Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. desember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 590

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1412139 – Miðhella 4, umsókn um byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Naust Marine ehf, kt, 620293-2299 leggja inn reyndarteikningar fyrir breytingum inni.Nýjar teikningar bárust 16.01.15. Nýjar teikningar bárust 11.02.15 Nýjar teikningar bárust 25.08. Drög að eignaskiptayfirlýsingu barst 20.11.2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
      Áskilin lokaúttekt. Þinglýsingu eignaskiptayfirlýsingar skal vera lokið áður en lokaúttekt fer fram.

    • 1511252 – Sléttahraun 20, reyndarteikningar

      Gunnar Sigurðsson og Kári Valvesson leggja 20.11.2015 in reyndarteikningar af Sléttahrauni 20. Unnar af Sigurði Þorvarðarsyni dagsettar 19.11.2015. Nýjar teikningar bárust 26. 11. 2015.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
      Þinglýsa þarf nýrri eignaskiptayfirlýsingu.

    • 1511356 – Skútahraun 6, fyrirspurn

      Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs leggur 27.11.2015 inn fyrirspurn , sjá meðfylgjandi gögn.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarrráðs.

    • 1508014 – Norðurhella 8, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju.
      Norðurhella 8 ehf leggur inn reyndarteikningar Jóns Þórs Þorvaldssonar dags.18.01.2011.Nýjar teikningar bárust 21.08.2015 með stimpli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

      Erindið samþykkt með fyrirvara á grenndarkynningu.

    • 1508580 – Kaplaskeið 16, byggingarstig og notkun

      Tekið fyrir að nýju.
      Vakin var athygli byggingarfulltrúaembættisins á að Kaplaskeið 16 er skráð á bst. 1 þrátt fyrir að vera fullbyggt og tekið í notkun.Bréf barst frá Gunnari Hjaltalín dags 31.10.15.

      Byggingarfulltrúi ítrekar við byggingarstjóra/eigendur að sækja um lokaúttekt innan 4 vikna. Verði ekki brugðist við því mun byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur í samræmi gið 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010

    • 1511258 – Áramótabrenna 2015

      Tekið fyrir að nýju erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 10. nóvember 2015 þar sem ranglega var skráð á síðasta fundi staðsetning brennunnar.
      Ný staðsetning sést á meðfylgjandi gögnum.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi fallast á að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

    • 1410360 – Hlíðarás 41, lóðarfrágangur

      Ólafur Friðbert Einarsson sækir 15.10.2014 um breytingu á lóðarfrágangi samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 08.10.2014, undirskriftir nágranna bárust einning.
      Samþykki nágranna Brekkuás 15 & 17 bárust 28.10.2014.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1511280 – Krýsuvík, greftrun

      Cornelis Aart Meijles og Trijntje Koers óska eftir í tölvupósti dags. 25. nóvember 2015 möguleika á því að verða grafin í kirjugarði við Krýsuvíkurkirkju þegar að því kemur.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi óska eftir umsögn Kirkjugarðaráðs sem hefur yfirumsjón með öllum kirkjugörðum landsins.

    C-hluti erindi endursend

    • 1511269 – Suðurhella 10,breyting

      Laggi ehf sækir 24.11.15 um leyfi til að setja milli gólf og inrétta aðra hæðina sem skrifstofur og húsvarðaríbúð samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dag.19.11.15

      Frestað á milli funda með vísan til athugunar á gildandi deiliskipulagi.

    • 1511279 – Garðavegur 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Höllu Sigurðardóttur og Birkis Marteinssonar móttekin 25.11.2015 um leyfi til að reisa hæð/ris á einnar hæðar einbýlishús með svöðum og kvisti.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1511274 – Hellisgata 36, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Egils Lárussonar dags. 25.11.2015 um leyfi til að lyfta þaki og auka við rými íbúðarinnar.

      Tekið er neikvætt í erindið, þakform of áberandi miðað við aðliggjandi byggð.

    • 1511273 – Norðurhella 5,breyting á framhlið og lóð

      Tæki.is sækir 24.11.15 um breytingu á framhlið og lóð samkvæmt teikningum Halldórs Hannessonar dag.05.10.15

      Erindinu frestað og vísað í meðfylgjandi athugasemdir

    • 1511074 – Hnoðravellir 27, Milliloft og þakgluggi

      Gosi,trésmiðja ehf sækir 5.11.2015 um breytingu á millilofti og þakglugga samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 3.11.2015. Skráningartafla barst 23.11.15

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs

Ábendingagátt