Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

22. júlí 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 571

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1507129 – Bæjarhraun 2, breyting

      Lody ehf sækir 14.07.15 um að breyta innra skipulagi á 1.hæð samkvæmt teikningum Erlendar Árna Hjálmarssonar dags. 26.04.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507188 – Drekavellir 53, reyndarteikning

      Guðmundur Ingi Jónsson leggur 20.07.15 reyndarteikningar. Útveggir hæðar steinsteyptir í stað timburs. Óráðstafað rými á neðri hæð hússins fært í nýtingu. Ný skráningartafla samkvæmt teikningum Gísla Guðmundssonar dags.30.07.2006, breytt 18.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507155 – Norðurbakki 7-9, breyting

      VHE ehf sækir 16.07.15 um að breyta fyrirkomulagi í kjallara á Norðurbakka 7. Geymslum 00.25-00.29 breytt.
      Innakstursrými og aðkomu að því og geymslu fyrir hjól breytt samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 20.11.07.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506560 – Sævangur 5, breyting

      Kristþór Gunnarsson sækir 30.6.2015 um að reisa Sólpall og skjólveggi , samkvæmt teikningum Hildar Bjarnadóttur dagsettar 24.6.2015, undirskriftir nágranna á Sævangi 3. og 8. bárust einnig. Nýjar teikningar bárust 13.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507160 – Berghella 1 mht.03-06-07, byggingarleyfi skrifstofu og þjónustuhús.

      Gámaþjónustan hf leggur 17.07.15 inn teikningar um að breyta skrifstofu og þjónustuhúsi samkvæmt teikningum Jóhanns M. Kristinssonar dags.15.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507121 – Óseyrarbraut 29,reyndarteikningar

      Klinka leggur 13.07.15 inn reyndar og brunavarnarupdrátt v/ lokaúttektar. Hönnuður er Sveinn Karlsson dags.20.06.15
      Brunahönnunarskýrsla fylgir með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1507169 – Íshella 5, fyrirspurn

      Blendi ehf. leggur 17.07.15 fram fyrirspurn um að sameina lóðir, byggingarreit og breyta/fjölga útkeyrslum við Íshellu 5, 5A og 5B.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507172 – Norðurbakki 1, bílastæði

      Borist hafa athugasemdir varðandi skort á bílastæðum við Norðurbakka 1. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að skipulagslýsingu fyrir svæðið dags. 30.06.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507040 – Nönnustígur 5, fyrirspurn

      Jón Ingi Hákonarson sendir inn fyrirspurn um að setja kvist við vesturhlið til samsvörunar við austurhlið. Einnig dýpka kjallara í þannig að full lofthæð náist og koma fyrir inngangsdyrum á vesturhlið þar sem núverandi inngangur er op upp á 115 cm. Eini staðurinn til að koma fyrir dyrum í fullri stærð er á vesturhluta. Einnig setja svaladyr á suðurhlið út í garð. Skv. teikningum KRark dags. 06.05.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Skipulagið var auglýst skv. skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekið til umræðu hvort vinna eigi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, þannig að leikskólalóðin verði stækkkuð með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Skipulagsbreytingin hefur verið staðfest, en í ljós hafa komið lagnir sem valda því að breyta þarf lóðamörkum og byggingarreitum á uppdrætti af Kinnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1503041 – Reykjanesbraut, ósk um skilti

      Bjarni Gunnarsson óskar með tölvupósti dags. 26.02.15 f.h. Jónar Transport eftir að setja auglýsingaskilti um fyrirtækið við Reykjanesbraut. Skiltið er utan lóðar og samræmist ekki skiltareglugerð Hafnarfjarðar, sem samþykkt var af bæjarstjórn. Ef leyfa á skiltið þarf því að breyta skiltareglugerðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

      Hólmar Logi Sigmundsson sækir 20.07.15 f.h. Morgan ehf um breytingu á deiliskipulagi Herjólfsgötu 36-40 samkvæmt uppdrætti Krark arkitekta dags. 13.07.2015. Tillagan gerir ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á jarðhæð húss nr. 38 verði breytt í íbúð, þannig að íbúðum fjölgi úr 49 í 50.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

      Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðing kt.141250-4189. Teikning með undirskriftum nágranna barst þann 26.06.15. Nýjar teikningar bárust 17.07.15. Í 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 segir: “Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi getur skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning.”

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507200 – Vesturgata 18-20, Vesturbraut 2-4, lóðamál

      Á samþykktum uppdráttum af Vesturgötu 18-20 eru sorptunnur fyrir Vesturbraut 2-4 sýndar á núverandi lóð Vesturgötu 18-20. Byggingaraðilar lofuðu að ganga frá samningi milli lóðrhafa um viðhald og umsjón með sorpgerðinu, en gerðu ekki áður en þeir seldu íbúðirnar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að unninn verði nýr lóðarsamningur og lóðablað í samræmi við samþykkta uppdrætti og vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1507194 – Strandgata, bílastæði við Venusarhús, staðsetning matarvagna/bása

      Menningar og listafélag Hafnarfjarðar óskar eftir með tölvupósti dags. 21. júlí 2015 að staðsetja matarvagna og bása á bílastæðið við Venusarhúsið í tengslum við menningar- og listahátíð í Hafnarfirði 13 – 15. ágúst. Jákvæð umsögn Umhverfis- og framkvæmdarsviðs liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilar uppsetningu matarvagnanna/básanna.

    • 1507118 – Reykjavíkurvegur 10, fyrirspurn

      Anton Stefánsson leggur 13.07.15 inn fyrirspurn um að byggja svalir í suðvestur af annari hæð hússins. Samþykki er frá nágranna. Skissur fylgja með.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið, en vísar í meðfylgjandi athugasemdir.

    C-hluti erindi endursend

    • 1507156 – Bæjarhraun 24 mhl.01, breyting

      Hraunborgir ehf sækja 16.07.15 um að innrétta gistiheimili á efri hæð hússins. Svalir byggðar. Húsvarðaríbúð verður felld úr gildi samkvæmt teikningum Ágústar Þórðarsonar dags. 10.05.15. Stimpill Slökkviliðs og helbrigðiseftirlit er á teikningu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi mun senda erindið í grennarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttir uppdrættir hafa borist. Sjá meðfylgjandi minnispunkta. Erindi frestað.

Ábendingagátt