Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. mars 2016 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 604

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1501853 – Hlíðarás 45, breyting byggingarleyfi

      Atli Jóhann Guðbjörnsson ásamt meðumsækjanda B13 ehf sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti og smávægilegar breytingar á innra skipulagi. Þak verður staðsteypt, en var áður samþykkt hefðbundið timburþak.
      Nýjar teikningar bárust 10.02.15

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1602291 – Drekavellir 26, reyndarteikningar

      Tekið fyrir að nýju.
      Ingvar og Kristján ehf leggja 15.2.2016 inn reyndarteikningar af Drekavellir 26. samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 25.11.2016.
      Stimpill frá SHS barst einnig.
      Undirskriftir íbúa 503. og 404.vegna reyklosunarbúnað bárust 9.3.2016

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010

    • 1603318 – Skútahraun 15b, fyrirspurn

      Kristinn V. Sveinsson leggur 14.03.16 fram fyrirspurn um að byggja yfir sprautuklefa á bakhlið húss. Undirskrift meðeiganda er á teikningum.

      Tekið er neikvætt í fyrirspurnina. Nýting lóðar takmarkar uppbyggingu meðlóðarhafa. Ekki er til staðar viðbyggingarréttur í deiliskipulagi né öðrum heimildum.

    • 0904119 – Svöluás 5, frágangur húss

      Ekki hefur verið brugðist við tilmælum um að ganga frá framkvæmdum við Svöluás 5 sem búnar eru að standa yfir í mörg ár. Byggingarleyfi var samþykkt árið 2001 og breytingar árið 2002.

      Eiganda var gefin frestur til 1 febrúar 2015 til að ganga frá ýmsu varðandi hús og lóð.
      Ekkert hefur hins vegar verið gert og verða lagðar dagsektir á eiganda 20.000 kr á dag frá og með 1 apríl 2016 í samræmi við grein 2.9.2. í byggingarreglugerð nr.112/2012 og 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1603358 – Hellisgata 36, fyrirspurn

      Egill Helgi Lárusson leggur 16.3.2016 inn fyrirspurn um leyfi til að hækka þak hússins í samræmi við meðfyljgandi skissur.

      Arkitekt falið að svara fyrirspurninni.

    • 1603270 – Hnoðravellir 52, breyting

      Brynja húsfélag sækir 11.03.2016 um að bæta við lóðarvegg á bakhlið lóðanna Hnoðravellir 52- 58. Verandarveggur fellur út. Gluggaprófílar breytast. Deili í þakkanti og stöllum bætt við samkvæmt teikningum Loga Más Einarssonar dags. 06.05.14

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmir við lög um mannvirki nr.160/2010

    • 1511297 – Lækjarkinn 10, breyting

      Tekið fyrir að nýju:
      Fjölnir Sæmundsson og Arndís Pétursdóttir sækja 25.11.15 um að breyta einbýlishúsi í tvíbýli sjá teikningar unnar af Sigurþóri Aðalsteinssyni dagsettar 25.11.2015
      Gögn v/íbuaskráningu frá árunum 1977 og staðfesting frá fyrri eigendum bárust 3.12.2015
      Nýjar teikningar bárust 22.2.2016 með stimpli SHS.
      Nýjar teikningar bárust 29.02.2016 sem að sýnir nýtt bílastæði.

      Samþykkt að grenndarkynna staðsetningu á bílastæði á lóðarmörkum, grenndarkynnt skal fyrir eigendum á Lækjarkinn 12, samkvæmt 44. gr.2 málsgrein, skipulagslaga nr.123/2010.

Ábendingagátt