Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. febrúar 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 600

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1602226 – Einivellir 1-3. Fyrirspurn.

      Dverghamrar ehf. sækir 10.02.2016 um að byggja fjölbýlishús með 47 íbúðir samkvæmt teikningum Jóns Guðmundsonar.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 1602245 – Kirkjuvellir 12a og 12b. Eigin úttektir byggingarstjóra.

      Fjardarmót ehf. sækir 11.2.2016 um eigin úttektir byggingarstjóra vegna framkvæmda við Kirkjuvellir 12a og 12b.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að byggingarstjóra umbeðið leyfi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Steyptar burðarplötur eru undanskildar og sér byggingarfulltrúi um úttekt þeirra.

    • 1602221 – Brattakinn 25,byggingarleyfi breyting

      Daníel Hjaltasson leggur 10.02.16 inn erindi vegna útlitsbreytingar samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dags.15.05.2012

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1602218 – Stakkahraun 1, stækkun rýma

      Bílaraf ehf. sækir 102.2016 um að skipta rýmum í minni einingar samkvæmt teikninum Arnar Þórs Jónssonar dagsettar 21.1.2016

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    • 1602274 – Reykjavíkurvegur 10, svalir

      Anton Stefánsson sækir 12.2.2016 um að gera byggja svalir á Reykjavíkurveg 10, samkvæmt teikningum Samúels Hreggviðssonar dagsettar 25.11.2015 , samþykki nágranna barst einnig.

      Afgreiðslu frestað.
      Athugasemd: rýrir gæði kjallaraíbúðar meðal annars birtu og loftskipti.

    • 16011141 – Hraunbrún 14, breyting

      Inga María Magnúsdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 8.11.2015.
      03.02.16. Nýjar teikningar bárust
      16.02.16 Ný skráningartafla barst.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

    • 1602236 – Miðhella 1, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Karls Mikla ehf móttekin 9.2.2016 þar sem óskað er eftir að gera gistiheimili á tveim hæðum, og að gera flóttastiga út fyrir byggingrreit á norður og suðurhlið

      Tekið er jákvætt í fyrispurn gagnvart gistiheimilisrekstri, en neikvætt varðandi tillögur dagsettar 5.02.2016.

    • 1602342 – Hvaleyrarbraut 24, frágangur á lóðarmörkum

      Lagt fram erindi Guðna Pálssonar dagsett 28.01.2016 vegna lóðarmarka við Hvaleyrarbraut.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

Ábendingagátt