Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. júlí 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 570

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður

Ritari

  • Sigurður Steinar Jónsson
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1411286 – Brekkutröð 3, reyndarteikningar

      Húsfélagið Brekkutröð 3 sækir 20.11.14 um leyfi til að byggja/fá samþykktar reyndarteikningar af iðnaðarhúsinu nr.3 við Brekkutröð. Sett hafa verið meðal annars milliloft og innra fyrirkomulagi breytt.Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. nóv.2014. Teikningar með stimpli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bárust 24.2.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507053 – Burknavellir 15, breyting á innra skipulagi

      Gísli F. Aðalsteinsson og Bryndís Gísladóttir sækja 08.07.15 um breytingu á innra skipulagi skv. teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 03.06.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506406 – Brekkuás 23, breyting á rými

      Sigtryggur Matthíasson sækir 18.06.2015 um breytingu á rými á 1.hæð , breytt í A-rými, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 18.06.2015. Nýjar teikningar bárust 09.07.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507103 – Hlíðarbraut 7,byggingarleyfi

      Hartmann Kárason sækir 09.07.15 um byggingarleyfi fyrir breytingum m.a. stækkun anddyris og nýjum glugga.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010..

    B-hluti skipulagserindi

    • 1009061 – Reykjavíkurvegur 1, rusl og drasl

      Kvörtun hefur borist vegna drasls og söfnunar varnings sem er hlaðið á lóðina við Reykjarvíkurvegs 1.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi beinir þeim tilmælum til lóðarhafa að gera tiltekt á lóðinni. Verði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 2. mgr. 2.9.2. gr. byggingarreglugerðar um dagsektir á eigendur.

    • 1507054 – Stæði fyrir matarbíl við Krýsuvík, umsókn

      Jónína Gunnarsdóttir sækir 08.07.15 f.h. Farmers Soup um stæði fyrir matarbíl við Krýsuvík.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi visar málinu til umsagnar Reykjanesfólkvangsnefndar og Menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar.

    • 1410090 – Öldutún 4, kæra, stöðvun framkvæmda, úrskurður

      Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi byggingarleyfi bílskúrs úr gildi, þar sem það var ekki í samræmi við deiliskipuag svæðisins.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi felur skoðunarmanni Skipulags- og byggingarsviðs að meta aðstæður á staðnum.

    • 1507131 – Móabarð 24-heitur pottur

      Kvartað hefur verið yfir heitum potti þar sem affallið virðist vera látið renna út á götu og frárennsli í bílskúrnum virðist líka renna út á götuna.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir skriflegum skýringum frá eigendum Móabarðs 24.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina dags. 04.05.2015. Haldinn var kynningarfundur og tillagan var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Nexus arkitektar leggja inn fyrirspurn f.h. Kaffibrennslu Hafnarfjarðar um hvort heimiluð verði viðbygging milli núverandi húsa á lóðinn skv. meðfylgjandi tölvupósti og uppdráttum. Nýir uppdrættir hafa borist.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

      Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1507042 – Lóuhraun 5, bygging yfir svalir

      Hannes Jón Marteinsson sækir 07.07.15 um byggingu yfir svalir að Lóuhrauni 5, skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 03.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir stimpli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1507041 – Austurgata 34, hurð á kjallara

      Kristín Lilja Svansdóttir sækir 7.7.2015 að að setja hurð á kjallara húss, samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 28.6.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt