspurn

      Geco ehf leggur 20.04.15 fram fyrirspurn um að byggja við Hvaleyrarbraut 3. Fyrirspurnar teikningar fylgja með eftir Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð.

    • 1504354 – Krýsuvíkurvegur, dúfnakofi.

      Atli Ómarsson og Sigurður B. Björnsson óska eftir svæði fyrir dúfnakofa í landi bæjarins í tengslum við æfingar á hundum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu í skipulags- og byggingarráð.

    • 1309202 – Berjavellir 1, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Ríkarður Óskarsson leggur inn fyrirspurn vegna svalalokunar.

      Varðandi svalalokanir hefur byggingarfulltrúi lagt áherslu á að eins sé staðið að svalalokunum fyrir allt húsið og útlitið það sama. Því er eðlilegt að sótt sé um heimild fyrir allt húsið, þó svo að ekki fari nauðsynlega allir í það á sama tíma eða yfirleitt, og að við fáum uppdrátt að því hvernig lokanirnar eiga að líta út. Einnig skal bent á að sé svölunum lokað alveg, svonefnd a-lokun, breytir það eignarhluta í húsi og krefst nýrrar skráningartöflu.

    • 1504288 – Lækjarkinn 10, breyting á eignarhluta, fyrirspurn.

      Arndís Pétursdóttir og Fjölnir Sæmundsson leggja 17.4.2015 fyrirspurn, óska eftir að fá að breyta einbýlí í tvíbýli. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið þar sem deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir fjölgun íbúða á svæðinu, sjá einnig meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1504277 – Kapelluhraun I, ósk um endurvinnslu jarðefna á lóð í eigu Geymslusvæðisins

      Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem breyting á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga er í vinnslu og fer í auglýsingu innan skamms.

    • 1504181 – Hlíðarás 23, fyrirspurn, klæðning

      Arnar Freyr Theodórsson kt. 221281-4899 leggur þann 10.04.2015 inn fyrirspurn um að klæða parhús vegna galla í veðurkápu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sem er byggingarleyfisskylt og óskar eftir fullnaðargögnum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

    • 1504182 – Hlíðarás 25, fyrirspurn, klæðning

      Arnar Freyr Theodórsson kt. 221281-4899 leggur þann 10.04.2015 inn fyrirspurn um að klæða parhús vegna galla í veðurkápu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, sem er byggingarleyfisskylt og óskar eftir fullnaðargögnum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

    • 1504368 – Stpahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Nexus srkitektar leggja inn fyrirspurn f.h. Kaffibrennslu Hafnarfjarðar um hvort heimiluð verði viðbygging milli núverndi húsa á lóðinn skv. meðfylgjandi tölvupósti og uppdráttum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir nánari skýringum hvernig útisvæði og bílastæði verði leyst innan lóðar.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Leiðrétt gögn hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar hljóðskýrslu til umsagnar heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis.

    • 1503515 – Miðvangur 41, óleyfisframkvæmdir,eign 0107, íbúðir

      Kvörtun hefur borist um að það séu komnar 4 íbúðir í verslunarrými 0107. Samkvæmt deiliskipulagi má ekki fjölga íbúðum á þessu svæði, og kveðið er á um að samþykki allra eigenda í húsi þarf við breytingar og viðbyggingar í samræmi við fjöleignahúsalög. Ekki hefur auk þess verið sótt um byggingarleyfi fyrir breytingunum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að færa eignina til samræmis við samþykkta uppdrætti innan 4 vikna.

    C-hluti erindi endursend

    • 1504272 – Álfholt 6,bílageymsla

      Ófeigur Ófeigsson sækir 16.04.15 um að byggja bílageymslu sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Óskars Óskarssonar dags.15.04.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1504260 – Bæjarhraun 26, Stöðuleyfi fyrir gám

      Graníthöllin ehf sækir 15.04.15 um leyfi fyrir gám á lóð. frá apríl 2015 til apríl 2017. lengd gáms 487cm. breidd 298 cm sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt