Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

13. janúar 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 595

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1507381 – Hverfisgata 35, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Vogar fasteignafélag sækir 28.07.15 um að gera sjálfstæða íbúð á efstu hæð samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnarssonar dags. 21.07.15
      Nýjar teikningar bárust 02.10.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Gera þarf eignaskiptasamning.

    • 1512027 – Vitastígur 12, bílskúr og færsla á hurð

      Tekið fyrir að nýju.
      Svanþór Eyþórsson sækir 2.12.2015 um að byggja bílskúr og færa hurð á íbúðarhúsi samkvæmt teikningum Odds Finnbjarnarsonar dagsettar 24.11.2015
      Netfang hönnuður: thg@thg.is
      Teikningar með undirskrift nágranna barst 04.12.15
      Nýjar teikningar básust 04.01.16 með stimpli slökkviliðs.
      Nýjar teikningar bárust 11.1.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1601045 – Skútahraun 13, breyting

      Nýibær sækir 04.01.16 um að breyta kaffistofu í rými 0101 samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímssonar dags. 11.02.10

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1507174 – Flatahraun 1, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju.
      Heimavellir 1 ehf leggja 20.07.15 fram reyndarteikningar teiknað af Magnúsi H. Ólafssyni dags.28.01.2005.
      17.12.15 nýjar teikningar bárust

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1601397 – Rauðhella 5, breyting

      RA 6 EHF sækir 08.01.2016 um að breyta 0109 í 2 vinnusvæði og inngöngu-og innkeyrsluhurð sett á austurhlið samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 02.12.2013. Undirskriftir eiganda fylgja með.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1511269 – Suðurhella 10,breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Laggi ehf sækir 24.11.15 um leyfi til að setja milli gólf og inrétta aðra hæðina sem skrifstofur og húsvarðaríbúð samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dag.19.11.15
      Nýjar teikningar bárust 16.12.15

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs með tilliti til nýtingarhlutfalls lóðar og reits.

    • 1601383 – Bjarkavellir 1c, reyndarteikningar

      Fagtak ehf. leggur 8.1.2016 inn reyndarteikningar af Bjarkavöllum 1.C , hannaðar af Sigurði Þorvarðarsyni dagsettar 01.10.2015

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1601165 – Norðurhella 15, fyrirspurn um gistiheimili

      Selið fasteignafélag leggur fram fyrirspurn um að innrétta húsnæðið með 16.íbúðum.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina. Skila þarf inn fullnægjandi uppdráttum fyrir rekstur gistiheimilis, þegar sótt verður um byggingarleyfi

    • 1601575 – Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka

      Arnar Benjamín Kristjánsson fh. AB 496 óskar eftir með tölvupósti dags. 11. janúar 2016, að fá leyfi til að taka upp atriði fyrir lögreglumynd við Hvaleyaravatn þann 26. janúar nk. kl. 16.00 – 04.00.

      Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.

Ábendingagátt