Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. ágúst 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 573

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. B-hluti skipulagserindi

    • 1507397 – Dalshraun 11, deiliskipulagsbreytingu

      Húsfélagið Dalshrauni 11 sækir 29.07.15 um að breyta deiliskipulagi. Lóð stækkuð til suðaustur. Bílastæði við Stakkahraun fjölgað og bílastæði gerð við enda húss að Fjarðarhrauni. Samkvæmt uppdrætti Friðriks Friðrikssonar dags. 13.07.2015.

      Skipulags- og byggignarfulltrúi sendir erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1505379 – Klukkuvellir 1, reyndarteikning

      Ástak ehf. leggja inn 28.5.2015 reyndarteikningar, minniháttar breytingar innan sem utan, sjá texta. Teikningar eftir Gunnar P. Kristinsson dagsettar 26.5.2015. Leiðrétta teikningar hafa ekki borist.

      Frestað þar sem leiðrétt gögn hafa ekki borist, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1507381 – Hverfisgata 35, breyting

      Vogar fasteignafélag sækir 28.07.15 um að gera sjálfstæða íbúð á efstu hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnarssonar dags. 21.07.15.

      Frestað þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1507404 – Stapahraun 5, fyrirspurn.

      Stýrivélaþjónustan ehf. leggur 30.07.15 inn fyrirspurn um stækkun húseignar að Stapahrauni 5, skv. teikningum Ágústs Þórðarsonar dags. 30.07.15.

      Frestað þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt