Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

27. maí 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 563

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Hrólfur Sigurður Gunnlaugsson fulltrúi byggingarfulltrúa sat fundinn.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Hrólfur Sigurður Gunnlaugsson fulltrúi byggingarfulltrúa sat fundinn.

  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1505343 – Tjarnarvellir 3, breyting

      JFK fasteignir ehf. sækja 26.58.2015 um breytingu samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 20.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Skriflegt byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010 hafa verið uppfyllt. – Vakin er athygli ákvæðis fyrir miðsvæði í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015: “Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar, er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum í miðbænum gegn greiðslu sérstaks gjalds.” Einnig vísast til ákvæðis í deiliskipulagi svæðisins varðandi bílastæði: “Bílastæði eru utan lóða, … og til sameiginlegra afnota… Hafnarfjarðarbær framkvæmir og viðheldur bílastæðunum. Lóðarhafi greiðir stofnkostnað /bílastæðagjald fyrir bílastæði í samræmi við þann fjölda bílastæða sem honum ber að útvega, miðað við stærð og notkun húss, sbr. gr. 3.1.4. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Viðhaldskostnaður verður reiknaður með fasteignagjöldum, samkvæmt nánari ákvörðun bæjaryfirvalda hverju sinni.”$line$13. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010: $line$Útgáfa byggingarleyfis.$line$Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.-$line$2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. M.a. leiðrétt skráningartafla.$line$3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.$line$5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1505328 – Álhella 1, skráningartafla

      Sæmundur Pálsson f.h. Landsvirkjun 420269-1299, sækir um leiðréttingu á skráningu mannvirkisins mhl 01 við Álhellu 1 í samræmi við skráningartöflu dags. 6.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505285 – Erluás 46, reyndarteikning

      Andrés Hinriksson leggur 20.05.15 inn reyndarteikningar þar sem að innra skipulagi hefur verið breytt á 1. og 2. hæð. Opinni geymslu á 1.hæðu breytt í A rými samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 10.03.2002

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1412047 – Glitvellir 19, breyting

      Stefán Már Gunnlaugsson sækir 02.12.2014 um breytingu á innraskipulagi , bílskurshúrð breytt og frágangur lóða, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 28.11.2014. Nýjar teikningar bárust 10.02.15 og 22.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. x að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505335 – Stekkjarhvammur 66, landspilda, umráðaréttur, staðfesting

      Eigendur Stekkjarhvamms 66 óska eftir að fá landspildu við enda hússins til umráða.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir upplýsingum um hvort hér er sótt um lóðarstækkun eða land í fóstur.

    • 1204380 – Steinhella 10, stækkun lóðar fyrir gagnaver

      Tekin til umræðu ósk Advania hf um stækkun lóðarinnar Steinhella 10.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í lóðarstækkun í samræmi við gildandi deiliskipulag og vísar erindinu til bæjarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1504172 – Ölduslóð 48, breyting

      Sigrún Hauksdóttir sækir 10.4.2015 um að breyta einbýli í tvíbýli samkvæmt teikningum Halldórs Jónssonar dagsettar 08.04.2015. Lagfærðar teikningar dags. 15.5.2015 og greinargerð varðandi burðarvirki bárust 26.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem skráningartafla er ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1503210 – Hvaleyrarbraut 22, breyting

      S22 ehf sækir 13.03.15 um að breyta skrifstofuhúsnæði í frístunda húsnæði samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 22.01.2006. Nýjar teikningar bárust 7.4.2015 með undirskriftum húseiganda. Umsögn hafnarstjórnar liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt