Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

18. maí 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 562

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1504361 – Eskivellir 11, byggingarleyfi

      Haghús ehf sækir 22.04.15 um að byggja fjölbýlishús á sex hæðum með 39.íbúðum samkvæmt teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags.15.04.2015. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs bárust 18.05.15. – Einnig er sótt um takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum og lögnum í grunn að Eskivöllum 11.$line$$line$

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. Leyfilegt er þó að hefja framkvæmdir við sökkla og lagnir í grunni þegar þeir uppdrættir hafa verið yfirfarnir og samþykktir í samræmi við 2.4.6 grein byggingarreglugerðar nr. 112/2012.$line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. M.a. lóðaruppdráttur í samræmi við deiliskipulag.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1505158 – Steinhella 10, reyndarteikning v/ innraskipulags

      Odin Data Centers ehf leggja 15.05.15 inn reyndarteikningar af innraskipulagi samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dags.09.03.2004. Samþykki Heilbrigðiseftirlits og Slökkviliðs er á teikningum og hún og yfirfarin af brunahönnuði.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505194 – Hrauntunga 1, breyting

      Lilja Matthíasdóttir sækir 18.05.2015 um að breyta innraskipulagi samkvæmt teikningum Kristinns Ragnarssonar dags. 08.03.2005, breytt 13.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505159 – Fagrihvammur 8, viðbygging

      Hallgrímur T. Ragnarsson sækir 15.05.2015 um að bæta við gluggum á suðaustur hlið og breytt nýting á rými samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 30.08.2007.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1504381 – Reykjavíkurvegur 5, reyndarteikning

      Íbúðalánasjóður leggur 24.04.15 inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Sveinns Valdimarssonar dags.30.03.2015

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505203 – Hjallahraun 13, breyting v/Lemon

      Leigufélagið Ösp ehf sækir 18.05.2015 um að breyta innraskipulagi v/ innréttinga á veitingastað samkvæmt teikningum Árnýjar Þórarinsdóttur dags.13.05.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1504104 – Hafravellir 18-20, skipulagsbreyting

      Dropasteinn ehf kt.601200-2950 sækir þann 08.04.15 um skipulagsbreytingu samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 1.4.2015.Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 8.4.2015 erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 skv. heimild í reglugerð 767/2005 um afgreiðslur skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505321 – Kvistavellir 66-72

      Stefán Hákonarson leggur inn fyrirspurn um hvort fáist að breyta skipulagi á Kvistavöllum 66-72 í 14 íbúða lengju á tveimur hæðum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505322 – Kvistavellir 10-16

      Stefán Hákonarson leggur inn fyrirspurn um hvort fáist að breyta skipulagi á Kvistavöllum 10-16 í 14 íbúða lengju á tveimur hæðum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1505038 – Skútahraun 2, breyting á eignarhluta

      F fasteignafélag ehf.sækir 05.05.2015 um breytingu á eignarhluta, fjölga eignum og breytingu á innra skipulagi samkvæmt uppdráttum Kristins Ragnarssonar dagsettar 10.3.2015 , sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1505153 – Fjóluás 6, stoðveggur á lóð

      Guðrún Svava Pálsdóttir sækir um að byggja stoðvegg á lóðamörkum við gangstétt og að hluta til á lóðamörkum við Fjóluás 8. Samþykki eigenda Fjóluáss 8 liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1505144 – Strandgata 75, breyting

      Dyr ehf sækir 13.05.15 um að breyta innra fyrirkomulagi á verslunar og lagerhúsnæði í veitingasal samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 11.05.15

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1504365 – Skipalón 5, svalalokun

      Skipalón 5 húsfélag sækir 22.05.15 um svalalokun á öllum hæðum samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags.14.04.2015. Undirskriftir allra íbúa fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Vantar samþykki Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1505160 – Hólshraun 2, breyting

      Hólshraun ehf sækir 15.05.15 um að breyta innraskipulagi á 0101 og 0102 þar sem skrifstofurými er breytt í matsölustað og atvinnusvæði samkvæmt teikningum Kristinns Ragnarssonar dags. 12.05.2014. Áður samþykkt stækkun felld úr gildi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1504272 – Álfholt 6,bílageymsla

      Ófeigur Ófeifsson sækir 16.04.15 um að byggja bílageymslu sjá meðfylgjandi gögn.$line$Samkvæmt teikningum Óskars Óskarssonar dags.15.04.15$line$Leiðréttar teikningar bárust 13.05.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt