Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

3. júní 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 564

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1505356 – Bæjarhraun 24, breytingar

      Lómur ehf kt.560514-0850 sækir þann 27.maí um leyfi fyrir breytingu innanhúss að Bæjarhrauni 24. Skipta upp bili 0103 í minni bil samkvæmt teikningum frá Ágústi Þórðarsyni byggingartæknifræðing kt. 041051-4509.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1506066 – Thorsplan, skottsala

      Miðbæjarsamtökin í Hafnarfirði óska eftir að halda skottsölu á Thorsplaninu nk. laugardag og einnig að hafa aðgang að 3 fasa rafmagni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu skottsölu á Thorsplani en beinir rafmagnsmálum á Umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 15011068 – Hreyfivellir

      Umhverfis- og framkvæmdasvið óskar eftir heimild til að setja upp hreyfivöll við Suðurbæjarlaug.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið sem er í samræmi við deiliskipulag.

    • 1304016 – Dalshraun 11, umsókn um breytingu á deiliskipulagi

      Jón Þórðarson óskar eftir fh. húsfélagsins að Dalshrauni 11 að breyta deiliskipulagi til þess að fjölga bílastæðum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn Vegagerðarinnar vegna veghelgunarsvæðis.

    • 1506009 – Suðurhella 6, ólögleg búseta

      Borist hefur athugasemd um að í hluta hússins sé ólögleg búseta, bil nr. 204/205 og 208 skráð á Def ehf.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum umræddra bila skylt að ljúka búsetu án tafar, þar sem búseta er ekki leyfð á athafnasvæðum skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

    • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

      Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðingi kt.141250-4189.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins, sem er í vinnslu.

    C-hluti erindi endursend

    • 1407177 – Hjallahraun 2, breyting

      Skel ehf sækir 18.07.14 um að setja göngu og ökuhurðir á vesturhlið matshluta 4. samkvæmt teikningum Sveins Karlssonar dags. 12.07.14.

      Erindinu var frestað með athugasemdum 23.07.2014. Ekki hafa borist ný gögn. Ekki kemur fram í gögnum málsins að lóðarhafar að Hjallahrauni 2, hafi umferðarrétt um lóðina Reykjavíkurvegur 60-62. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1505379 – Klukkuvellir 1, reyndarteikning

      Ástak ehf. leggja inn 28.5.2015 reyndarteikningar, minniháttar breytingar innan sem utan, sjá texta. Teikningar eftir Gunnar P. Kristinsson dagsettar 26.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir. Lóðarstækkun hefur ekki öðlast gildi þar sem ekki hefur borist lagfærður deiliskipulagsuppdráttur til umfjöllunar í Skipulags- og byggingaráði. Framkvæmdir á bílastæðum utan núverandi lóðar eru óheimilar.

    • 1207137 – Hverfisgata 22, fyrirspurn

      Árni Björn Ómarsson leggur inn teikningar að húsinu Hverfisgata 22 geymsluhúsi dags 12.01.2015 gerðar af Dagmar Þórisdóttur landslagsarkitekt.

      Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir framkvæmdinni og leggja þarf fram fullnaðargögn í samræmi við 2.4.1 grein byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Jafnframt er bent á ákvæði 25. greinar laga um mannvirkjalaga nr.160/2010 um rétt til að leggja fram uppdrætti vegna byggingarleyfis.

Ábendingagátt