Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. nóvember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 587

Mætt til fundar

  • Sigurður Steinar Jónsson starfsmaður
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1510437 – Kirkjuvellir 1, breyting

      Ástjarnarsókn sækir 28.10.2015 um breytingu á áður samþykktum teikningum, sjá meðfylgjandi gögn. Teikningar unnar af Birni Guðbrandssyni dagsettar 27.10.2015.
      Nýjar leiðréttar teikningar bárust 3.11.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1511091 – FH Kaplakrika,kvörtun vegna ljósaskiltis á girðingu

      Tekin fyrir ábending lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 8. apríl 2015 heimilaði skipulags- og byggingarfulltrúi uppsetningu markatöflu innan lóðar FH við Kaplakrika en vísaði jafnframt í samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar varðandi blikk og ljósmagn.

      Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi ítreka fyrri bókun og óska eftir því við hönnuð og FH að bregðast við.

      Varðandi ábendingu um of sterka birtu af nýjum umferðarljósum er því máli vísað til undirbúningshóps umferðarmála.

    • 1510429 – Strandgata 31-33, breyting

      LL18 ehf. sækir 28.10.2015 um breytingu á 1.hæð og kjallara á nr.31, stigi rifinn, nýr stigi steyptur, einnig færsla á sorpgeymslu. Samkvæmt teikningum Ásdísar Ágústsdóttur dagsettar 16.10.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1510467 – Hvammabraut 20 mhl 04, breyting

      Kirkjugarður Hafnarfjarðar sækir 30.10.2015 um leyfi til að loka útihurð inn á salerni fatlaðra og setja nýja hurð frá andyri inn á sama salerni, samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 6.10.2015.
      Nýjar leiðréttar teikningar bárust 4.11.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1509126 – Kaplakriki dvergurinn mhl 10, breyting

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að breyta tengingu á knatthúsi/ dvergurinn. Dúkhús á steyptum grunni samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 26.08.15
      Nýjar teikningar bárust 14.10.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1509127 – Kaplakriki/fullstór mhl 12, byggingarleyfi

      Fimleikafélag Hafnarfjarðar sækir 04.09.15 um að byggja dúkhús á steyptum grunni ásamt anddyri samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags.12.08.15 ásamt brunahönnun frá Verkís dags Ágúst 2015.Nýjar teikningar bárust 14.10.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1505144 – Strandgata 75, breyting

      Dyr ehf sækir 13.05.15 um að breyta innra fyrirkomulagi á verslunar og lagerhúsnæði í veitingasal samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 11.05.15.
      Nýjar teikningar bárust 01.07.15.Nýjar teikningar bárust 3.7.2015 með sameigendum og stimpli frá heilbrigðiseftirliti.
      Nýjar teikningar bárust 6.7.2015 með stimpli frá slökkviliði.Uppfærð fylgiskjöl bárust 23.9.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1506345 – Kaldárselsvegur, hesthús,laus þök

      Tekin fyrir að nýju ábending um að lausar þakplötur á hesthúsum á Kaldárselsvegi nr. 15b, 16a og 16b yrðu festar svo að ekki hlytist hætta af. Var áður til umfjöllunar á afgreiðslufundi 16.júní sl.

      Byggingarfulltrúi beinir því til eigenda að festa þakplötur þannig að ekki hljótist hætta af.

    • 1511102 – Linnetsstígur 9a, bréf vegna göngustígs

      Lagt fram ódags. erindi frá eigendum að Linnetsstíg 9 þar sem mótmælt fyrirhugðum framkvæmdum á stíg við lóðarmörk þeirra.

      Byggingarfulltrúi bendir á að það hefur komið í ljós samkvæmt þeim gögnum sem til eru varðandi þessa lóð að umræddur stígur er á bæjarlandi. Ekki er talið heppilegt að eigendur húss nr. 9b fari um Lárugerði til að komast að húsi sínu, sú leið er ekki greiðfær auk þess sem þarna er gert ráð fyrir í staðfestu deiliskipulagi nýju húsi.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggignarráðs.

    C-hluti erindi endursend

    • 1511065 – Breiðhella 16, breyting á 2.hæð

      Skógarhlíð ehf sækir 5.11.2015 um að breyta 2.hæð húss, samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 15.10.2015 , stimill frá SHS barst einnig.

      Byggingarfulltrúi frestar erindinu þar sem innsend gögn eru ófullnægjandi. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt