Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

24. febrúar 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 601

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1602348 – Drekavellir 4, glerskáli

      Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Erlendsson sækja 17.2.2016 um að byggja glerskára yfir svalir á 2.hæð samkvæmt teikningum Halldórs Halldórssonar dagsettar 11.2.2016, undirskríftir nágranna bárust einnig.

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir

    • 1602322 – Óseyrarbraut 22, breyting

      Eimskip Ísland ehf. sækir 16.02.2016 um að koma fyrir reykblásurum á þaki frystigeymslunar vegna breytingar notkunnarskilmála og að koma fyrir stafsmannahúsi á lóð, samkæmt teikningum Önnu Hauksdóttur dagsettar 25.01.2016
      Stimpill fá SHS og heilbrigðiseftirliti barst einnig.Nýjar teikningar bárust 18/2/16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1601860 – Álfhella 12-14, breyting

      Ferro Zink sækir 14.01.15 um að setja upp starfsmannaaðstöðu á tveimur hæðum inn á stóra lager og milligólf inn á litla lager samkvæmt teikningum Önnu M. Hauksdóttur dags.18.04.2008. Nýjar teikningar bárust 1/2/2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1511278 – Hvaleyrarbraut 22, umsókn um byggingarleyfi

      Lagt fram erindi Móðurskipsins ehf móttekið 25.11.2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir innri breytingum á tveimur rýmum og smávægilegum útlitsbreytingum. 30.11.15 Skráningartafla barst. Nýjar teikningar bárust 06.01.16 með stimpli slökkviliðs. Nýjar teikningar bárust 13.01.2016. Eitt sett af teikningum barst 18.01.2016.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1602312 – Óseyrarbraut 23, reyndarteikningar

      Atlandsolía ehf leggja 16.02.16 inn reyndarteikningar af mhl.07 B-geymi úr stáli samkvæmt teikningum Sigríðar Magnúsdóttur dags.09.02.2016

      Afgreisðlu frestað, sjá athugasemdir

    • 1602291 – Drekavellir 26, reyndarteikningar

      Ingvar og Kristján ehf leggja 15.2.2016 inn reyndarteikningar af Drekavellir 26. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 25.11.2016.
      Stimpill frá SHS barst einnig.

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    • 1511381 – Flugvellir 1, reyndarteikningari

      Lögð fram umsókn Iceeigna ehf móttekin 30.11.2015 þar sem sótt er um að fá reyndarteikningar samþykktar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1602321 – Reykjavíkurvegur 54, breyting á gryfju

      N1 hf.sækir 16.2.2016 um breytingu á gryfjum og millivegg samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 8.2.2016

      Afgreisðlu frestað, frestað sjá athugasemdir

    • 1602473 – Öldugata 18, reyndarteikningar/breyting á kjallara

      Helgi Bjartur Þorvarðarson og Rakel Hermannsdóttir leggja 24.2.16. inn reyndarteikningar af Öldugötu 18. teikningar unnar af Baldri Svavarssyni dagsettar 18.2. 2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010.

    • 1602417 – Reykjanesbraut 200, breyting

      Ökuskóli 3 ehf sækir 22.2.2016 um breytingu á áður samþykktum teikningum, gönguhurð færð á afstöðumynd tekin út, veggur á milli stálsúla mjókkaðar og kóti hækkaður, samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristsinssonar dagsettar 17.2.2016.
      Stimpill frá SHS og heilbrigðiseftirliti.

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1602475 – Strandgata 94, skilti

      Sign ehf óskar eftir í tölvupósti dags. 22. febrúar 2015 að setja upp auglýsingaskilti á lóð nr. 94 við Standgötu.

      Afgreisðlu frestað, sjá meðfylgjandi athugasemdir.

Ábendingagátt