Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. desember 2015 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 592

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1106242 – Selhella 9,breyting á áður samþykktum teikningum, byggingarleyfi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21.9.2011 var samþykkt viðbygging við Selhellu 9. Framkvæmdir eru ekki hafnar þ.a.l. er byggingarleyfið fellt úr gildi.

      Samkvæmt 14.gr. 441/1998, fellur byggingarleyfi úr gildi hafi ekki hafist framkvæmdir innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Byggingarleyfið hefur þú fallið úr gildi.

    • 1512146 – Rauðhella 14, reyndarteikningar

      Húsfélagið Rauðhellu 14 leggur 11. 12. 2015 inn reyndarteikningar v/ lokaúttektar teiknað af Ásmundi Jóhannsyni dags. 23.05.2011

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1508816 – Reykjavíkurvegur 64, mhl 04 breyting,

      Tekið fyrir að nýju erindi Trapisa ehf dags. 31.08.15 um að skipta eigninni 04-0101 í tvær eignir. Innrétta neðri hæð sem lagersölu, bæta við gluggum á gafl, efri hæð áfram verslun en gerðar reyndarteikningar. Flóttaleið sett á norðurvegg fyrir efri hæð samkvæmt teikningum Friðriks Friðkssonar dags. 25.08.15. Yfir farið af brunahönnuði 26.08.15
      Nýjar teikningar bárust 10.12.15 og undirskriftir meðeiganda.

      Afgreiðslu frestað, gera þarf grein fyrir bílastæðum með tilliti til byggingarmagns.

    • 1512232 – Byggingarstigsuppfærsla

      Farið yfir byggingarstig fasteigna í Áslandi 1 og 2, þar sem ekki hefur verið kallað eftir lokaúttekt.

      Samþykkt er að uppfæra byggingarstig í 7 á sérbýlíshúsum í Áslandi 1 og 2.

Ábendingagátt