Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. mars 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 602

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1512026 – Svalbarð 15, íbúð 0001, umsókn um byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju.
      Sótt er um leyfi fyrir byggingu sólskála í kjallaraíbúð á norðvestur hlið hússins skv. teikningum Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 1.12.2015
      Ný skráningartafla barst 06.01.2016.
      Nýjar teikningar bárust 3.2.2016

      Samþykkt að grenndarkynna erindið með vísan í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

    • 1602414 – Norðurbakki 1, 01-0101, breyting

      Sótt um að breyta rými veitingarekstur í hótelíbúðir skv.tillöguteikningum Arkþing.

      Erindinu vísað til skipulags- og bygggingarráðs.

    • 1602505 – Álhella 7, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Norðnorðvesturs ehf móttekin 25.2.2016 varðandi byggingaráform á lóðinni skv. teikningu Gunnlaugs Björn Jónssonar dags. 17. febrúar 2016

      Skipulags- og byggingarfulltrúar taka jákvætt í erindið.

    • 1602501 – Hlíðarás 45, breyting

      Lagt fram erindi Þorgerðar Hafsteinsdóttur mótt. 25.2.2016 þar sem sótt er um breytingar á áður samþykktum teikningum Atla Jóhanns Guðbjörnssona.

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    • 1602486 – Sólvangsvegur 1, sólpallur

      Guðni Jóhann Ottósson sækir 25.2.2016 um að gera sólpall fyrir íbúð 108.
      Undirskriftir nágranna og fundargerð barst einnig.

      Tekið er jákvætt í erindið. Hafa skal samráð við arkitekt hjá Hafnarfjarðarbæ varðandi útlit og frágang á skjólveggjum.

    • 1602476 – Selhella 9, breyting

      Vesturkantur ehf sækir 24.02.16 um að breyta áður samþykktum teikningum. Bætt við 3 smárýmum samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónassonar dags.13.07.2006

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1602496 – Brekkuás 9-11,svalaskýli húsfélag

      Brekkuás 9-11,húsfélag sækja 26.2.2016 um að gera svalaskýli á íbúðir, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 01.2.2016

      Afgreiðslu frestað, sjá athugasemdir.

    • 1602491 – Reykjavíkurvegur 44, Uumsókn um graftrarleyfi innan lóðar

      Lagt fram erindi HS veitna hf móttekið 25.2.2016 þar sem sótt er um graftrarleyfi innan lóðar við Reykjavíkurveg 44.

      Samþykkt með vísan í vísan í kvöð á mæliblaði.

    • 1507042 – Lóuhraun 5, bygging yfir svalir

      Hannes Jón Marteinsson sækir 07.07.15 um byggingu yfir svalir að Lóuhrauni 5, skv. teikningum Kára Eiríkssonar dags. 03.07.15. Nýjarteikningar bárust þann 1.2.16. með stimpli slökkvikliðs Höfuðborgarsvæðisins.
      Nýjar teikningar bárust 25.2.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1602504 – Hlíðarás 24, reyndarteikning

      Hástígur leggur 26.02.16 inn reyndarteikningar teiknaðar af Inga Gunnari Þórðarsyni dags. 12.12.2006/15.02.2016

      Afgreisðlu frestað, sjá athugasemdir

    • 1602348 – Drekavellir 4, glerskáli

      Guðmundur Guðmundsson og Ólafur Erlendsson sækja 17.2.2016 um að byggja glerskára yfir svalir á 2.hæð samkvæmt teikningum Halldórs Halldórssonar dagsettar 11.2.2016, undirskríftir nágranna bárust einnig.
      Nýjar teikningar bárust 02.03.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1602321 – Reykjavíkurvegur 54, breyting á gryfju

      N1 hf.sækir 16.2.2016 um breytingu á gryfum og millivegg samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dagsettar 8.2.2016
      Nýjar teikningar bárust 29.02.16

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

Ábendingagátt