Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. janúar 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 594

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1512026 – Svalbarð 15, íbúð 0001, umsókn um byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Sótt er um leyfi fyrir byggingu sólskála í kjallaraíbúð á norðvestur hlið hússins skv. teikningum Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 1.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 9.12.2015 og undirskriftir nágranna.
      Nýjar teikningar 16.12.15

      Umsækjanda er bent á að sækja þarf um deiliskipulagsbreytingu þar sem nýtingarhlutfall fer yfir 0.48 sem er samkvæmt núverandi deiliskipulagi.

    • 1512325 – Norðurbraut 15, breyting

      Friðrik Haraldsson sækir 23.12.15 um að breyta innraskipulagi og útliti á norðurhlið hússins samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dags.21.12.15.
      29.12.15. nýjar teikningar bárust.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1509077 – Lækjargata 8, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Kristrún Ágústsdóttir sækir 03.09.15 um að byggja svalir á suðurhlið rishæðar samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dags.05.08.15

      Erindið var samþykkt á fundi 9.9.2015, en bókun var að svalir væru á suðurhlið, hið rétt er að svalir rishæðar eru á vesturhlið.

    • 1512378 – Berghella 1, breyting

      Gámaþjónustan sækir 30.12.15 um að sameina matshluta 05, 06 og 07 í matshluta 03, í skrifstofu og þjónustuhúsi samkvæmt teikningum Jóhanns M.Kristinssonar dags. 15.07.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1106242 – Selhella 9,breyting á áður samþykktum teikningum, byggingarleyfi

      Vesturkantur ehf sækir um þann 28.06.2011 að breyta lítillega áður samþykktum teikningum. Húsin eru nú sprinklervarin, inntaksrými er sameiginlegt, millipallar bætast við matshluta 01 og innréttingar matshluta 02 breytast lítillega samkvæmt teikningum.
      Nýjar teikningar bárust 14.09.11

      Vegna misskilnings var bókað á fundi 16.12.2015:
      “Samkvæmt 14.gr. 441/1998, fellur byggingarleyfi úr gildi hafi ekki hafist framkvæmdir innan 12 mánaða frá útgáfu þess. Byggingarleyfið hefur því fallið úr gildi”.

      Þar sem eigendur hafa hafist handa við framkvæmdir þá er bókun frá fundi þann 16.12.15 dregin tilbaka og byggingarleyfið er í fullu gildi.

    • 1508816 – Reykjavíkurvegur 64, mhl 04 breyting,

      Tekið fyrir að nýju.
      Trapisa ehf sækir 31.08.15 um að skipta eigninni 04-0101 í tvær eignir. Innrétta neðri hæð sem lagersölu, bæta við gluggum á gafl, efri hæð áfram verslun en gerðar reyndarteikningar. Flóttaleið sett á norðurvegg fyrir efri hæð samkvæmt teikningum Friðriks Friðkssonar dags. 25.08.15. Yfir farið af brunahönnuði 26.08.15
      Nýjar teikningar bárust 10.12.15 og undirskriftir meðeiganda.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Eignaskiptasamningur þarf til að gjörningurinn öðlist gildi.

Ábendingagátt