Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. september 2015 kl. 13:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 580

Mætt til fundar

  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri
  • Þormóður Sveinsson starfsmaður
  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1508128 – Miðvangur 41, breyting á jarðhæð

      Jón I Garðarsson sækir 11.08.15 um að breyta innra skipulagi á rými 01-07. Breyta úr atvinnurými í íbúðarhúsnæði og breyta eignarhluta í 4 samkvæmt teikningum Jón Guðmundssonar dags. 03.08.15.Ný gögn bárust í sept 2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1509105 – Rauðhella 11, breyting

      Stjornan II K/F sækir 3.9.2015 um breytingu á innraskipulagi og fleira , sjá meðfylgjandi gögn. Teiknað af Jóni Guðmundssyni dagsettar 25.08.2015 Stimill frá slökkviliði höfuðborgars barst einnig.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1506167 – Selvogsgata 16a, breyting,svalahurð

      Katrín Nicola Sverrisdóttir og Gunnar Axel Axelsson sækja 08.06.15 um að gera tvöfalda svalahurð út í garð í stað eldra gluggaops á bakhlið húss. Samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar. Nýjar teikningar bárust 06.07.2015 og 10.07.15.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1509550 – Glitvellir 13, breyting

      Björn Guðjónsson sækir 18.9.2015 um breytingu á Glitvöllum 13 bæði inni og úti sjá teikningar unnar af Guðmundi Gunnlaugssyni dagsettar 14.9.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507156 – Bæjarhraun 24 mhl.01, breyting

      Hraunborgir ehf sækja 16.07.15 um að innrétta gistiheimili á efri hæð hússins.Svalir byggðar. Húsvarðaríbúð verður felld úr gildi samkvæmt teikningum Ágústar Þórðarsonar dags. 10.05.15. Stimpill Slökkviliðs og helbrigðiseftirlit er á teikningu.Leiðréttar teikningar bárust 28.07.2015, með stimpli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og stimpli Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar-og Kópavogs.Samþykki nágranna Bæjarhrauns 22 barst 18.09.2015.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1403411 – Úr Áslandi 123106, breytt heiti

      Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitaðist eftir því hvort ekki væri möguleiki á að breyta heiti vegarins sem lægi meðfram Hvaleyrarvatni. Svo var gert og heitir vegurinn Hvaleyrarvatnsvegur.

      Lagt fram.

    • 1507047 – Hellisgata 35-skúr í óleyfi

      Kvörtun beinist að girðingu og skúr á Hellisgötu 35 sem er fest við bílskúr í eigu Hranbrúnar 5 án leyfis húseiganda. Hinn 8.7.2015 bókaði skipulags- og byggingarfulltrúi: ?Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skúrs og girðingar skylt að fjarlægja hinar ólögmætu framkvæmdir innan fjögurra vikna. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi beita dagsektum í samræmi við 56. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.? Lögmenn eigandans óskuðu 20.7.2015 eftir fresti í 4 vikur til andmæla. Nú er sá frestur liðinn og ekkert hefur komið frá þeim.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda skúrsins frá og með 01.11.2015 verði skúrinn ekki fjarlægður fyrir þann tíma.

    • 1509574 – Strandgata 31-33, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Ásdís Helga Ágústsdóttir Yrki arkitektum leggur 15.09.15 inn fyrirspurn um breytingar innanhúss á 1. hæð og í kjallara vegna færslu á sorpgeymslu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar málinu til Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1009061 – Reykjavíkurvegur 1, rusl og drasl

      Kvörtun hefur borist vegna drasls og söfnunar varnings sem er hlaðið á lóðina við Reykjarvíkurvegs 1. Skipulags- og byggingarfulltrúi beindi 20.07.15 þeim tilmælum til lóðarhafa að gera tiltekt á lóðinni. Yrði ekki brugðist við þeim innan 4 vikna mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 2. mgr. 2.9.2. gr. byggingarreglugerðar um dagsektir á eigendur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á eiganda hússins frá og með 01.11.2015 verði draslið ekki fjarlægt fyrir þann tíma.

    • 1509635 – Óseyrarbraut 5, gámar í óleyfi

      Gunnar Örn Hjartarson kvartar yfir gámum sem stillt er fyrir dyr dreifistöðvar HS-veitna. Ekki er leyfi fyrir gámunum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eigendum gámanna skylt að fjarlægja þá innan tveggja vikna. Að öðrum kosti mun byggingarfulltrúi beita aðgerðum í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti erindi endursend

    • 1509295 – Selvogsgata 3, fyrirspurn um endurbyggingu á skúr

      Kjartan Freyr Ásmundsson leggur inn fyrirspurn um hvort heimilað verði að endurbyggja skúr og breyta honum í bílskúr á lóðinni sbr. meðfylgjandi teikningar.

      Frestað milli funda.

Ábendingagátt