Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

9. mars 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 603

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1603151 – Smárahvammur 4,Fyrirspurn

      GPL slf leggur 04.03.16 inn fyrirspurn um að fá að breyta einbýli í tvíbýli. Samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dag.04.03.16

      Skipulags- og byggingarfulltrúar taka jákvætt í erindið.

    • 16011463 – Hvaleyrarbraut 24, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Starrahæð ehf. sækir 29.1.2016 um breytingar á húsi, sjá meðfylgjandi gögn. Teikningar unnar af Guðna Pálssyni dagsettar 7.1.2016
      Stimpill frá SHS barst 01.02.2016 ásamt gögnum.

      Samþykkt með fyrirvara um gildi kvaðar og frágang á lóðarmörkum upp að Hvaleyrarbraut

    • 1603168 – Suðurhella 6, fyrirspurn

      Sigurður Gestsson leggur 07.03.16 fram fyrirspurn um að byggja svalir á húsið.

      Afgreisðlu frestað milli funda

    • 1508208 – Lyngbarð 2, stöðuleyfi fyrir geymslugám

      Skipulags- og byggingarráð veitti 8.9. 2015 stöðuleyfi fyrir gám að Lyngbarði 2 sem rann út 31.12.2015. Með bréfi dags. 12.02.2016 var eigandi beðinn um að fjarlægja gáminn hið fyrsta en ekki hefur verið brugðist við því.

      Í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr.160/2010 verða lagðar dagsektir á Steinþór Einarsson, 20.000kr á dag, frá og með 1. apríl 2016, hafi gámurinn ekki verið fjarlægður fyrir þann tíma.

    • 1603175 – Kaldakinn 16, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirpurn Axels Einarssonar dags. 8.3. 2016 um samþykkt á íbúð í kjallara.

      Synjað með vísan til fyrirliggjandi gagna, t.d. of lág lofthæð.

    • 1603069 – Hafravellir 18, breyting

      Dropasteinn ehf sækir 02.03.16 um að hækka hæð húss um 5cm einnig að breyta glugga á bakhlið samkvæmt teikningum Kára Eiríkssonar dags. 10.09.2015/ 02.03.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1602496 – Brekkuás 9-11, svalaskýli húsfélag

      Brekkuás 9-11,húsfélag sækir 26.2.2016 um að gera svalaskýli á íbúðir, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 01.2.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirku nr. 160/2010

    • 1511297 – Lækjarkinn 10, breyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Fjölnir Sæmundsson og Arndís Pétursdóttir sækja 25.11.15 um að breyta einbýlishúsi í tvíbýli sjá teikningar unnar af Sigurþóri Aðalsteinssyni dagsettar 25.11.2015
      Gögn v/íbuaskráningu frá árunum 1977 og staðfesting frá fyrri eigendum bárust 3.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 22.2.2016 með stimpli SHS.
      Breytingin var samþykkt á agreiðslufundi 22.12. 2015 en nýjar teikningar bárust 29.02.2016 sem að sýna nýtt bílastæði.

      Afgreiðslu frestað, skoða þarf bílastæði með hliðsjón af umferðarmálum.

    • 1602312 – Óseyrarbraut 23, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju.
      Atlandsolía ehf leggja 16.02.16 inn reyndarteikningar af mhl.07 B-geymi úr stáli samkvæmt teikningum Sigríðar Magnúsdóttur dags.09.02.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1603197 – Lækjarkinn 24, breyting

      Leiknir Ágústsson og Sigurður Lúðvíksson sækja 08.03.16 um breytingu á innra skipulagi og breytta skráningartöflu samkvæmt teikningum Ásmunda Jóhannssonar dags.12.10.2011

      Afgreisðlu frestað. Þær framkvæmdir sem þegar hafa verið gerðar og samræmast ekki byggingarreglugerð ber að fjarlægja eða koma með betri lausnir. Samþykki nágranna þarf fyrir þeim framkvæmdum sem liggja að lóðarmörkum. Vantar eldvarnir á uppdrætti.

    • 1603272 – Trönuhraun 1, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Kára Ársælsson mótt. 10.3. 2016 um að gera gistiheimili á 2. hæð hússins að Trönuhrauni 1.

      Erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs

    B-hluti skipulagserindi

Ábendingagátt