Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. júlí 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 568

Mætt til fundar

  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Sigurður Steinar Jónsson
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1506206 – Herjólfsgata 32-34 umsókn um eigin úttektir

      Jónas Már Gunnarsson leggur 09.06.15 inn umsókn um eigin úttektir byggingarstjóra á Herjólfsgötu 32-34 í samræmi við grein 3.7.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir að veita Jónasi Má Gunnarssyni umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

    • 1506511 – Norðurbakki 7-9, breyting

      VHE ehf. leggja inn 25.6.2015 breytingu á áður samþykktum teikningum , samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dagsettar 27.5.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506471 – Hvannavellir 1, breyting

      Hafnarfjarðarbær sækir um að breyta færanlegri kennslustofu og gera nýjan inngang.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1506533 – Hraunhvammur 1,fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Thelma María Guðnadóttir leggur inn fyrirspurn 25.06.15 og spyr hvort heimilað verði að byggja pall við útitöppur hússins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1506218 – Hlíðarbraut 7, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Hartmann Kárason leggur inn fyrirspurn um hvort heimilað verði að byggja anddyri við húsið skv. tillögu Basalt arkitekta dags. 4.6.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1506560 – Sævangur 5, breyting

      Kristþór Gunnarsson sækir 30.6.2015 um að reisa Sólpall og sjólveggi,samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 24.6.2015, undirskriftir nágranna á Sævangi 3. og 8. bárust einnig.

      Skipulags- of byggingarfulltrúi frestar erindinu. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt