Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. ágúst 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 574

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Málfríður Kristjánsdóttir starfsmaður
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Brynjar Rafn Ólafsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1508145 – Hnoðravellir 2, veggur á lóðarmörkum

      Eigendur að Hnoðravöllum 2 óska eftir að reisa vegg á lóðarmörkum skv. meðfylgjandi gögnum. Veggirnir fara örlítið inná bæjarland en lóðin minnkar á móti.

      Skipulags- og byggingarfulltúi samþykkir erindið.

    • 1506308 – Fjarðargata 19, byggingarleyfi

      GP-arkitektar ehf og meðumsækjandi Sjöstjarnan ehf sækja 12.06.15 um innri breytingar í rými 0107.Skráningartafla kemur 15.06.2015Nýjar teikningar bárust 22.07.15.Nýjar teikningar bárust 31.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-5 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt.
      13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.
      Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
      1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.
      2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. Leiðrétt skráningartafla þarf að berast.
      3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
      4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
      5. Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði laga þessara.

    • 1503406 – Kaplahraun 1, breytingar

      Bjarnarhöfði ehf sækja 24.3.30215 um breytingu á Kaplahrauni 1, sjá meðfylgjandi teikningar eftir Helga Bragason. Nýjar teikningar bárust 31.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1508069 – Krýsuvík, myndataka

      Isabel Salazar aðstoðarframleiðandi Blue Ant Media kvikmyndafyrirtækis í Toronto Canada óskar eftir leyfi f.h. fyrirtækisins til þess að taka upp heimildarmynd um náttúru og jarðhita í Krýsuvík.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar.
      Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur. Ef um er að ræða lokun gatna þarf að vera í sambandi við Umhverfis- og framkæmdasvið.

    • 1508107 – Strandgata 31-33, fyrirspurn

      Ásdís Helga Ágústsdóttir leggur fram fyrirspurn um breytingar á innra skipulagi húsanna Strandgata 31-33.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1502476 – Hringbraut, Suðurbæjarlaug, lóð undir heilsuræktarstöð

      Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna áfram að málinu. Bæjarstjóri óskað eftir því að unnin yrðu frumdrög að deiliskipulag miðað við að þessi bygging verði byggð þarna.

      Skipulags- og byggingarulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1508137 – Ásland, aðstaða fyrir verktaka

      Ljósleiðaradeild Gagnaveitu Reykjavíkur óskar eftir að setja kaffiskúr, verkfæragám (20ft) og smá afgirt svæði þar sem efni verður geymt milli milli Áslands 2 og 3 við leikskólann Stekkjarás.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir umbeðið stöðuleyfi á bæjarlandi fram til loka desember 2015.

    • 1508146 – Selhella 2, fyrirspurn

      Egill Jóhannsson f.h. Brimborgar sendir inn fyrirspurn með tölvupósti dags. 30.07.15 um stækkun lóðarinnar og hvort byggja megi einnar hæðar hús á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskar eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, verði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Vísað er til ítarlegra gagna, tveggja greinargerða sem hafa verið lagðar fram um ástand hússins.
      Áformað er að teikna tvö hús á lóðirnar Hellubraut 5 og 7, þannig að heildarmyndin á Hamrinum yrði til mikilla bóta.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til umsagnar Minjastofnunar og síðan til Skipulags- og byggingarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1508014 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

      Norðurhella 8 ehf leggur inn reyndarteikningar samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags.18.01.2011.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt